„Líklegast einn af okkar betri leikjum á tímabilinu“ Hinrik Wöhler skrifar 10. ágúst 2024 18:58 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, naut sín vel í blíðunni í dag á Kópavogsvelli. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, hrósaði sigri á Kópavogsvelli í dag. Blikar sigruðu Þór-KA í miklum markaleik og endaði leikurinn 4-2. Það var létt yfir þjálfaranum í blíðunni í Kópavogi þegar hann var gripinn í viðtal skömmu eftir leik. „Í þau skipti sem við höfum spilað við þær þá hefur það verið á slæmum velli í vondu veðri þannig það var gott að hafa góðan fótboltaleik við frábærar aðstæður. Bæði lið spiluðu vel í dag,“ sagði Nik. Breiðablik stjórnaði fyrri hálfleiknum en liðið fékk á sig jöfnunarmark á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. Nik hefði viljað klára leikinn fyrr en var þó sáttur með spilamennskuna. „Í fyrri hálfleik hefðum við átt við að klára leikinn, allavega vera 2-0 yfir hálfleik, það var frekar lélegt að gefa þeim jöfnunarmark í 1-1 og svo strax aftur í 2-2. Þegar við náðum fjórða markinu var leikurinn búinn. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna, líklegast einn af okkar betri leikjum á tímabilinu.“ Nik hélt síðan áfram að ræða um fyrra jöfnunarmark Þór/KA og telur að liðið eigi að geta gert betur. „Sérstaklega hvernig það kom til en við lærum af því. Við fórum inn í hálfleikinn eins og jöfnunarmarkið skipti ekki máli. Í síðari hálfleik héldum við bara áfram því sem við vorum að gera og vorum viss um að við myndum ná sigri,“ sagði Nik. Með sigrinum munar aðeins einu stigi á toppliði Vals og Breiðabliks. Nik er brattur fyrir lokasprettinum í Bestu deildinni. Bikarúrslit framundan „Sjö leikir eftir og ef við vinnum þá alla þá vinnum við deildina. En fyrst er það bikarúrslitin á föstudaginn og það verður mikið sjónarspil.“ Einn af máttarstólpum í liði Blika, Ásta Eir Árnadóttir, var á varamannabekknum í dag en Nik segir að hún hafi meiðst lítillega. „Smá meiðsli á mjöðm, kom eiginlega upp úr engu. Við munum sjá hvernig það verður á föstudaginn fyrir bikarinn. Þetta er stundum svona en við fengum Kristínu Dís [Árnadóttur] sem getur staðið vaktina þarna en þetta er ekki langtímameiðsli.“ Framundan er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum þar sem Breiðablik mætir Val á föstudag. „Í dag var erfiður leikur sem við þurftum að klára og tryggja þessi þrjú stig svo við erum nálægt Val. Nú færist einbeitingin á bikarinn og við munum klárlega njóta bikarúrslitanna,“ sagði Nik að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
Það var létt yfir þjálfaranum í blíðunni í Kópavogi þegar hann var gripinn í viðtal skömmu eftir leik. „Í þau skipti sem við höfum spilað við þær þá hefur það verið á slæmum velli í vondu veðri þannig það var gott að hafa góðan fótboltaleik við frábærar aðstæður. Bæði lið spiluðu vel í dag,“ sagði Nik. Breiðablik stjórnaði fyrri hálfleiknum en liðið fékk á sig jöfnunarmark á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. Nik hefði viljað klára leikinn fyrr en var þó sáttur með spilamennskuna. „Í fyrri hálfleik hefðum við átt við að klára leikinn, allavega vera 2-0 yfir hálfleik, það var frekar lélegt að gefa þeim jöfnunarmark í 1-1 og svo strax aftur í 2-2. Þegar við náðum fjórða markinu var leikurinn búinn. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna, líklegast einn af okkar betri leikjum á tímabilinu.“ Nik hélt síðan áfram að ræða um fyrra jöfnunarmark Þór/KA og telur að liðið eigi að geta gert betur. „Sérstaklega hvernig það kom til en við lærum af því. Við fórum inn í hálfleikinn eins og jöfnunarmarkið skipti ekki máli. Í síðari hálfleik héldum við bara áfram því sem við vorum að gera og vorum viss um að við myndum ná sigri,“ sagði Nik. Með sigrinum munar aðeins einu stigi á toppliði Vals og Breiðabliks. Nik er brattur fyrir lokasprettinum í Bestu deildinni. Bikarúrslit framundan „Sjö leikir eftir og ef við vinnum þá alla þá vinnum við deildina. En fyrst er það bikarúrslitin á föstudaginn og það verður mikið sjónarspil.“ Einn af máttarstólpum í liði Blika, Ásta Eir Árnadóttir, var á varamannabekknum í dag en Nik segir að hún hafi meiðst lítillega. „Smá meiðsli á mjöðm, kom eiginlega upp úr engu. Við munum sjá hvernig það verður á föstudaginn fyrir bikarinn. Þetta er stundum svona en við fengum Kristínu Dís [Árnadóttur] sem getur staðið vaktina þarna en þetta er ekki langtímameiðsli.“ Framundan er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum þar sem Breiðablik mætir Val á föstudag. „Í dag var erfiður leikur sem við þurftum að klára og tryggja þessi þrjú stig svo við erum nálægt Val. Nú færist einbeitingin á bikarinn og við munum klárlega njóta bikarúrslitanna,“ sagði Nik að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki