Tom Cruise seig og sveif og tók við fánanum fyrir hönd Los Angeles Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. ágúst 2024 07:35 Tom Cruise var í aðalhlutverki á lokahátíðinni í gær... enda ekki öðru vanur. Getty/Fabrizio Bensch Lokahátíð Ólympíuleikanna í París fór fram í gær, þar sem Frakkar þökkuðu fyrir sig og afhentu Bandaríkjamönnum kyndilinn, þar sem Ólympíuleikarnir 2028 verða haldnir í Los Angeles. Hátíðin var hin glæsilegasta og fór fram á Stade de France fyrir framan um það bil 70 þúsund áhorfendur. Boðið var upp á glæsileg tónlistaratriði til viðbótar við hefðbundin ræðuhöld en leikum lauk svo með stórkoslegri flugeldasýningu. Hápunktur hátíðarinnar var þó mögulega atriðið þar sem Bandaríkjamenn tóku formlega við Ólympíukyndlinum. Hollywood-leikarinn Tom Cruise gerði sér lítið fyrir og seig niður af þaki leikvangsins og fékk... ja, ekki logann en Ólympíufánann frá Karen Bass, borgarstjóra Los Angeles, og fimleikahetjunni Simone Biles. Snoop Dogg stal heldur betur senunni á leikunum í París og bætti svo um betur og dró Dr. Dre með sér á sviðið í Los Angeles.Getty/LA28/Kevin Mazur Við tók sena þar sem beinni útsendingu og fyrirfram tilbúnu efni var skeytt saman, þar sem Cruise flutti fánann heim yfir hafið og í hendur íþróttafólks sem bar hann að ströndum Los Angeles. Þar tóku við tónleikar þar sem Red Hot Chili Peppers, Billie Eilish og Snoop Dogg og Dr. Dre komum meðal annars fram. Ef marka má umsagnir fjölmiðlafólks og annarra á samfélagsmiðlum er ljóst að mörgum þóttu Bandaríkjamennirnir hafa misnotað stórgott tækifæri til að láta ljós sitt skína með því að slá upp einföldu strandpartý eftir mikilfengleikann í Frakklandi. Sjá má þetta stórfenglega atriði hér. Frakkland Bandaríkin Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Hátíðin var hin glæsilegasta og fór fram á Stade de France fyrir framan um það bil 70 þúsund áhorfendur. Boðið var upp á glæsileg tónlistaratriði til viðbótar við hefðbundin ræðuhöld en leikum lauk svo með stórkoslegri flugeldasýningu. Hápunktur hátíðarinnar var þó mögulega atriðið þar sem Bandaríkjamenn tóku formlega við Ólympíukyndlinum. Hollywood-leikarinn Tom Cruise gerði sér lítið fyrir og seig niður af þaki leikvangsins og fékk... ja, ekki logann en Ólympíufánann frá Karen Bass, borgarstjóra Los Angeles, og fimleikahetjunni Simone Biles. Snoop Dogg stal heldur betur senunni á leikunum í París og bætti svo um betur og dró Dr. Dre með sér á sviðið í Los Angeles.Getty/LA28/Kevin Mazur Við tók sena þar sem beinni útsendingu og fyrirfram tilbúnu efni var skeytt saman, þar sem Cruise flutti fánann heim yfir hafið og í hendur íþróttafólks sem bar hann að ströndum Los Angeles. Þar tóku við tónleikar þar sem Red Hot Chili Peppers, Billie Eilish og Snoop Dogg og Dr. Dre komum meðal annars fram. Ef marka má umsagnir fjölmiðlafólks og annarra á samfélagsmiðlum er ljóst að mörgum þóttu Bandaríkjamennirnir hafa misnotað stórgott tækifæri til að láta ljós sitt skína með því að slá upp einföldu strandpartý eftir mikilfengleikann í Frakklandi. Sjá má þetta stórfenglega atriði hér.
Frakkland Bandaríkin Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira