Hringrás innveggja Perla Dís Kristinsdóttir, Elín Þórólfsdóttir, Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir og Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifa 9. ágúst 2024 06:01 Á Íslandi hefur mikill fjöldi byggingarframkvæmda í för með sér samsvarandi áskoranir í úrgangsmyndun, kolefnisspori og umhverfisáhrifum. Í dag er talsverður fjöldi bygginga rifinn og við það myndast mikið magn úrgangsbyggingarefna, auk þess sem stórir úrgangsstraumar í íslensku samfélagi eru ekki í virkri hringrás í dag. Hringrásarhagkerfi er hagkerfi sem býður upp á sjálfbæra nálgun með því að lágmarka sóun og endurnýta auðlindir. Í stað hefðbundins línulegrar framleiðslu leggur hringrásarhagkerfið áherslu á að lágmarka auðlindanotkun með því að endurnota, endurnýta, endurvinna og lengja líftíma vöru, efna og auðlinda. Þetta dregur ekki aðeins úr sóun heldur opnar einnig ný tækifæri, sem stuðla að aukinni skilvirkni, verðmæta- og nýsköpun. Í dag eru mörg spennandi verkefni í gangi til þess að koma fleiri efnum á Íslandi í virka hringrás. Mynd 1. Endurunnið gler og glerform. Eitt þessara verkefna er Hringrásarveggur sem fékk styrk úr Hringrásarsjóði Umhverfis-, orku- og loftslags ráðuneytisins sumarið 2022. Að verkefninu stóðu EFLA verkfræðistofa, Basalt arkitektar og Jáverk verktakar. Markmið verkefnisins var að hanna léttan innvegg úr úrgangsefnum. Innvegg sem stæðist allar tæknilegar kröfur sem gerðar eru til innveggja á Íslandi án þess að vera of dýr og flókinn í uppsetningu, og að möguleiki væri á fjöldaframleiðslu. Einnig var lögð sérstök áhersla á að veggurinn væri hannaður þannig að hægt væri að taka hann niður og breyta um staðsetningu á honum án þess að byggingarefnin myndu verða fyrir skemmdum. Hringrásarveggurinn er því hannaður sem sveigjanleg lausn og byggingarefnið sem er notað er á að geta nýst áfram og haldist í hringrásinni. Góð innivist er nauðsynleg og því var einnig markmið við hönnun veggjarins að forðast efni sem gætu innihaldið myglugró eða önnur skaðleg efni. Algeng dæmi um innveggi á Íslandi í dag eru gifsveggir á stál- eða timburgrind, hlaðnir veggir úr vikur- eða léttsteypu og timburveggir úr CLT eða timburgrind. Oft er erfitt að endurvinna slíka veggi, en gifs er erfitt að endurnota og endurvinna, og enginn farvegur fyrir það til í dag á Íslandi. Hlaðnir veggir eru múraðir og ekki auðveldir að endurnota, endurvinnsla er takmörkuð en þó möguleg. Timburveggi er hægt að endurnota en oft eru lím og önnur efni notuð í samsetningu veggjanna sem takmarka beina endurnotkun, endurvinnsla er möguleg. Úrgangastraumar á Íslandi voru kortlagðir meðal annars í gegnum samtöl við fyrirtæki með framleiðsluferli hér á landi og fyrirtæki sem meðhöndla úrgang. Í verkefninu voru forhannaðir þrír innveggir, einn úr úrgangspappaplötum, einn úr úrgangsgleri og einn úr úrgangssteypu. Það var Anders Vange, hjá Reykjavík Glass sem var samstarfsaðili verkefnisins við hönnun glerveggs, en Reykjavík Glass er í dag að endurvinna gler úr drykkjarumbúðum á ýmsa vegu. Sighvatur Lárusson hjá Circula var samstarfsaðili við hönnun pappaveggsins og Steypustöðin og Georosion, varðandi steypuvegginn. Niðurstöður verkefnisins eru núna aðgengilegar í tveimur skýrslum sem má finna hér, á heimasíðu Hringvangs. Hringvangur er vettvangur stofnaður sem hluti af Nordic Networks for Circular Construction (NNCC) verkefninu, sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ásamt Grænni byggð hafa umsjón með á Íslandi. Skýringarmynd varðandi framleiðsluferli fyrir endurnýtta steypukubba. Það er gríðarlega mikilvægt að henda ekki verðmætum efnum, heldur finna skynsamlega og góða farvegi fyrir alla efnisstrauma. Niðurstöður verkefnisins voru mjög áhugaverðar og lofandi fyrir næstu skref í markvissari framleiðslu og nýtingu á nýjum sveigjanlegum byggingareiningum úr úrgangs hráefni. Með slíkri nýtingu má draga verulega úr umhverfisáhrifum frá framleiðslu byggingarefna. Endurunnið gler og glerbræðslu má sjá á mynd 1 og á mynd 2 er skýringarmynd varðandi framleiðsluferli fyrir endurnýtta steypukubba. Perla Dís Kristinsdóttir, arkitekt Elín Þórólfsdóttir, arkitekt og umhverfis- og auðlindafræðingur Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir, arkitekt og