Sigurinn var aldrei í hættu fyrir lærisveina Alfreðs Gíslasonar sem brunuðu fram úr strax í fyrri hálfleik og leiddu með níu mörkum þegar hann var flautaður af.
Slóvenum tókst aldrei að nálgast þá þýsku af neinu viti í seinni hálfleik og sjö marka sigur niðurstaðan.
Þýskaland tryggði sér þar með efsta sætið í A-riðli. Slóvenar enduðu í 2. sæti og eru einnig öruggir áfram í 8-liða úrslit.
Hver mótherji þeirra verður á eftir að koma í ljós en Frakkland, Ungverjaland og Noregur stefna öll á að fara upp úr B-riðlinum, lokaleikir þess riðils fara fram síðar í dag.