Mannúð Þorsteinn Siglaugsson skrifar 7. ágúst 2024 12:01 "There is a crack, a crack in everything. That's how the light gets in." Leonard Cohen, Anthem "Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér." Matt. 25:40 Fyrir fáeinum dögum réðist Ísraelsher á barnaskóla á Gaza og myrti á á fjórða tug kvenna og barna. Í skólanum höfðu þúsundir komið sér fyrir í von um að halda lífi, enda barnaskólar og spítalar ekki lögmæt skotmörk í stríði. En lögmæti flækist ekki fyrir innrásarliðinu sem ítrekað hefur lýst tiltekin svæði örugg fyrir almenna borgara og svo varpað á þau sprengjum fyrirvaralaust. Tilgangurinn er að vega hermenn andstæðinganna, sem stundum dyljast meðal almennra borgara, og engu skiptir hversu mörgum saklausum lífum er fórnað til þess. Tilgangurinn helgar meðalið og virka innihaldsefnið í því meðali er takmarkalaus heift. En blessunarlega þurfa ekki öll palestínsk börn að lifa í stöðugum ótta um líf sitt. Fáeinum hefur tekist að komast úr landi, sumum jafnvel alla leið til Íslands. Þar á meðal er Yazan, ellefu ára alvarlega veikur drengur. Hér hefur hann fengið aðhlynningu og þá læknishjálp sem honum er nauðsynleg. Hann er á "öruggu" svæði, í landi þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið lögfestur og er virtur. Eða hvað? Nei, örugga svæðið er ekki öruggt eftir allt saman. Lögfesting Barnasáttmálans er þýðingarlaus, hún er orðin tóm. Drenginn á að senda úr landi, út í óvissuna, og samkvæmt nýjasta úrskurðinum eru ein helstu rökin gegn því að fylgja þekktu fordæmi í svipuðu máli einmitt þau að óvissa er um afdrif hans - hann á ekki vísan dauðdaga! Að baki liggur svo krafan um að hanga á þeirri heimild sem Dyflinnarreglugerðin veitir til að senda flóttafólk til baka til þess lands sem það ferðaðist í gegnum, sú heimild virðist túlkuð eins vítt og mögulegt er. Þegar horft er á þetta mál heildstætt er bersýnilegt að það snýst um siðferðilegt val, valið milli þess að sýna mannúð eða sýna ekki mannúð. En hvað er mannúð? Mannúð er að staldra við og rétta hungruðum betlara ölmusu - jafnvel þótt hann sé bara einn þúsundanna sem hungrar, að bjarga særðu dýri - vitandi að kvalafullur dauðdagi bíður hundruða annarra særðra dýra, að taka á móti veiku barni - einu af milljónum veikra barna. Mannúð snýst um undantekninguna, hún snýst um einstaklinginn. Mannúð snýst um að hafna þeirri kröfu að kröftunum eigi einungis að verja til að berjast fyrir draumaríkinu, draumaríki öreiganna, þjóðarinnar eða kynþáttarins - hinu fullkomna samfélagi. Mannúðin hafnar þeirri kenningu að fátækir geti sjálfum sér um kennt, að aðstoð við hina þurfandi trufli gangverk markaðarins eða hvetji til óábyrgrar hegðunar. Mannúð snýst líka stundum um að fylgja ekki lögum, að sjá í gegnum fingur sér, að láta sára þörf annarrar manneskju hafa forgang fram yfir blinda reglufestu. Hún snýst um að hafna þeirri hugmynd að undantekningin sé hættuleg. Mannúðin er nefnilega andstæða kröfunnar um fullkomleika. Hún er ófullkomleiki, hún er glufa, brestur, sprunga. Mannúðin er sprunga, en hún er sprungan sem hleypir birtunni inn, eins og segir í kvæði Leonards Cohen. Og meðan reglufestan nærist á hugleysinu krefst mannúðin hugrekkis til að taka ábyrgð sem manneskja. Nú á næstu dögum stendur til að leggja líf Yazans í hættu - þetta unga, stutta líf þessa þjáða barns. Á því er engin þörf. Það bíður enginn tjón af því að bjarga þessu barni. Það eina sem lýtur í lægra haldi er miskunnarleysið - andstæða mannúðarinnar, miskunnarleysið sem krefst þess að öllum glufum sé lokað, barið í alla bresti, sérhver sprunga fyllt - að tryggt sé með öllum ráðum að engin birta komist inn. Viljum við það? Eða höfum við hugrekki til að hafna miskunnarleysinu og sýna mannúð? Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
"There is a crack, a crack in everything. That's how the light gets in." Leonard Cohen, Anthem "Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér." Matt. 25:40 Fyrir fáeinum dögum réðist Ísraelsher á barnaskóla á Gaza og myrti á á fjórða tug kvenna og barna. Í skólanum höfðu þúsundir komið sér fyrir í von um að halda lífi, enda barnaskólar og spítalar ekki lögmæt skotmörk í stríði. En lögmæti flækist ekki fyrir innrásarliðinu sem ítrekað hefur lýst tiltekin svæði örugg fyrir almenna borgara og svo varpað á þau sprengjum fyrirvaralaust. Tilgangurinn er að vega hermenn andstæðinganna, sem stundum dyljast meðal almennra borgara, og engu skiptir hversu mörgum saklausum lífum er fórnað til þess. Tilgangurinn helgar meðalið og virka innihaldsefnið í því meðali er takmarkalaus heift. En blessunarlega þurfa ekki öll palestínsk börn að lifa í stöðugum ótta um líf sitt. Fáeinum hefur tekist að komast úr landi, sumum jafnvel alla leið til Íslands. Þar á meðal er Yazan, ellefu ára alvarlega veikur drengur. Hér hefur hann fengið aðhlynningu og þá læknishjálp sem honum er nauðsynleg. Hann er á "öruggu" svæði, í landi þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið lögfestur og er virtur. Eða hvað? Nei, örugga svæðið er ekki öruggt eftir allt saman. Lögfesting Barnasáttmálans er þýðingarlaus, hún er orðin tóm. Drenginn á að senda úr landi, út í óvissuna, og samkvæmt nýjasta úrskurðinum eru ein helstu rökin gegn því að fylgja þekktu fordæmi í svipuðu máli einmitt þau að óvissa er um afdrif hans - hann á ekki vísan dauðdaga! Að baki liggur svo krafan um að hanga á þeirri heimild sem Dyflinnarreglugerðin veitir til að senda flóttafólk til baka til þess lands sem það ferðaðist í gegnum, sú heimild virðist túlkuð eins vítt og mögulegt er. Þegar horft er á þetta mál heildstætt er bersýnilegt að það snýst um siðferðilegt val, valið milli þess að sýna mannúð eða sýna ekki mannúð. En hvað er mannúð? Mannúð er að staldra við og rétta hungruðum betlara ölmusu - jafnvel þótt hann sé bara einn þúsundanna sem hungrar, að bjarga særðu dýri - vitandi að kvalafullur dauðdagi bíður hundruða annarra særðra dýra, að taka á móti veiku barni - einu af milljónum veikra barna. Mannúð snýst um undantekninguna, hún snýst um einstaklinginn. Mannúð snýst um að hafna þeirri kröfu að kröftunum eigi einungis að verja til að berjast fyrir draumaríkinu, draumaríki öreiganna, þjóðarinnar eða kynþáttarins - hinu fullkomna samfélagi. Mannúðin hafnar þeirri kenningu að fátækir geti sjálfum sér um kennt, að aðstoð við hina þurfandi trufli gangverk markaðarins eða hvetji til óábyrgrar hegðunar. Mannúð snýst líka stundum um að fylgja ekki lögum, að sjá í gegnum fingur sér, að láta sára þörf annarrar manneskju hafa forgang fram yfir blinda reglufestu. Hún snýst um að hafna þeirri hugmynd að undantekningin sé hættuleg. Mannúðin er nefnilega andstæða kröfunnar um fullkomleika. Hún er ófullkomleiki, hún er glufa, brestur, sprunga. Mannúðin er sprunga, en hún er sprungan sem hleypir birtunni inn, eins og segir í kvæði Leonards Cohen. Og meðan reglufestan nærist á hugleysinu krefst mannúðin hugrekkis til að taka ábyrgð sem manneskja. Nú á næstu dögum stendur til að leggja líf Yazans í hættu - þetta unga, stutta líf þessa þjáða barns. Á því er engin þörf. Það bíður enginn tjón af því að bjarga þessu barni. Það eina sem lýtur í lægra haldi er miskunnarleysið - andstæða mannúðarinnar, miskunnarleysið sem krefst þess að öllum glufum sé lokað, barið í alla bresti, sérhver sprunga fyllt - að tryggt sé með öllum ráðum að engin birta komist inn. Viljum við það? Eða höfum við hugrekki til að hafna miskunnarleysinu og sýna mannúð? Höfundur er ráðgjafi.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun