Viðbúnaður aukinn vegna mögulegra átaka milli Íran og Ísrael Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2024 07:23 Menn bíða nú boðaðra hefndaraðgerða Íran og Hamas vegna drápsins á Haniyeh. AP/Vahid Salemi Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði með þjóðaröryggisráði landsins í gær vegna mögulegra hefndaraðgerða Íran gegn Ísrael. Viðbúnaður Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum hefur verið aukinn. Á fundinum var forsetinn meðal annars upplýstur um þau skref sem tekin hafa verið til stuðnings við Ísrael ef til árásar kemur en varnarmálaráðherrann Lloyd J. Austin sendi viðbótar herþotur og herskip á vettvang á föstudag. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, heimsótti eina af stjórnstöðum Ísraelshers í gær og fékk nýjustu upplýsingar um loftvarnir landsins. Hann sagði Ísraelsmenn þurfa að vera við öllu viðbúnir. Þá átti hann samtal við Austin um viðbrögð við mögulegri árás. Stjórnvöld í Íran hafa hótað hefndum eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Tehran í síðustu viku. Bæði þau og aðrir leiðtogar Hamas telja Ísraela hafa staðið að baki drápinu en stjórnvöld í Ísrael hafa ekki tjáð sig um málið. Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld í Bandaríkjunum komist að sömu niðurstöðu og Íran og Hamas. Stuðningsmenn Hezbollah hrópa slagorð og halda á myndum af Fouad Shukr.AP/Hussein Malla Ísraelar eiga einnig yfir höfði sér hefndarárás frá Líbanon, eftir að Fuad Shukr, einn af æðstu leiðtogum Hezbollah, var drepinn í árá Ísraels á dvalarstað hans í Beirút. Sú árás var hefnd fyrir dauða tólf barna sem létust í árás Hezbollah á þorp á Gólan-hæðum. Biden ræddi einnig við Abdullah Jórdaníukonung en Ayman Safadi, utanríkisráðherra Jórdaníu, ferðaðist til Tehran á sunnudag til að ræða við þarlenda kollega sína. Utanríkisráðherrar nokkurra Arabaríkja hyggjast funda í Sádi Arabíu á morgun, um aðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu. Það voru stjórnvöld í Íran sem óskuðu eftir fundinum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandaríska embættismenn vinna að því nótt og dag að draga úr spennu á svæðinu og líkum á stigmögnun átaka. „Stigmögnun er engum til hagsbóta,“ sagði hann í samtali við blaðamenn. Sergei K. Shoigu, ritari þjóðaröryggisráðs Rússlands og fyrrverandi varnarmálaráðherra, fundaði með forseta Íran í Tehran í gær og yfirmanni hersins sem undirbýr viðbragð Íran vegna aðgerða Ísrael. Samkvæmt írönskum miðlum sagði Shoigu Rússa reiðubúna til samstarfs. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Líbanon Jórdanía Bandaríkin Hernaður Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira
Á fundinum var forsetinn meðal annars upplýstur um þau skref sem tekin hafa verið til stuðnings við Ísrael ef til árásar kemur en varnarmálaráðherrann Lloyd J. Austin sendi viðbótar herþotur og herskip á vettvang á föstudag. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, heimsótti eina af stjórnstöðum Ísraelshers í gær og fékk nýjustu upplýsingar um loftvarnir landsins. Hann sagði Ísraelsmenn þurfa að vera við öllu viðbúnir. Þá átti hann samtal við Austin um viðbrögð við mögulegri árás. Stjórnvöld í Íran hafa hótað hefndum eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Tehran í síðustu viku. Bæði þau og aðrir leiðtogar Hamas telja Ísraela hafa staðið að baki drápinu en stjórnvöld í Ísrael hafa ekki tjáð sig um málið. Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld í Bandaríkjunum komist að sömu niðurstöðu og Íran og Hamas. Stuðningsmenn Hezbollah hrópa slagorð og halda á myndum af Fouad Shukr.AP/Hussein Malla Ísraelar eiga einnig yfir höfði sér hefndarárás frá Líbanon, eftir að Fuad Shukr, einn af æðstu leiðtogum Hezbollah, var drepinn í árá Ísraels á dvalarstað hans í Beirút. Sú árás var hefnd fyrir dauða tólf barna sem létust í árás Hezbollah á þorp á Gólan-hæðum. Biden ræddi einnig við Abdullah Jórdaníukonung en Ayman Safadi, utanríkisráðherra Jórdaníu, ferðaðist til Tehran á sunnudag til að ræða við þarlenda kollega sína. Utanríkisráðherrar nokkurra Arabaríkja hyggjast funda í Sádi Arabíu á morgun, um aðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu. Það voru stjórnvöld í Íran sem óskuðu eftir fundinum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandaríska embættismenn vinna að því nótt og dag að draga úr spennu á svæðinu og líkum á stigmögnun átaka. „Stigmögnun er engum til hagsbóta,“ sagði hann í samtali við blaðamenn. Sergei K. Shoigu, ritari þjóðaröryggisráðs Rússlands og fyrrverandi varnarmálaráðherra, fundaði með forseta Íran í Tehran í gær og yfirmanni hersins sem undirbýr viðbragð Íran vegna aðgerða Ísrael. Samkvæmt írönskum miðlum sagði Shoigu Rússa reiðubúna til samstarfs.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Líbanon Jórdanía Bandaríkin Hernaður Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira