Varnarmálaráðuneyti Rússlands gaf það út að komið hafi til átaka við úkraínska hermenn nálægt þorpunum Tolpino, og Obshchy Kolodez, nú þegar sex dagar eru liðnir frá innrás Úkraínu í Rússland.
Varnarmálaráðherrann, Maria Zakharova sakaði yfirvöld í Kænugarði um að „ógna friðsælum íbúum Rússlands.“
Þá tjáði Zelenskí sig í fyrsta sinn opinberlega um gagnárásina í nótt, og sagði að Úkraína væri að „ýta stríðinu í átt að árásarmanninum.“
„Úkraína er að sýna fram á það að við getum sannarlega endurheimt réttlætið og sett nauðsynlega pressu á árásarmanninn,“ sagði Zelenskí í yfirlýsingu í nótt.