umhverfissiðfræðingur Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Byggingariðnaður Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur mikill fjöldi byggingarframkvæmda í för með sér samsvarandi áskoranir í úrgangsmyndun, kolefnisspori og umhverfisáhrifum. Í dag er talsverður fjöldi bygginga rifinn og við það myndast mikið magn úrgangsbyggingarefna, auk þess sem stórir úrgangsstraumar í íslensku samfélagi eru ekki í virkri hringrás í dag. Hringrásarhagkerfi er hagkerfi sem býður upp á sjálfbæra nálgun með því að lágmarka sóun og endurnýta auðlindir. Í stað hefðbundins línulegrar framleiðslu leggur hringrásarhagkerfið áherslu á að lágmarka auðlindanotkun með því að endurnota, endurnýta, endurvinna og lengja líftíma vöru, efna og auðlinda. Þetta dregur ekki aðeins úr sóun heldur opnar einnig ný tækifæri, sem stuðla að aukinni skilvirkni, verðmæta- og nýsköpun. Í dag eru mörg spennandi verkefni í gangi til þess að koma fleiri efnum á Íslandi í virka hringrás. Mynd 1. Endurunnið gler og glerform. Eitt þessara verkefna er Hringrásarveggur sem fékk styrk úr Hringrásarsjóði Umhverfis-, orku- og loftslags ráðuneytisins sumarið 2022. Að verkefninu stóðu EFLA verkfræðistofa, Basalt arkitektar og Jáverk verktakar. Markmið verkefnisins var að hanna léttan innvegg úr úrgangsefnum. Innvegg sem stæðist allar tæknilegar kröfur sem gerðar eru til innveggja á Íslandi án þess að vera of dýr og flókinn í uppsetningu, og að möguleiki væri á fjöldaframleiðslu. Einnig var lögð sérstök áhersla á að veggurinn væri hannaður þannig að hægt væri að taka hann niður og breyta um staðsetningu á honum án þess að byggingarefnin myndu verða fyrir skemmdum. Hringrásarveggurinn er því hannaður sem sveigjanleg lausn og byggingarefnið sem er notað er á að geta nýst áfram og haldist í hringrásinni. Góð innivist er nauðsynleg og því var einnig markmið við hönnun veggjarins að forðast efni sem gætu innihaldið myglugró eða önnur skaðleg efni. Algeng dæmi um innveggi á Íslandi í dag eru gifsveggir á stál- eða timburgrind, hlaðnir veggir úr vikur- eða léttsteypu og timburveggir úr CLT eða timburgrind. Oft er erfitt að endurvinna slíka veggi, en gifs er erfitt að endurnota og endurvinna, og enginn farvegur fyrir það til í dag á Íslandi. Hlaðnir veggir eru múraðir og ekki auðveldir að endurnota, endurvinnsla er takmörkuð en þó möguleg. Timburveggi er hægt að endurnota en oft eru lím og önnur efni notuð í samsetningu veggjanna sem takmarka beina endurnotkun, endurvinnsla er möguleg. Úrgangastraumar á Íslandi voru kortlagðir meðal annars í gegnum samtöl við fyrirtæki með framleiðsluferli hér á landi og fyrirtæki sem meðhöndla úrgang. Í verkefninu voru forhannaðir þrír innveggir, einn úr úrgangspappaplötum, einn úr úrgangsgleri og einn úr úrgangssteypu. Það var Anders Vange, hjá Reykjavík Glass sem var samstarfsaðili verkefnisins við hönnun glerveggs, en Reykjavík Glass er í dag að endurvinna gler úr drykkjarumbúðum á ýmsa vegu. Sighvatur Lárusson hjá Circula var samstarfsaðili við hönnun pappaveggsins og Steypustöðin og Georosion, varðandi steypuvegginn. Niðurstöður verkefnisins eru núna aðgengilegar í tveimur skýrslum sem má finna hér, á heimasíðu Hringvangs. Hringvangur er vettvangur stofnaður sem hluti af Nordic Networks for Circular Construction (NNCC) verkefninu, sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ásamt Grænni byggð hafa umsjón með á Íslandi. Skýringarmynd varðandi framleiðsluferli fyrir endurnýtta steypukubba. Það er gríðarlega mikilvægt að henda ekki verðmætum efnum, heldur finna skynsamlega og góða farvegi fyrir alla efnisstrauma. Niðurstöður verkefnisins voru mjög áhugaverðar og lofandi fyrir næstu skref í markvissari framleiðslu og nýtingu á nýjum sveigjanlegum byggingareiningum úr úrgangs hráefni. Með slíkri nýtingu má draga verulega úr umhverfisáhrifum frá framleiðslu byggingarefna. Endurunnið gler og glerbræðslu má sjá á mynd 1 og á mynd 2 er skýringarmynd varðandi framleiðsluferli fyrir endurnýtta steypukubba. Perla Dís Kristinsdóttir, arkitekt Elín Þórólfsdóttir, arkitekt og umhverfis- og auðlindafræðingur Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir, arkitekt og umhverfissiðfræðingur Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, verkfræðingur
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun