Erum við að gleyma okkur? Yousef Ingi Tamimi skrifar 8. ágúst 2024 10:30 En það er auðvelt að sofna á verðinum þegar ástandið er langvarandi. Ísrael hefur beitt gegndarlausum árásum geg Palestínu í 10 mánuði, árásir sem virðast engan endi ætla að taka. Þrátt fyrir þessar stöðugu og daglegu árásir, þá er staðreyndin sú að vestræni heimurinn, þar með talið Ísland, er að gleyma sér. Við viljum halda í okkar daglega, einfalda og þægilega líf og ekki horfa upp á þær hörmulegu aðgerðir Ísraels gegn Palestínu. Við sem höfum verið framarlega í baráttunni höfum tekið eftir fækkun á mótmælum, minnkandi áhuga landsmanna, en einnig hvernig fréttamiðlar hafa dregið úr umfjöllun af svæðinu. Þegar litið er yfir fjölda frétta frá Palestínu síðan í október þá hafa þær farið fækkandi. Yfirleitt fækkar fréttum þar sem ekkert fréttnæmt á sér stað á svæðinu en aðrar ástæður liggja á bak við fækkun frétta frá Gaza. Í fyrsta lagi hafa Ísraelsmenn drepið yfir 113 fréttamenn á svæðinu sem hefðu getað veitt okkur innsýn í árásirnar frá fyrstu hendi. Í öðru lagi hefur Ísrael bannað fjölmiðlum aðgang að svæðinu nema í einstaka tilfellum, og þá á ferð með ísraelskum hermönnum undir mikilli ritskoðun. Í þriðja lagi hafa fjölmiðlar misst áhugann á málefninu. Í skjóli skertrar fjölmiðlaumfjöllunar og þar af leiðandi skerðingar fjórða valdsins, hefur Ísrael haldið áfram árásum sínum á Palestínu í skjóli fjölmiðlamyrkurs. Það veldur því að Ísrael getur haldið áfram að fremja þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir, drepið börn og fullorðna, og eyðilagt innviði án þess að það sé skrásett eða að hægt sé að draga gerendur til ábyrgðar. Ísrael líður nefnilega best í myrkrinu, enda hefur Ísrael staðið í stórræðum við að drepa blaðamenn. Ísrael hefur að jafnaði drepið um 1 blaðamann á ári undanfarin ár, þar til nú síðustu 10 mánuði þegar Ísrael hefur drepið að minnsta kosti 113 fréttamenn. Það er augljóst að þeirra markmið eru skýr. Palestína á ekki að vera til. Ísrael hefur einbeitt sér að uppbyggingu landránsbyggða í Palestínu án neinna afleiðinga frá vestrænum ríkjum, og með því stolið landi af Palestínu. Ísrael hefur samþykkt lög sem neita tilvist Palestínu og Ísrael stundar nú virkar þjóðernishreinsanir á Gaza. Ísrael hefur engan áhuga á friði við Palestínu – Ísrael vill reyna að endurheimta gamlan draum um Stór-Ísrael; Palestínu og sögulega Palestínu (núverandi Ísrael) án Palestínufólksins. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í að upplýsa almenning og því er mikilvægt að gleyma ekki að fjalla um ástandið í Palestínu. Ef umfjöllun dregst saman, getur það leitt til minnkandi meðvitundar og skorts á aðgerðum frá stjórnvöldum og alþjóðastofnunum. Þetta skapar hættu á að glæpir séu ekki rannsakaðir og afbrotamenn verði ekki dregnir til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot. Regluleg umfjöllun er einnig nauðsynleg til að vinna gegn rangfærslum og falsfréttum sem geta auðveldlega breiðst út í skorti á nákvæmri og áreiðanlegri umfjöllun. Mikilvægt er að fjölmiðlar haldi áfram fréttaflutningi og rannsóknarblaðamennsku á svæðinu og reyni að fylla upp í það fréttagap sem myndast hefur vegna útrýmingu Ísraels á fréttafólki. Fjölmiðlar gegna einnig mikilvægu hlutverk við að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og stuðningi við friðarviðræður, auk þess að varðveita sögulegt samhengi og minnast fórnarlamba. Þegar fjölmiðlar viðhalda umfjöllun sinni, aukast líkurnar á að pólitískir leiðtogar bregðist við og leiti lausna. Með því að halda áfram að fjalla um og veita innsýn í ástandið, stuðla fjölmiðlar að meiri menningarlegum og félagslegum skilningi, sem er grundvöllur fyrir aukna samkennd og mannúðarstefnu í alþjóðasamskiptum. Við verðum að sameinast um að halda áfram að birta sögur og sannleikann frá Palestínu. Þetta er ekki aðeins spurning um að upplýsa heldur einnig að tryggja að mannréttindi séu virt og að réttlæti verði sótt fyrir þá sem hafa þjáðst vegna átaka. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð og við verðum að hvetja þá til að halda áfram sinni mikilvægu vinnu. Aðeins með áframhaldandi umfjöllun getum við sett þrýsting á ríkisstjórnir til að taka ábyrgð og tryggja að Palestína verði frjáls. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
En það er auðvelt að sofna á verðinum þegar ástandið er langvarandi. Ísrael hefur beitt gegndarlausum árásum geg Palestínu í 10 mánuði, árásir sem virðast engan endi ætla að taka. Þrátt fyrir þessar stöðugu og daglegu árásir, þá er staðreyndin sú að vestræni heimurinn, þar með talið Ísland, er að gleyma sér. Við viljum halda í okkar daglega, einfalda og þægilega líf og ekki horfa upp á þær hörmulegu aðgerðir Ísraels gegn Palestínu. Við sem höfum verið framarlega í baráttunni höfum tekið eftir fækkun á mótmælum, minnkandi áhuga landsmanna, en einnig hvernig fréttamiðlar hafa dregið úr umfjöllun af svæðinu. Þegar litið er yfir fjölda frétta frá Palestínu síðan í október þá hafa þær farið fækkandi. Yfirleitt fækkar fréttum þar sem ekkert fréttnæmt á sér stað á svæðinu en aðrar ástæður liggja á bak við fækkun frétta frá Gaza. Í fyrsta lagi hafa Ísraelsmenn drepið yfir 113 fréttamenn á svæðinu sem hefðu getað veitt okkur innsýn í árásirnar frá fyrstu hendi. Í öðru lagi hefur Ísrael bannað fjölmiðlum aðgang að svæðinu nema í einstaka tilfellum, og þá á ferð með ísraelskum hermönnum undir mikilli ritskoðun. Í þriðja lagi hafa fjölmiðlar misst áhugann á málefninu. Í skjóli skertrar fjölmiðlaumfjöllunar og þar af leiðandi skerðingar fjórða valdsins, hefur Ísrael haldið áfram árásum sínum á Palestínu í skjóli fjölmiðlamyrkurs. Það veldur því að Ísrael getur haldið áfram að fremja þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir, drepið börn og fullorðna, og eyðilagt innviði án þess að það sé skrásett eða að hægt sé að draga gerendur til ábyrgðar. Ísrael líður nefnilega best í myrkrinu, enda hefur Ísrael staðið í stórræðum við að drepa blaðamenn. Ísrael hefur að jafnaði drepið um 1 blaðamann á ári undanfarin ár, þar til nú síðustu 10 mánuði þegar Ísrael hefur drepið að minnsta kosti 113 fréttamenn. Það er augljóst að þeirra markmið eru skýr. Palestína á ekki að vera til. Ísrael hefur einbeitt sér að uppbyggingu landránsbyggða í Palestínu án neinna afleiðinga frá vestrænum ríkjum, og með því stolið landi af Palestínu. Ísrael hefur samþykkt lög sem neita tilvist Palestínu og Ísrael stundar nú virkar þjóðernishreinsanir á Gaza. Ísrael hefur engan áhuga á friði við Palestínu – Ísrael vill reyna að endurheimta gamlan draum um Stór-Ísrael; Palestínu og sögulega Palestínu (núverandi Ísrael) án Palestínufólksins. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í að upplýsa almenning og því er mikilvægt að gleyma ekki að fjalla um ástandið í Palestínu. Ef umfjöllun dregst saman, getur það leitt til minnkandi meðvitundar og skorts á aðgerðum frá stjórnvöldum og alþjóðastofnunum. Þetta skapar hættu á að glæpir séu ekki rannsakaðir og afbrotamenn verði ekki dregnir til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot. Regluleg umfjöllun er einnig nauðsynleg til að vinna gegn rangfærslum og falsfréttum sem geta auðveldlega breiðst út í skorti á nákvæmri og áreiðanlegri umfjöllun. Mikilvægt er að fjölmiðlar haldi áfram fréttaflutningi og rannsóknarblaðamennsku á svæðinu og reyni að fylla upp í það fréttagap sem myndast hefur vegna útrýmingu Ísraels á fréttafólki. Fjölmiðlar gegna einnig mikilvægu hlutverk við að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og stuðningi við friðarviðræður, auk þess að varðveita sögulegt samhengi og minnast fórnarlamba. Þegar fjölmiðlar viðhalda umfjöllun sinni, aukast líkurnar á að pólitískir leiðtogar bregðist við og leiti lausna. Með því að halda áfram að fjalla um og veita innsýn í ástandið, stuðla fjölmiðlar að meiri menningarlegum og félagslegum skilningi, sem er grundvöllur fyrir aukna samkennd og mannúðarstefnu í alþjóðasamskiptum. Við verðum að sameinast um að halda áfram að birta sögur og sannleikann frá Palestínu. Þetta er ekki aðeins spurning um að upplýsa heldur einnig að tryggja að mannréttindi séu virt og að réttlæti verði sótt fyrir þá sem hafa þjáðst vegna átaka. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð og við verðum að hvetja þá til að halda áfram sinni mikilvægu vinnu. Aðeins með áframhaldandi umfjöllun getum við sett þrýsting á ríkisstjórnir til að taka ábyrgð og tryggja að Palestína verði frjáls. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun