Ein af hverjum fimm glímir við átröskun: „Grafalvarlegur geðsjúkdómur og því ber að taka alvarlega“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. ágúst 2024 09:31 Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Vals í Bestu deild kvenna og starfar samhliða því sem næringarfræðingur hjá Heil Heilsumiðstöð. vísir / ívar Niðurstöður rannsóknar sem alþjóðlegu leikmannasamtökin FifPro standa að leiða í ljós að ein af hverjum fimm atvinnukonum í knattspyrnu glímir við átröskun. Næringarfræðingur segir niðurstöðurnar sláandi. Verkefnastjóri Leikmannasamtakanna berst fyrir auknu fjármagni í íþróttahreyfinguna og kallar eftir íþróttasálfræðingum til starfa hjá öllum félögum. Rannsóknin hófst árið 2019 og stendur yfir í tíu ár. Sú umfangsmesta sinnar tegundar og nú þegar hún er hálfnuð hafa fyrstu niðurstöður verið birtar. Ein af hverjum fimm, sem taka þátt í rannsókninni glímir við átröskun. „Þessar niðurstöður eru náttúrulega bara sláandi þar sem átröskun er grafalvarlegur geðsjúkdómur og því ber að taka alvarlega og vinna slíkt í samvinnu við fagaðila, bæði sálfræðinga og næringarfræðinga. Birtingarmyndin hjá öllum er bæði líkamleg og andleg. Það sem ég fagna kannski mest við þetta er að við erum að gera rannsóknina og þannig fá þessar niðurstöður til að geta brugðist við og við þurfum að bregðast við. Fólkið sem stendur næst þessu íþróttafólki þarf að upplýsa það og fræða til að við getum hjálpað,“ segir Elísa Viðarsdóttir, knattspyrnukona og næringarfræðingur. Dr. Vincent Gouttebarge er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og starfar í dag sem yfirlæknir Alþjóðlegu Leikmannasamtakanna.fifpro Dr. Vincent Gouttebarge fer fyrir rannsókninni og segir það gríðarlega mikilvægt að innleiða geðheilbrigðisskoðun í læknisskoðanirnar sem lið framkvæma reglulega á leikmönnum sínum. „Það er kominn íþróttasálfræðingur inn í knattspyrnusambandið, sem er hluti af því að gera þetta að afreksteymi. Allir sérfræðingar eru náttúrulega mjög mikilvægir inni í öllum samböndum og ég er búinn að hvetja mikið til þess að hafa íþróttasálfræðinga helst inni í öllum klúbbum líka því þetta skiptir ofboðslega miklu máli,“ segir Sif Atladóttir, verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands. Elísa og Sif eiga báðar fjölda landsleikja að baki.vísir / fotojet Hún segir jafnframt að íþróttasálfræðingar séu mikilvægir í öllu afreksstarfi, burt séð frá átröskun, og kallar eftir meira fjármagni í íþróttahreyfinguna. „Burt séð frá bara næringunni, álagið að spila á afreksstigi er rosalega mikil, þannig að öll sérfræðiþekking innanborðs þar sem auðvelt aðgengi er að henni skiptir ofboðslega miklu máli. Þá komum við alltaf að þessu pólitíska, við verðum að fá aðeins meira fjármagn inn í íþróttahreyfinguna til að veita okkar íþróttafólki bestu mögulegu eiginleikana til að ná sínu besta fram.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Sjá meira
Rannsóknin hófst árið 2019 og stendur yfir í tíu ár. Sú umfangsmesta sinnar tegundar og nú þegar hún er hálfnuð hafa fyrstu niðurstöður verið birtar. Ein af hverjum fimm, sem taka þátt í rannsókninni glímir við átröskun. „Þessar niðurstöður eru náttúrulega bara sláandi þar sem átröskun er grafalvarlegur geðsjúkdómur og því ber að taka alvarlega og vinna slíkt í samvinnu við fagaðila, bæði sálfræðinga og næringarfræðinga. Birtingarmyndin hjá öllum er bæði líkamleg og andleg. Það sem ég fagna kannski mest við þetta er að við erum að gera rannsóknina og þannig fá þessar niðurstöður til að geta brugðist við og við þurfum að bregðast við. Fólkið sem stendur næst þessu íþróttafólki þarf að upplýsa það og fræða til að við getum hjálpað,“ segir Elísa Viðarsdóttir, knattspyrnukona og næringarfræðingur. Dr. Vincent Gouttebarge er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og starfar í dag sem yfirlæknir Alþjóðlegu Leikmannasamtakanna.fifpro Dr. Vincent Gouttebarge fer fyrir rannsókninni og segir það gríðarlega mikilvægt að innleiða geðheilbrigðisskoðun í læknisskoðanirnar sem lið framkvæma reglulega á leikmönnum sínum. „Það er kominn íþróttasálfræðingur inn í knattspyrnusambandið, sem er hluti af því að gera þetta að afreksteymi. Allir sérfræðingar eru náttúrulega mjög mikilvægir inni í öllum samböndum og ég er búinn að hvetja mikið til þess að hafa íþróttasálfræðinga helst inni í öllum klúbbum líka því þetta skiptir ofboðslega miklu máli,“ segir Sif Atladóttir, verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands. Elísa og Sif eiga báðar fjölda landsleikja að baki.vísir / fotojet Hún segir jafnframt að íþróttasálfræðingar séu mikilvægir í öllu afreksstarfi, burt séð frá átröskun, og kallar eftir meira fjármagni í íþróttahreyfinguna. „Burt séð frá bara næringunni, álagið að spila á afreksstigi er rosalega mikil, þannig að öll sérfræðiþekking innanborðs þar sem auðvelt aðgengi er að henni skiptir ofboðslega miklu máli. Þá komum við alltaf að þessu pólitíska, við verðum að fá aðeins meira fjármagn inn í íþróttahreyfinguna til að veita okkar íþróttafólki bestu mögulegu eiginleikana til að ná sínu besta fram.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Sjá meira