Gummi Hreiðars og John O'Shea verða Heimi til halds og trausts Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 11:13 Heimir Hallgrímsson er kominn með öflugt teymi sem nýr aðalþjálfari írska landsliðsins. Getty/Seb Daly Heimir Hallgrímsson hefur nú staðfest hvaða aðstoðarmenn hann verður með sem aðalþjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta og hann þekkir einn þeirra alveg sérstaklega vel. Heimir hefur nefnilega fengið Guðmund Hreiðarsson til að vera markmannsþjálfari og þannig sameina þeir Heimir krafta sína á ný, rétt eins og hjá jamaíska og íslenska landsliðinu. Heimir setti það sömuleiðis í forgang að fá John O‘Shea, fyrrverandi leikmann Manchester United til margra ára, í þjálfarateymið. O‘Shea stýrði írska liðinu tímabundið, í leikjum í mars og júní, og verður aðstoðarþjálfari. Paddy McCarthy verður einnig aðstoðarþjálfari en mun áfram sinna starfi sínu sem einn af þjálfurum enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace. Fyrstu leikir Íra undir stjórn þessa teymis verða í Þjóðadeildinni í næsta mánuði, þegar Írland mætir Englandi 7. september og Grikklandi þremur dögum síðar. „Það var algjört forgangsatriði hjá mér þegar ég kom til sambandsins að hafa John í starfsteyminu,“ segir Heimir á heimasíðu írska knattspyrnusambandsins og bætir við: „Ég ferðaðist til Waterford við fyrsta tækifæri til þess að setjast niður mðe honum og ræða um hlutverk hans. Það kom í ljós að hugmyndir okkar og framtíðarsýn ríma mjög vel saman, og það er stórkostlegt að hann hafi samþykkt að verða aðstoðarþjálfari.“ „Paddy hefur líka samþykkt að halda áfram vinnu sinni með liðinu og öll reynslan sem hann býr yfir verður áfram ómetanleg fyrir liðið. Guðmundur hefur verið mikilvægur hlekkur í þjálfarateymi mínu allan minn feril og ég er himinlifandi með það að hann starfi áfram með mér á Írlandi. Vinnan er þegar hafinn og allur fókus er á leikina við England og Grikkland í september,“ segir Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Heimir hefur nefnilega fengið Guðmund Hreiðarsson til að vera markmannsþjálfari og þannig sameina þeir Heimir krafta sína á ný, rétt eins og hjá jamaíska og íslenska landsliðinu. Heimir setti það sömuleiðis í forgang að fá John O‘Shea, fyrrverandi leikmann Manchester United til margra ára, í þjálfarateymið. O‘Shea stýrði írska liðinu tímabundið, í leikjum í mars og júní, og verður aðstoðarþjálfari. Paddy McCarthy verður einnig aðstoðarþjálfari en mun áfram sinna starfi sínu sem einn af þjálfurum enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace. Fyrstu leikir Íra undir stjórn þessa teymis verða í Þjóðadeildinni í næsta mánuði, þegar Írland mætir Englandi 7. september og Grikklandi þremur dögum síðar. „Það var algjört forgangsatriði hjá mér þegar ég kom til sambandsins að hafa John í starfsteyminu,“ segir Heimir á heimasíðu írska knattspyrnusambandsins og bætir við: „Ég ferðaðist til Waterford við fyrsta tækifæri til þess að setjast niður mðe honum og ræða um hlutverk hans. Það kom í ljós að hugmyndir okkar og framtíðarsýn ríma mjög vel saman, og það er stórkostlegt að hann hafi samþykkt að verða aðstoðarþjálfari.“ „Paddy hefur líka samþykkt að halda áfram vinnu sinni með liðinu og öll reynslan sem hann býr yfir verður áfram ómetanleg fyrir liðið. Guðmundur hefur verið mikilvægur hlekkur í þjálfarateymi mínu allan minn feril og ég er himinlifandi með það að hann starfi áfram með mér á Írlandi. Vinnan er þegar hafinn og allur fókus er á leikina við England og Grikkland í september,“ segir Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira