Leið til aukinnar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 9. ágúst 2024 07:01 Á undanförnum árum hef ég fjallað mikið um húsnæðismál hér á landi og viðrað áhyggjur mínar af stöðunni til framtíðar ef ekkert yrði að gert. Þetta hef ég gert bæði sem sveitarstjórnarmaður á sínum tíma og nú sem þingmaður. Það er að afleiðingarnar af óbreyttri stöðu yrðu á endanum hátt fasteigna- og leiguverð sem leiða myndi að óbreyttu til aukins þrýstings á verðbólgu. Ég hef ætíð lagt mig fram um að fara yfir stöðuna líkt og hún blasir við mér, fjallað um tillögur til að bregðast við og koma í veg fyrir þá mynd sem ég teikna upp hér að ofan. Fyrir það hef ég oft fengið gagnrýni, talinn vera of svartsýnn og draga fram of dökka mynd af stöðunni. Staðreyndin er hins vegar sú að staðan virðist því miður vera að teiknast upp eins og ég hef óttast þrátt fyrir margar góðar og öflugar aðgerðir af hálfu hins opinbera. Þær leysa þetta hins vegar ekki einar og sér. Seðlabankinn þarf að lækka vexti Ríkisstjórnin hefur komið að mikilvægum aðgerðum sem snúa að kröftugri húsnæðisuppbyggingu sem gagnast þeim sem eru eignalitlir og tekjulágir og hafa því átt erfitt með að koma sér þaki yfir höfuðið á undanförnum árum. Hér er um að ræða aðgerðir sem eru bæði raunverulegar og skynsamlegar. Einnig tel ég brýnt að lífeyrissjóðir nýti sér þá auknu heimild sem Alþingi veitti þeim í sumar og mun auðvelda þeim að fjárfesta í leigufélögum. Það mun styðja okkur í því verkefni að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk sem það kýs. Almenni markaðurinn þarf þó einnig að koma með því staðreyndin er sú að við erum að byggja of lítið. Við höfum þó enn tækifæri til að bregðast við, en til þess þarf að hafa hraðar hendur og láta verkin tala. Stærsta áskorun samfélagsins í húsnæðismálum á komandi árum snýr að því að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði og skapa umhverfi svo fýsilegt sé fyrir framkvæmdaaðila á almennum markaði að byggja húsnæði. Við vorum á réttri leið, en það hefur komið bakslag á síðustu árum og það má helst rekja til skorts á lóðum á nýjum svæðum, hárra vaxta og hertra lánþegaskilyrða. Með öðrum orðum; það vantar lóðir, lánsfjármagn er dýrt sem hefur letjandi áhrif á framkvæmdaaðila og fólki hefur verið gert erfiðara um vik að komast í gegnum greiðslumat vegna hertra lánþegaskilyrða. Í raun má einfalda þetta mjög og segja að það sé dýrt að byggja og erfitt að selja. Það er eitraður kokteill í núverandi ástandi þar sem nauðsynlegt er að byggja til að anna þeirri eftirspurn sem til staðar er og verður og til að ná tökum á verðbólgunni til framtíðar. Seðlabankinn þarf því að lækka stýrivexti og losa um lánþegaskilyrði með skynsamlegum hætti. Fjölgun lóða með endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins Mér verður æ oftar hugsað til þeirra orða sem seðlabankastjóri lét hafa eftir sér á vaxtaákvörðunarfundi bankans í maí 2021 og segja má að hann hafi svo ítrekað aftur á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í apríl 2024, tæpum þremur árum síðar. Þar sagði hann ákvörðun Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að byggja ekki íbúðir og ný hverfi á nýju landi væri meðal annars ástæða þess að fasteignaverð hafi hækkað. Sum sveitarfélög hafa einfaldlega ekki það svigrúm að brjóta nýtt land, því það er ekki til staðar innan þeirra vaxtamarka sem svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins segir til um og samþykkt var árið 2015. Sveitarfélög þurfa að hafa svigrúm og getu til að brjóta nýtt land og byggja, samhliða því að þétta byggð. Nú þurfum við öll að taka höndum saman, því með samhentu átaki er hægt að koma í veg fyrir þá sviðsmynd sem ég hef ítrekað haldið á lofti að aukinn skortur og samdráttur í uppbyggingu húsnæðis fyrir fólk muni koma í bakið á okkur með miklum áhrifum á fasteigna- og leiguverð. Það er því afar brýnt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taki svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til endurskoðunar án kollvörpunar á þeirri hugmyndafræði sem þar býr að baki. Tíminn hefur einfaldlega liðið frá samþykkt þess og forsendur hafa breyst. Með þessari einföldu aðgerð, endurskoðun svæðisskipulagsins, er hægt að fjölga lóðum og byggja ný hverfi. Sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu verða öll að hafa svigrúm og getu til að taka þátt í þeirri nauðsynlegu uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sem þörf er á. Um það hljótum við að vera sammála. Þann 14. ágúst kl. 17:00 Húsnæði er ein af grunnþörfum fólks og hefur áhrif á allt okkar daglega líf, allt frá andlegri heilsu til efnahagslegs stöðugleika og aukinnar samheldni í samfélaginu. Það er því óumflýjanlegt að staðan á húsnæðismarkaði verði áfram eitt af okkar stærstu viðfangsefnum næstu mánuði. Sjálfur hef ég nýtt sumarið vel og undirbúið viðburð síðustu vikur sem fram fer í Bæjarbíói þann 14. ágúst næstkomandi. Þar ætla ég að fjalla um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu, þær áskoranir og þau tækifæri sem til staðar eru og áhrif þeirra á íslenskt efnahagslíf til lengri og skemmri tíma. Til mín koma öflugir frummælendur úr ýmsum áttum samfélagsins sem við fylgjum svo eftir með pallborðsumræðum í kjölfarið. Það þarf samstöðu og sameiginlegan skilning til að leysa úr því stóra samfélagsverkefni sem við stöndum frammi fyrir. Ég hef trú á að það sé hægt. Viðburðurinn er öllum opinn og ég vonast til að sjá sem flest. Höfundur er þingmaður og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Seðlabankinn Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hef ég fjallað mikið um húsnæðismál hér á landi og viðrað áhyggjur mínar af stöðunni til framtíðar ef ekkert yrði að gert. Þetta hef ég gert bæði sem sveitarstjórnarmaður á sínum tíma og nú sem þingmaður. Það er að afleiðingarnar af óbreyttri stöðu yrðu á endanum hátt fasteigna- og leiguverð sem leiða myndi að óbreyttu til aukins þrýstings á verðbólgu. Ég hef ætíð lagt mig fram um að fara yfir stöðuna líkt og hún blasir við mér, fjallað um tillögur til að bregðast við og koma í veg fyrir þá mynd sem ég teikna upp hér að ofan. Fyrir það hef ég oft fengið gagnrýni, talinn vera of svartsýnn og draga fram of dökka mynd af stöðunni. Staðreyndin er hins vegar sú að staðan virðist því miður vera að teiknast upp eins og ég hef óttast þrátt fyrir margar góðar og öflugar aðgerðir af hálfu hins opinbera. Þær leysa þetta hins vegar ekki einar og sér. Seðlabankinn þarf að lækka vexti Ríkisstjórnin hefur komið að mikilvægum aðgerðum sem snúa að kröftugri húsnæðisuppbyggingu sem gagnast þeim sem eru eignalitlir og tekjulágir og hafa því átt erfitt með að koma sér þaki yfir höfuðið á undanförnum árum. Hér er um að ræða aðgerðir sem eru bæði raunverulegar og skynsamlegar. Einnig tel ég brýnt að lífeyrissjóðir nýti sér þá auknu heimild sem Alþingi veitti þeim í sumar og mun auðvelda þeim að fjárfesta í leigufélögum. Það mun styðja okkur í því verkefni að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk sem það kýs. Almenni markaðurinn þarf þó einnig að koma með því staðreyndin er sú að við erum að byggja of lítið. Við höfum þó enn tækifæri til að bregðast við, en til þess þarf að hafa hraðar hendur og láta verkin tala. Stærsta áskorun samfélagsins í húsnæðismálum á komandi árum snýr að því