Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. ágúst 2024 21:33 Ásta Guðrún Helgadóttir í Vín ásamt fjölskyldu sinni en þau ætluðu tónleika Taylor Swift á morgun. Ásta/Getty Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. Í dag voru tveir handteknir vegna gruns um fyrirhugaðarárásir í borginni. Franz Ruf, yfirmaður öryggismála í Austurríki, hefur sagt annan hinna grunuðu vera nítján ára Austurrískan ríkisborgara sem hafi svarið Íslamska ríkinu hollustu sína. Minna er vitað um hinn manninn sem var handtekinn. Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður, er stödd í Vín ásamt fjölskyldu sinni en þau höfðu ætlað á fyrstu tónleikana á morgun. Hún segir fregnirnar mikið áfall, en henni skylst að 65 þúsund manns hafi ætlað að fara á hverja tónleika og þar að auki mætir yfirleitt fjöldi fólks fyrir utan tónleika Swift. „Við fjölskyldan erum búin að vera að plana þetta síðan í apríl eða maí á síðasta ári, að koma hérna saman,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. „Við vorum bara að perla vinabönd eins og Switur eru búnar að vera gera um allan heim fyrir svona tónleika. Þá kemur maðurinn minn og segir „Eruð þið búin að heyra fréttirnar? Það er búið að aflýsa tónleikunum.““ Ásta og fjölskylda voru að gera vinabönd þegar þau fengu fréttirnar.Ásta Ásta segir að þau hafi fylgst með fréttum í dag af handtökunum en síðan bárust fregnir af aflýsingunni í kvöld. Vegna þess voru þau búin að fara yfir ákveðnar öryggisráðstafanir. „Það er líklega best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt. Þetta er auðvitað hluti af svona hryðjuverkaógn að skemma fyrir þeim sem ætluðu að hafa gaman og vera glöð. En þetta er alveg rétt ákvörðun, en við erum ekki hamingjusöm með hana. Þetta er aðallega spurning um að öll séu örugg.“ Þau hafa fengið skeyti um að miðarnir á tónleikana verði endurgreiddir. „Við vorum búin að plana allt okkar sumarfrí í kringum þetta. Þetta er mikið sjokk og það er enginn ánægður, en við tökum þessu með íslenskri stóískri ró.“ Austurríki Tónlist Íslendingar erlendis Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Í dag voru tveir handteknir vegna gruns um fyrirhugaðarárásir í borginni. Franz Ruf, yfirmaður öryggismála í Austurríki, hefur sagt annan hinna grunuðu vera nítján ára Austurrískan ríkisborgara sem hafi svarið Íslamska ríkinu hollustu sína. Minna er vitað um hinn manninn sem var handtekinn. Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður, er stödd í Vín ásamt fjölskyldu sinni en þau höfðu ætlað á fyrstu tónleikana á morgun. Hún segir fregnirnar mikið áfall, en henni skylst að 65 þúsund manns hafi ætlað að fara á hverja tónleika og þar að auki mætir yfirleitt fjöldi fólks fyrir utan tónleika Swift. „Við fjölskyldan erum búin að vera að plana þetta síðan í apríl eða maí á síðasta ári, að koma hérna saman,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. „Við vorum bara að perla vinabönd eins og Switur eru búnar að vera gera um allan heim fyrir svona tónleika. Þá kemur maðurinn minn og segir „Eruð þið búin að heyra fréttirnar? Það er búið að aflýsa tónleikunum.““ Ásta og fjölskylda voru að gera vinabönd þegar þau fengu fréttirnar.Ásta Ásta segir að þau hafi fylgst með fréttum í dag af handtökunum en síðan bárust fregnir af aflýsingunni í kvöld. Vegna þess voru þau búin að fara yfir ákveðnar öryggisráðstafanir. „Það er líklega best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt. Þetta er auðvitað hluti af svona hryðjuverkaógn að skemma fyrir þeim sem ætluðu að hafa gaman og vera glöð. En þetta er alveg rétt ákvörðun, en við erum ekki hamingjusöm með hana. Þetta er aðallega spurning um að öll séu örugg.“ Þau hafa fengið skeyti um að miðarnir á tónleikana verði endurgreiddir. „Við vorum búin að plana allt okkar sumarfrí í kringum þetta. Þetta er mikið sjokk og það er enginn ánægður, en við tökum þessu með íslenskri stóískri ró.“
Austurríki Tónlist Íslendingar erlendis Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira