Allt svo snyrtilegt við höfnina í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2024 20:31 Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum og hennar starfsfólk eiga heiður skilinn fyrir hvað höfnin er snyrtileg og falleg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Miklar endurbætur hafa verið gerðar á höfninni í Vestmannaeyjum þar sem áhersla er lögð á snyrtimennsku og virðingu við gamla tímann með allskonar nýjungum. Það er alltaf gaman að rölta um hafnir landsins og skoða mannlífið þar og virða umhverfið fyrir sér. Vestmannaeyjahöfn er að verða ein af glæsilegustu höfnunum því það er allt orðið svo snyrtilegt og fallegt og verið að gera allskonar hluti til að lífga upp á hafnarsvæðið eins og með endurgerð á bátum, bekkir með bátalagi eru á nokkrum stöðum, ruslatunnurnar eru skemmtilega málaðar og styttan af Ása í bæ vekur alltaf athygli. „Við erum að reyna að hressa höfnina aðeins við útlitslega en okkur vantar meira pláss, hún er algjörlega sprungin,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við þurfum bara öll að ganga vel um umhverfið okkar og höfnin er einn af þeim stöðum, sem þarf að passa vel upp á. Það er ekki gaman að vera með drulluskítuga höfn. Það gerum við ekki bara við hafnarstarfsmennirnir, við þurfum alla, það þurfa allir að hjálpast að til þess að það sé snyrtilegt hjá okkur og það hefur verið að ganga ágætlega,” bætir Dóra Björk við. Styttan af Ása í bæ við höfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér. Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn eru mjög ánægðir með hafnarstjórann og hennar verk. „Já, ég er mjög ánægður með hana, það er bara allt að gerast. Það er til dæmis nýbúið að setja upp dælu með vatni þannig að við getum þrifið bátana hérna niður á bryggju. Þetta er mjög snyrtilegt og fallegt hafnarsvæði, það er ekki mikið af drasli hér,” segir Þór Ísfeld Vilhjálmsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. „Já, þetta er bara mjög gott. Ef maður skoðar nokkra ára myndir frá Eyjum þá sér maður hvað það er búið að gera mikið, maður fattar það ekki þegar maður sér þetta daglega,” segir Bragi Steingrímsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. Ruslatunnurnar við höfnina eru sérstaklega skemmtilegar og vekja mikla athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Umhverfismál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Það er alltaf gaman að rölta um hafnir landsins og skoða mannlífið þar og virða umhverfið fyrir sér. Vestmannaeyjahöfn er að verða ein af glæsilegustu höfnunum því það er allt orðið svo snyrtilegt og fallegt og verið að gera allskonar hluti til að lífga upp á hafnarsvæðið eins og með endurgerð á bátum, bekkir með bátalagi eru á nokkrum stöðum, ruslatunnurnar eru skemmtilega málaðar og styttan af Ása í bæ vekur alltaf athygli. „Við erum að reyna að hressa höfnina aðeins við útlitslega en okkur vantar meira pláss, hún er algjörlega sprungin,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við þurfum bara öll að ganga vel um umhverfið okkar og höfnin er einn af þeim stöðum, sem þarf að passa vel upp á. Það er ekki gaman að vera með drulluskítuga höfn. Það gerum við ekki bara við hafnarstarfsmennirnir, við þurfum alla, það þurfa allir að hjálpast að til þess að það sé snyrtilegt hjá okkur og það hefur verið að ganga ágætlega,” bætir Dóra Björk við. Styttan af Ása í bæ við höfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér. Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn eru mjög ánægðir með hafnarstjórann og hennar verk. „Já, ég er mjög ánægður með hana, það er bara allt að gerast. Það er til dæmis nýbúið að setja upp dælu með vatni þannig að við getum þrifið bátana hérna niður á bryggju. Þetta er mjög snyrtilegt og fallegt hafnarsvæði, það er ekki mikið af drasli hér,” segir Þór Ísfeld Vilhjálmsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. „Já, þetta er bara mjög gott. Ef maður skoðar nokkra ára myndir frá Eyjum þá sér maður hvað það er búið að gera mikið, maður fattar það ekki þegar maður sér þetta daglega,” segir Bragi Steingrímsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. Ruslatunnurnar við höfnina eru sérstaklega skemmtilegar og vekja mikla athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Umhverfismál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira