Stórt skref stigið í yfirtöku JBT á Marel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2024 23:31 Brian Deck forstjóri JBT og Árni Sigurðsson, forstjóri Marel. Hluthafar bandaríska matvælaframleiðandans John Bean Technologies Corporation (JBT) samþykktu á hluthafafundi í dag heimild til útgáfu nýs hlutafjár í tengslum við valfrjálst tilboð félagsins í allt útistandandi hlutafé í Marel hf. JBT gerði í vor tilboð í allt hlutafé Marels og hafa helstu skilmálar þegar verið samþykktir. Sameinað félag á að heita JBT Marel Corporation. Það verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi. Í tilkynningu Marels til Kauphallar segir að vinnu JBT og Marel við að uppfylla önnur skilyrði tilboðsins miðar vel. „Félögin hafa skilað inn tilkynningum í viðeigandi löndum og landssvæðum um fyrirhugaða sameiningu og eiga nú í samskiptum við eftirlitsaðila um samþykki þeirra svo hægt verði að ganga frá viðskiptunum,“ segir í tilkynningu Marels. Valfrjálst tilboð JBT í Marel renni út klukkan 17 þann 2. september næstkomandi nema tilboðstíminn verði framlengdur í samræmi við samkomulag milli félaganna frá því í apríl. „JBT vinnur sömuleiðis að undirbúningi umsóknar um tvískráningu hlutabréfa félagsins á Nasdaq Iceland. Er þess vænst að viðskiptin gangi í gegn fyrir lok árs 2024.“ Marel Kauphöllin Tengdar fréttir Marel lækkar enn afkomuspána vegna óvissu og krefjandi rekstrarumhverfis Þótt rekstrarframlegðin hafi batnað nokkuð á milli ársfjórðunga hjá Marel þá eru markaðsaðstæður enn erfiðar og litast af óvissu, sem endurspeglast í minni mótteknum pöntunum, og félagið hefur því – í annað sinn á þessu ári – lækkað afkomuspá sína til skamms tíma. Uppgjör Marels, sem stefnir að sameiningu við JBT undir lok ársins, var lítillega yfir væntingum greinenda en skuldahlutfall félagsins hélt hins vegar áfram að hækka á öðrum fjórðungi samtímis því að sjóðstreymið versnaði milli ára. 25. júlí 2024 10:20 Marel mun greiða JP Morgan yfir þrjá milljarða vegna samruna við JBT Marel áætlar að félagið muni greiða bandaríska stórbankanum JP Morgan samtals ríflega þrjá milljarða króna í þóknun vegna fjármálaráðgjafar í tengslum við áformaðan samruna við JBT. Þá er ráðgert er að þrír núverandi íslenskir stjórnarmenn í Marel muni sitja í tíu manna stjórn sameinaðs félags. 3. júlí 2024 15:04 „Óþarfa áhyggjur“ fjárfesta að horfið verði frá tvískráningu JBT Marel Sameinað félag John Bean Technologies (JBT) og Marel verður ekki of skuldsett, að mati forstjóra JBT, en unnið verður að því að draga úr skuldsetningu og hún fari í ásættanlegt horf á einu ári. Hann segir að íslenskir fjárfestar þurfi ekki að óttast að horfið verði frá tvískráningu hérlendis og í Bandaríkjunum. Tvískráningin verði ekki byrði á rekstrinum og hún muni auka seljanleika með hlutabréf fyrirtækisins. „Marel er með öfluga langtímahluthafa, eins og lífeyrissjóði, og við tökum þeim fagnandi,“ segir forstjórinn í einkaviðtali við Innherja. 24. júní 2024 08:19 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
JBT gerði í vor tilboð í allt hlutafé Marels og hafa helstu skilmálar þegar verið samþykktir. Sameinað félag á að heita JBT Marel Corporation. Það verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi. Í tilkynningu Marels til Kauphallar segir að vinnu JBT og Marel við að uppfylla önnur skilyrði tilboðsins miðar vel. „Félögin hafa skilað inn tilkynningum í viðeigandi löndum og landssvæðum um fyrirhugaða sameiningu og eiga nú í samskiptum við eftirlitsaðila um samþykki þeirra svo hægt verði að ganga frá viðskiptunum,“ segir í tilkynningu Marels. Valfrjálst tilboð JBT í Marel renni út klukkan 17 þann 2. september næstkomandi nema tilboðstíminn verði framlengdur í samræmi við samkomulag milli félaganna frá því í apríl. „JBT vinnur sömuleiðis að undirbúningi umsóknar um tvískráningu hlutabréfa félagsins á Nasdaq Iceland. Er þess vænst að viðskiptin gangi í gegn fyrir lok árs 2024.“
Marel Kauphöllin Tengdar fréttir Marel lækkar enn afkomuspána vegna óvissu og krefjandi rekstrarumhverfis Þótt rekstrarframlegðin hafi batnað nokkuð á milli ársfjórðunga hjá Marel þá eru markaðsaðstæður enn erfiðar og litast af óvissu, sem endurspeglast í minni mótteknum pöntunum, og félagið hefur því – í annað sinn á þessu ári – lækkað afkomuspá sína til skamms tíma. Uppgjör Marels, sem stefnir að sameiningu við JBT undir lok ársins, var lítillega yfir væntingum greinenda en skuldahlutfall félagsins hélt hins vegar áfram að hækka á öðrum fjórðungi samtímis því að sjóðstreymið versnaði milli ára. 25. júlí 2024 10:20 Marel mun greiða JP Morgan yfir þrjá milljarða vegna samruna við JBT Marel áætlar að félagið muni greiða bandaríska stórbankanum JP Morgan samtals ríflega þrjá milljarða króna í þóknun vegna fjármálaráðgjafar í tengslum við áformaðan samruna við JBT. Þá er ráðgert er að þrír núverandi íslenskir stjórnarmenn í Marel muni sitja í tíu manna stjórn sameinaðs félags. 3. júlí 2024 15:04 „Óþarfa áhyggjur“ fjárfesta að horfið verði frá tvískráningu JBT Marel Sameinað félag John Bean Technologies (JBT) og Marel verður ekki of skuldsett, að mati forstjóra JBT, en unnið verður að því að draga úr skuldsetningu og hún fari í ásættanlegt horf á einu ári. Hann segir að íslenskir fjárfestar þurfi ekki að óttast að horfið verði frá tvískráningu hérlendis og í Bandaríkjunum. Tvískráningin verði ekki byrði á rekstrinum og hún muni auka seljanleika með hlutabréf fyrirtækisins. „Marel er með öfluga langtímahluthafa, eins og lífeyrissjóði, og við tökum þeim fagnandi,“ segir forstjórinn í einkaviðtali við Innherja. 24. júní 2024 08:19 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Marel lækkar enn afkomuspána vegna óvissu og krefjandi rekstrarumhverfis Þótt rekstrarframlegðin hafi batnað nokkuð á milli ársfjórðunga hjá Marel þá eru markaðsaðstæður enn erfiðar og litast af óvissu, sem endurspeglast í minni mótteknum pöntunum, og félagið hefur því – í annað sinn á þessu ári – lækkað afkomuspá sína til skamms tíma. Uppgjör Marels, sem stefnir að sameiningu við JBT undir lok ársins, var lítillega yfir væntingum greinenda en skuldahlutfall félagsins hélt hins vegar áfram að hækka á öðrum fjórðungi samtímis því að sjóðstreymið versnaði milli ára. 25. júlí 2024 10:20
Marel mun greiða JP Morgan yfir þrjá milljarða vegna samruna við JBT Marel áætlar að félagið muni greiða bandaríska stórbankanum JP Morgan samtals ríflega þrjá milljarða króna í þóknun vegna fjármálaráðgjafar í tengslum við áformaðan samruna við JBT. Þá er ráðgert er að þrír núverandi íslenskir stjórnarmenn í Marel muni sitja í tíu manna stjórn sameinaðs félags. 3. júlí 2024 15:04
„Óþarfa áhyggjur“ fjárfesta að horfið verði frá tvískráningu JBT Marel Sameinað félag John Bean Technologies (JBT) og Marel verður ekki of skuldsett, að mati forstjóra JBT, en unnið verður að því að draga úr skuldsetningu og hún fari í ásættanlegt horf á einu ári. Hann segir að íslenskir fjárfestar þurfi ekki að óttast að horfið verði frá tvískráningu hérlendis og í Bandaríkjunum. Tvískráningin verði ekki byrði á rekstrinum og hún muni auka seljanleika með hlutabréf fyrirtækisins. „Marel er með öfluga langtímahluthafa, eins og lífeyrissjóði, og við tökum þeim fagnandi,“ segir forstjórinn í einkaviðtali við Innherja. 24. júní 2024 08:19