Makaði tómatsósu á útidyrahurð nágranna sinna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. ágúst 2024 16:36 „Það leit út fyrir að hér hefði verið framið morð“ segir Rawad. Rawad Nouman Rawad Nouman vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar nágranni hans á Selfossi hafði uppi hótanir við hann og litla bróður hans, og makaði svo tómatsósu á hurðina að íbúð þeirra. Rawad segist ekkert hafa á móti manninum en vill vera látinn í friði. Rawad kom með fjölskyldu sinni til Íslands sem flóttamaður frá Sýrlandi árið 2017. Hann veltir því fyrir sér hvort fordómar hafi verið að baki, en kveðst þó ekkert vita um það. „Þessi maður býr í sömu blokk og við, hann býr einn. Við höfum ekki lent í neinu svona áður, en nágrannar okkar sem eru íslenskir hafa líka lent í einhverju veseni með hann, en ekki því sama og við,“ segir Rawad. „Hann er óvenjulegur þessi gæi, hef heyrt að hann sé kannski eitthvað veikur en ég veit það ekki,“ segir hann. Dinglaði bjöllunni og talaði „á óvirðulegan hátt“ Upphaf málsins má rekja til þess að Rawad og litli bróðir hans fóru heim til Selfoss 30. júlí, eftir að hafa verið í Reykjavík í tvær vikur. Foreldrar þeirra höfðu þá einnig verið erlendis í tvær vikur. Þá hringdi einhver bjöllunni og Rawad kom til dyra. Þá horfði maðurinn reiður á hann og sagði „þú slærð alltaf fast á hurðirnar og af hverju dregurðu búnaðinn á gólfið á ganginum í byggingunni?“ Rawad hváði og innti hann eftir frekari útskýringum. „Já, og mamma þín og pabbi hafa líka verið með hávaða síðustu tvo daga!“. Rawad hélt ró sinni og spurði um hvað hann væri að tala, foreldrar hans hafi ekki verið heima. Þá hafi maðurinn farið að tala „á óvirðulegan hátt.“ Makaði tómatsósu á hurðina en neitaði sök Daginn vaknaði Rawad svo þegar litli bróðir hans kom heim að kvöldi til, og sýndi honum hurðina að íbúðinni. „Það leit út fyrir að hér hefði verið framið morð,“ segir Rawad, og að litli bróðir hans hafi orðið hræddur. Rawad fór rakleiðis til mannsins sem hafði verið með leiðindi daginn áður, en hann neitaði sök fyrst um sinn. Svo þegar litli bróðir hans sagði að þetta væri eins og pítsusósa hafi maðurinn undarlegi sagt „þetta er reyndar tómatsósa.“ Svona leit hurðin út.Rawad Nouman Hefur ekkert á móti manninum Rawad segist ekki hafa neitt á móti þessum manni, en hann vilji vera látinn í friði. „Maður kemur heim til að hafa hlutina þægilega. Ef hann hættir þessu þá er ég alveg til í að láta hann bara í friði,“ segir hann. Hann ætli að láta þetta bara eiga sig í bili, og vonar að maðurinn láti ekki frekar til sín taka. Rawad vakti fyrst athygli á þessu á Facebook-síðu íbúa Selfoss. Árborg Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Rawad kom með fjölskyldu sinni til Íslands sem flóttamaður frá Sýrlandi árið 2017. Hann veltir því fyrir sér hvort fordómar hafi verið að baki, en kveðst þó ekkert vita um það. „Þessi maður býr í sömu blokk og við, hann býr einn. Við höfum ekki lent í neinu svona áður, en nágrannar okkar sem eru íslenskir hafa líka lent í einhverju veseni með hann, en ekki því sama og við,“ segir Rawad. „Hann er óvenjulegur þessi gæi, hef heyrt að hann sé kannski eitthvað veikur en ég veit það ekki,“ segir hann. Dinglaði bjöllunni og talaði „á óvirðulegan hátt“ Upphaf málsins má rekja til þess að Rawad og litli bróðir hans fóru heim til Selfoss 30. júlí, eftir að hafa verið í Reykjavík í tvær vikur. Foreldrar þeirra höfðu þá einnig verið erlendis í tvær vikur. Þá hringdi einhver bjöllunni og Rawad kom til dyra. Þá horfði maðurinn reiður á hann og sagði „þú slærð alltaf fast á hurðirnar og af hverju dregurðu búnaðinn á gólfið á ganginum í byggingunni?“ Rawad hváði og innti hann eftir frekari útskýringum. „Já, og mamma þín og pabbi hafa líka verið með hávaða síðustu tvo daga!“. Rawad hélt ró sinni og spurði um hvað hann væri að tala, foreldrar hans hafi ekki verið heima. Þá hafi maðurinn farið að tala „á óvirðulegan hátt.“ Makaði tómatsósu á hurðina en neitaði sök Daginn vaknaði Rawad svo þegar litli bróðir hans kom heim að kvöldi til, og sýndi honum hurðina að íbúðinni. „Það leit út fyrir að hér hefði verið framið morð,“ segir Rawad, og að litli bróðir hans hafi orðið hræddur. Rawad fór rakleiðis til mannsins sem hafði verið með leiðindi daginn áður, en hann neitaði sök fyrst um sinn. Svo þegar litli bróðir hans sagði að þetta væri eins og pítsusósa hafi maðurinn undarlegi sagt „þetta er reyndar tómatsósa.“ Svona leit hurðin út.Rawad Nouman Hefur ekkert á móti manninum Rawad segist ekki hafa neitt á móti þessum manni, en hann vilji vera látinn í friði. „Maður kemur heim til að hafa hlutina þægilega. Ef hann hættir þessu þá er ég alveg til í að láta hann bara í friði,“ segir hann. Hann ætli að láta þetta bara eiga sig í bili, og vonar að maðurinn láti ekki frekar til sín taka. Rawad vakti fyrst athygli á þessu á Facebook-síðu íbúa Selfoss.
Árborg Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira