Gummi Hreiðars og John O'Shea verða Heimi til halds og trausts Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 11:13 Heimir Hallgrímsson er kominn með öflugt teymi sem nýr aðalþjálfari írska landsliðsins. Getty/Seb Daly Heimir Hallgrímsson hefur nú staðfest hvaða aðstoðarmenn hann verður með sem aðalþjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta og hann þekkir einn þeirra alveg sérstaklega vel. Heimir hefur nefnilega fengið Guðmund Hreiðarsson til að vera markmannsþjálfari og þannig sameina þeir Heimir krafta sína á ný, rétt eins og hjá jamaíska og íslenska landsliðinu. Heimir setti það sömuleiðis í forgang að fá John O‘Shea, fyrrverandi leikmann Manchester United til margra ára, í þjálfarateymið. O‘Shea stýrði írska liðinu tímabundið, í leikjum í mars og júní, og verður aðstoðarþjálfari. Paddy McCarthy verður einnig aðstoðarþjálfari en mun áfram sinna starfi sínu sem einn af þjálfurum enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace. Fyrstu leikir Íra undir stjórn þessa teymis verða í Þjóðadeildinni í næsta mánuði, þegar Írland mætir Englandi 7. september og Grikklandi þremur dögum síðar. „Það var algjört forgangsatriði hjá mér þegar ég kom til sambandsins að hafa John í starfsteyminu,“ segir Heimir á heimasíðu írska knattspyrnusambandsins og bætir við: „Ég ferðaðist til Waterford við fyrsta tækifæri til þess að setjast niður mðe honum og ræða um hlutverk hans. Það kom í ljós að hugmyndir okkar og framtíðarsýn ríma mjög vel saman, og það er stórkostlegt að hann hafi samþykkt að verða aðstoðarþjálfari.“ „Paddy hefur líka samþykkt að halda áfram vinnu sinni með liðinu og öll reynslan sem hann býr yfir verður áfram ómetanleg fyrir liðið. Guðmundur hefur verið mikilvægur hlekkur í þjálfarateymi mínu allan minn feril og ég er himinlifandi með það að hann starfi áfram með mér á Írlandi. Vinnan er þegar hafinn og allur fókus er á leikina við England og Grikkland í september,“ segir Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Heimir hefur nefnilega fengið Guðmund Hreiðarsson til að vera markmannsþjálfari og þannig sameina þeir Heimir krafta sína á ný, rétt eins og hjá jamaíska og íslenska landsliðinu. Heimir setti það sömuleiðis í forgang að fá John O‘Shea, fyrrverandi leikmann Manchester United til margra ára, í þjálfarateymið. O‘Shea stýrði írska liðinu tímabundið, í leikjum í mars og júní, og verður aðstoðarþjálfari. Paddy McCarthy verður einnig aðstoðarþjálfari en mun áfram sinna starfi sínu sem einn af þjálfurum enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace. Fyrstu leikir Íra undir stjórn þessa teymis verða í Þjóðadeildinni í næsta mánuði, þegar Írland mætir Englandi 7. september og Grikklandi þremur dögum síðar. „Það var algjört forgangsatriði hjá mér þegar ég kom til sambandsins að hafa John í starfsteyminu,“ segir Heimir á heimasíðu írska knattspyrnusambandsins og bætir við: „Ég ferðaðist til Waterford við fyrsta tækifæri til þess að setjast niður mðe honum og ræða um hlutverk hans. Það kom í ljós að hugmyndir okkar og framtíðarsýn ríma mjög vel saman, og það er stórkostlegt að hann hafi samþykkt að verða aðstoðarþjálfari.“ „Paddy hefur líka samþykkt að halda áfram vinnu sinni með liðinu og öll reynslan sem hann býr yfir verður áfram ómetanleg fyrir liðið. Guðmundur hefur verið mikilvægur hlekkur í þjálfarateymi mínu allan minn feril og ég er himinlifandi með það að hann starfi áfram með mér á Írlandi. Vinnan er þegar hafinn og allur fókus er á leikina við England og Grikkland í september,“ segir Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira