Björgvin Karl endaði sextándi á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 06:30 Björgvin Karl Guðmundsson var með á elleftu heimsleikunum í röð. @bk_gudmundsson Bandaríkjamaðurinn James Sprague og ástralska konan Tia-Clair Toomey urðu um helgina heimsmeistarar í CrossFit. Heimsleikarnir í ár fóru fram í skugga þess að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu greininni á fimmtudaginn. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram keppni og þar á meðal voru báðir heimsmeistararnir frá því í fyrra, Laura Horvath og Jeffrey Adler. Ísland átti einn keppenda í mótinu og það var Björgvin Karl Guðmundsson. Björgvin Karl endaði í sextánda sæti á mótinu í ár en hann hækkað sig um nokkur sæti í lokin með því að ná öðru sætinu í lokagreininni. Björgvin setti met með því að taka þátt í elleftu heimsleikunum í röð. Hann hefur þó ekki verið neðar síðan á fyrstu heimsleikum sínum árið 2014. Toomey kom til baka eftir barneignarfrí og varð heimsmeistari í sjöunda sinn. Hún vann í sex ár í röð frá 2017 til 2022. Sigur Toomey var mjög sannfærandi eins og svo oft áður. Pólverjinn Gabi Migala varð önnur en 151 stigi á eftir henni. Þriðja varð síðan Emily Rolfe frá Kanada. James Sprague er aðeins 22 ára gamall og var að vinna heimsleikana í fyrsta sinn. Hann varð í 25. sæti í fyrra sem voru hans fyrstu heimsleikar í fullorðinsflokki. Kanadamaðurinn Brent Fikowski, sem hefur verið lengi við toppinn en aldrei orðið heimsmeistari, var með sextíu stiga forskot eftir átta greinar. Fikowski gaf eftir í lokin og endaði í þriðja sæti. Dallin Pepper varð annar. Mayhem Thunder vann liðakeppnina en í liðinu voru Íslandsvinurinn Khan Porter en líka Kara Saunders, James Newbury og Emily de Rooy. Kara hefur verið lengi við toppinn í einstaklingskeppninni en hafði aldrei orðið heimsmeistari. Það tókst nú hjá henni í liðakeppninni. Þetta er líka besti árangur liðs frá Eyjaálfu á heimsleikunum en besti árangurinn fyrir þetta ár var sjötta sæti. Porter var í liði CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur en það lið náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2022. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Heimsleikarnir í ár fóru fram í skugga þess að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu greininni á fimmtudaginn. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram keppni og þar á meðal voru báðir heimsmeistararnir frá því í fyrra, Laura Horvath og Jeffrey Adler. Ísland átti einn keppenda í mótinu og það var Björgvin Karl Guðmundsson. Björgvin Karl endaði í sextánda sæti á mótinu í ár en hann hækkað sig um nokkur sæti í lokin með því að ná öðru sætinu í lokagreininni. Björgvin setti met með því að taka þátt í elleftu heimsleikunum í röð. Hann hefur þó ekki verið neðar síðan á fyrstu heimsleikum sínum árið 2014. Toomey kom til baka eftir barneignarfrí og varð heimsmeistari í sjöunda sinn. Hún vann í sex ár í röð frá 2017 til 2022. Sigur Toomey var mjög sannfærandi eins og svo oft áður. Pólverjinn Gabi Migala varð önnur en 151 stigi á eftir henni. Þriðja varð síðan Emily Rolfe frá Kanada. James Sprague er aðeins 22 ára gamall og var að vinna heimsleikana í fyrsta sinn. Hann varð í 25. sæti í fyrra sem voru hans fyrstu heimsleikar í fullorðinsflokki. Kanadamaðurinn Brent Fikowski, sem hefur verið lengi við toppinn en aldrei orðið heimsmeistari, var með sextíu stiga forskot eftir átta greinar. Fikowski gaf eftir í lokin og endaði í þriðja sæti. Dallin Pepper varð annar. Mayhem Thunder vann liðakeppnina en í liðinu voru Íslandsvinurinn Khan Porter en líka Kara Saunders, James Newbury og Emily de Rooy. Kara hefur verið lengi við toppinn í einstaklingskeppninni en hafði aldrei orðið heimsmeistari. Það tókst nú hjá henni í liðakeppninni. Þetta er líka besti árangur liðs frá Eyjaálfu á heimsleikunum en besti árangurinn fyrir þetta ár var sjötta sæti. Porter var í liði CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur en það lið náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2022. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira