Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu Vinnumálastofnunar.
Að meðaltali voru 6.781 atvinnulausir í júlí, 3.777 karlar og 3.004 konur, en undir lok mánaðarins voru atvinnulausir 7.175, 3.930 karlar og 3.245 konur.
Næstmest atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu
Atvinnuleysi hækkaði á einum stað á landinu frá júní, á Vesturlandi. Þar fór atvinnuleysi úr 2,1 prósentum í 2,4 í júlí.
Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum, en það lækkaði úr 5,3 prósentum í júní í 5,1 prósent í júlí.
Næstmest atvinnuleysi var á höfuðborgarsvæðinu, þar sem það var 3,4 prósent.

Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi standi í stað eða aukist lítillega í ágúst og verði á bilinu 3,1 til 3,3 prósent.