að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði og skapa umhverfi svo fýsilegt sé fyrir framkvæmdaaðila á almennum markaði að byggja húsnæði. Við vorum á réttri leið, en það hefur komið bakslag á síðustu árum og það má helst rekja til skorts á lóðum á nýjum svæðum, hárra vaxta og hertra lánþegaskilyrða. Með öðrum orðum; það vantar lóðir, lánsfjármagn er dýrt sem hefur letjandi áhrif á framkvæmdaaðila og fólki hefur verið gert erfiðara um vik að komast í gegnum greiðslumat vegna hertra lánþegaskilyrða. Í raun má einfalda þetta mjög og segja að það sé dýrt að byggja og erfitt að selja. Það er eitraður kokteill í núverandi ástandi þar sem nauðsynlegt er að byggja til að anna þeirri eftirspurn sem til staðar er og verður og til að ná tökum á verðbólgunni til framtíðar. Seðlabankinn þarf því að lækka stýrivexti og losa um lánþegaskilyrði með skynsamlegum hætti. Fjölgun lóða með endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins Mér verður æ oftar hugsað til þeirra orða sem seðlabankastjóri lét hafa eftir sér á vaxtaákvörðunarfundi bankans í maí 2021 og segja má að hann hafi svo ítrekað aftur á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í apríl 2024, tæpum þremur árum síðar. Þar sagði hann ákvörðun Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að byggja ekki íbúðir og ný hverfi á nýju landi væri meðal annars ástæða þess að fasteignaverð hafi hækkað. Sum sveitarfélög hafa einfaldlega ekki það svigrúm að brjóta nýtt land, því það er ekki til staðar innan þeirra vaxtamarka sem svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins segir til um og samþykkt var árið 2015. Sveitarfélög þurfa að hafa svigrúm og getu til að brjóta nýtt land og byggja, samhliða því að þétta byggð. Nú þurfum við öll að taka höndum saman, því með samhentu átaki er hægt að koma í veg fyrir þá sviðsmynd sem ég hef ítrekað haldið á lofti að aukinn skortur og samdráttur í uppbyggingu húsnæðis fyrir fólk muni koma í bakið á okkur með miklum áhrifum á fasteigna- og leiguverð. Það er því afar brýnt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taki svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til endurskoðunar án kollvörpunar á þeirri hugmyndafræði sem þar býr að baki. Tíminn hefur einfaldlega liðið frá samþykkt þess og forsendur hafa breyst. Með þessari einföldu aðgerð, endurskoðun svæðisskipulagsins, er hægt að fjölga lóðum og byggja ný hverfi. Sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu verða öll að hafa svigrúm og getu til að taka þátt í þeirri nauðsynlegu uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sem þörf er á. Um það hljótum við að vera sammála. Þann 14. ágúst kl. 17:00 Húsnæði er ein af grunnþörfum fólks og hefur áhrif á allt okkar daglega líf, allt frá andlegri heilsu til efnahagslegs stöðugleika og aukinnar samheldni í samfélaginu. Það er því óumflýjanlegt að staðan á húsnæðismarkaði verði áfram eitt af okkar stærstu viðfangsefnum næstu mánuði. Sjálfur hef ég nýtt sumarið vel og undirbúið viðburð síðustu vikur sem fram fer í Bæjarbíói þann 14. ágúst næstkomandi. Þar ætla ég að fjalla um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu, þær áskoranir og þau tækifæri sem til staðar eru og áhrif þeirra á íslenskt efnahagslíf til lengri og skemmri tíma. Til mín koma öflugir frummælendur úr ýmsum áttum samfélagsins sem við fylgjum svo eftir með pallborðsumræðum í kjölfarið. Það þarf samstöðu og sameiginlegan skilning til að leysa úr því stóra samfélagsverkefni sem við stöndum frammi fyrir. Ég hef trú á að það sé hægt. Viðburðurinn er öllum opinn og ég vonast til að sjá sem flest. Höfundur er þingmaður og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun