Makaði tómatsósu á útidyrahurð nágranna sinna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. ágúst 2024 16:36 „Það leit út fyrir að hér hefði verið framið morð“ segir Rawad. Rawad Nouman Rawad Nouman vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar nágranni hans á Selfossi hafði uppi hótanir við hann og litla bróður hans, og makaði svo tómatsósu á hurðina að íbúð þeirra. Rawad segist ekkert hafa á móti manninum en vill vera látinn í friði. Rawad kom með fjölskyldu sinni til Íslands sem flóttamaður frá Sýrlandi árið 2017. Hann veltir því fyrir sér hvort fordómar hafi verið að baki, en kveðst þó ekkert vita um það. „Þessi maður býr í sömu blokk og við, hann býr einn. Við höfum ekki lent í neinu svona áður, en nágrannar okkar sem eru íslenskir hafa líka lent í einhverju veseni með hann, en ekki því sama og við,“ segir Rawad. „Hann er óvenjulegur þessi gæi, hef heyrt að hann sé kannski eitthvað veikur en ég veit það ekki,“ segir hann. Dinglaði bjöllunni og talaði „á óvirðulegan hátt“ Upphaf málsins má rekja til þess að Rawad og litli bróðir hans fóru heim til Selfoss 30. júlí, eftir að hafa verið í Reykjavík í tvær vikur. Foreldrar þeirra höfðu þá einnig verið erlendis í tvær vikur. Þá hringdi einhver bjöllunni og Rawad kom til dyra. Þá horfði maðurinn reiður á hann og sagði „þú slærð alltaf fast á hurðirnar og af hverju dregurðu búnaðinn á gólfið á ganginum í byggingunni?“ Rawad hváði og innti hann eftir frekari útskýringum. „Já, og mamma þín og pabbi hafa líka verið með hávaða síðustu tvo daga!“. Rawad hélt ró sinni og spurði um hvað hann væri að tala, foreldrar hans hafi ekki verið heima. Þá hafi maðurinn farið að tala „á óvirðulegan hátt.“ Makaði tómatsósu á hurðina en neitaði sök Daginn vaknaði Rawad svo þegar litli bróðir hans kom heim að kvöldi til, og sýndi honum hurðina að íbúðinni. „Það leit út fyrir að hér hefði verið framið morð,“ segir Rawad, og að litli bróðir hans hafi orðið hræddur. Rawad fór rakleiðis til mannsins sem hafði verið með leiðindi daginn áður, en hann neitaði sök fyrst um sinn. Svo þegar litli bróðir hans sagði að þetta væri eins og pítsusósa hafi maðurinn undarlegi sagt „þetta er reyndar tómatsósa.“ Svona leit hurðin út.Rawad Nouman Hefur ekkert á móti manninum Rawad segist ekki hafa neitt á móti þessum manni, en hann vilji vera látinn í friði. „Maður kemur heim til að hafa hlutina þægilega. Ef hann hættir þessu þá er ég alveg til í að láta hann bara í friði,“ segir hann. Hann ætli að láta þetta bara eiga sig í bili, og vonar að maðurinn láti ekki frekar til sín taka. Rawad vakti fyrst athygli á þessu á Facebook-síðu íbúa Selfoss. Árborg Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Rawad kom með fjölskyldu sinni til Íslands sem flóttamaður frá Sýrlandi árið 2017. Hann veltir því fyrir sér hvort fordómar hafi verið að baki, en kveðst þó ekkert vita um það. „Þessi maður býr í sömu blokk og við, hann býr einn. Við höfum ekki lent í neinu svona áður, en nágrannar okkar sem eru íslenskir hafa líka lent í einhverju veseni með hann, en ekki því sama og við,“ segir Rawad. „Hann er óvenjulegur þessi gæi, hef heyrt að hann sé kannski eitthvað veikur en ég veit það ekki,“ segir hann. Dinglaði bjöllunni og talaði „á óvirðulegan hátt“ Upphaf málsins má rekja til þess að Rawad og litli bróðir hans fóru heim til Selfoss 30. júlí, eftir að hafa verið í Reykjavík í tvær vikur. Foreldrar þeirra höfðu þá einnig verið erlendis í tvær vikur. Þá hringdi einhver bjöllunni og Rawad kom til dyra. Þá horfði maðurinn reiður á hann og sagði „þú slærð alltaf fast á hurðirnar og af hverju dregurðu búnaðinn á gólfið á ganginum í byggingunni?“ Rawad hváði og innti hann eftir frekari útskýringum. „Já, og mamma þín og pabbi hafa líka verið með hávaða síðustu tvo daga!“. Rawad hélt ró sinni og spurði um hvað hann væri að tala, foreldrar hans hafi ekki verið heima. Þá hafi maðurinn farið að tala „á óvirðulegan hátt.“ Makaði tómatsósu á hurðina en neitaði sök Daginn vaknaði Rawad svo þegar litli bróðir hans kom heim að kvöldi til, og sýndi honum hurðina að íbúðinni. „Það leit út fyrir að hér hefði verið framið morð,“ segir Rawad, og að litli bróðir hans hafi orðið hræddur. Rawad fór rakleiðis til mannsins sem hafði verið með leiðindi daginn áður, en hann neitaði sök fyrst um sinn. Svo þegar litli bróðir hans sagði að þetta væri eins og pítsusósa hafi maðurinn undarlegi sagt „þetta er reyndar tómatsósa.“ Svona leit hurðin út.Rawad Nouman Hefur ekkert á móti manninum Rawad segist ekki hafa neitt á móti þessum manni, en hann vilji vera látinn í friði. „Maður kemur heim til að hafa hlutina þægilega. Ef hann hættir þessu þá er ég alveg til í að láta hann bara í friði,“ segir hann. Hann ætli að láta þetta bara eiga sig í bili, og vonar að maðurinn láti ekki frekar til sín taka. Rawad vakti fyrst athygli á þessu á Facebook-síðu íbúa Selfoss.
Árborg Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira