Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. ágúst 2024 21:33 Ásta Guðrún Helgadóttir í Vín ásamt fjölskyldu sinni en þau ætluðu tónleika Taylor Swift á morgun. Ásta/Getty Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. Í dag voru tveir handteknir vegna gruns um fyrirhugaðarárásir í borginni. Franz Ruf, yfirmaður öryggismála í Austurríki, hefur sagt annan hinna grunuðu vera nítján ára Austurrískan ríkisborgara sem hafi svarið Íslamska ríkinu hollustu sína. Minna er vitað um hinn manninn sem var handtekinn. Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður, er stödd í Vín ásamt fjölskyldu sinni en þau höfðu ætlað á fyrstu tónleikana á morgun. Hún segir fregnirnar mikið áfall, en henni skylst að 65 þúsund manns hafi ætlað að fara á hverja tónleika og þar að auki mætir yfirleitt fjöldi fólks fyrir utan tónleika Swift. „Við fjölskyldan erum búin að vera að plana þetta síðan í apríl eða maí á síðasta ári, að koma hérna saman,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. „Við vorum bara að perla vinabönd eins og Switur eru búnar að vera gera um allan heim fyrir svona tónleika. Þá kemur maðurinn minn og segir „Eruð þið búin að heyra fréttirnar? Það er búið að aflýsa tónleikunum.““ Ásta og fjölskylda voru að gera vinabönd þegar þau fengu fréttirnar.Ásta Ásta segir að þau hafi fylgst með fréttum í dag af handtökunum en síðan bárust fregnir af aflýsingunni í kvöld. Vegna þess voru þau búin að fara yfir ákveðnar öryggisráðstafanir. „Það er líklega best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt. Þetta er auðvitað hluti af svona hryðjuverkaógn að skemma fyrir þeim sem ætluðu að hafa gaman og vera glöð. En þetta er alveg rétt ákvörðun, en við erum ekki hamingjusöm með hana. Þetta er aðallega spurning um að öll séu örugg.“ Þau hafa fengið skeyti um að miðarnir á tónleikana verði endurgreiddir. „Við vorum búin að plana allt okkar sumarfrí í kringum þetta. Þetta er mikið sjokk og það er enginn ánægður, en við tökum þessu með íslenskri stóískri ró.“ Austurríki Tónlist Íslendingar erlendis Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Í dag voru tveir handteknir vegna gruns um fyrirhugaðarárásir í borginni. Franz Ruf, yfirmaður öryggismála í Austurríki, hefur sagt annan hinna grunuðu vera nítján ára Austurrískan ríkisborgara sem hafi svarið Íslamska ríkinu hollustu sína. Minna er vitað um hinn manninn sem var handtekinn. Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður, er stödd í Vín ásamt fjölskyldu sinni en þau höfðu ætlað á fyrstu tónleikana á morgun. Hún segir fregnirnar mikið áfall, en henni skylst að 65 þúsund manns hafi ætlað að fara á hverja tónleika og þar að auki mætir yfirleitt fjöldi fólks fyrir utan tónleika Swift. „Við fjölskyldan erum búin að vera að plana þetta síðan í apríl eða maí á síðasta ári, að koma hérna saman,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. „Við vorum bara að perla vinabönd eins og Switur eru búnar að vera gera um allan heim fyrir svona tónleika. Þá kemur maðurinn minn og segir „Eruð þið búin að heyra fréttirnar? Það er búið að aflýsa tónleikunum.““ Ásta og fjölskylda voru að gera vinabönd þegar þau fengu fréttirnar.Ásta Ásta segir að þau hafi fylgst með fréttum í dag af handtökunum en síðan bárust fregnir af aflýsingunni í kvöld. Vegna þess voru þau búin að fara yfir ákveðnar öryggisráðstafanir. „Það er líklega best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt. Þetta er auðvitað hluti af svona hryðjuverkaógn að skemma fyrir þeim sem ætluðu að hafa gaman og vera glöð. En þetta er alveg rétt ákvörðun, en við erum ekki hamingjusöm með hana. Þetta er aðallega spurning um að öll séu örugg.“ Þau hafa fengið skeyti um að miðarnir á tónleikana verði endurgreiddir. „Við vorum búin að plana allt okkar sumarfrí í kringum þetta. Þetta er mikið sjokk og það er enginn ánægður, en við tökum þessu með íslenskri stóískri ró.“
Austurríki Tónlist Íslendingar erlendis Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira