Hvetja vestræna borgara til að koma sér frá Líbanon Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2024 07:45 Árásir Ísraela á Gasa héldu áfram í nótt. Fjórir féllu þegar Ísraelar vörpuðu sprengjum á tjaldbúðir í Deir al Balah. Þá stakk Palestínumaður tvo eldri borgara til bana í árás í Tel Aviv. AP/Abdel Kareem Hana Bandarísk og fleiri vestræn stjórnvöld hafa gefið út viðvaranir til ríkisborgara sinna um að koma sér hið snarasta frá Líbanon af ótta við að stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs dreifist út. Spenna á milli Ísraels annars vegar og Íran og Líbanon hins vegar stigmagnast. Stjórnvöld í Teheran hafa hótað grimmilegum hefndum eftir að Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, var felldur þar á miðvikudag. Ísraelar hafa ekki gengist við drápinu en Íranir kenna þeim um það. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrr felldu Ísraelar Fuad Shukr, einn leiðtoga líbönsku Hezbollah-sveitanna í Beirút. Breska ríkisútvarpið BBC segir að líklegt sé talið að Hezbollah, sem er stutt af Írönum, gæti leikið lykilhlutverk í hefndaraðgerðunum sem aftur gæti kallað á harkaleg viðbrögð Ísraela. Vígamenn Hezbollah skutu eldflaugum á bæ í norðanverðu Ísrael í nótt en svo virðist sem að loftvarnarkerfi Ísraela hafi stöðvað þær. Senda liðsauka til svæðisins Nú vilja ýmis vestræn ríki að borgarar þeirra hafi sig á brott frá Líbanon áður en allt fer í bál og brand. Auk Bandaríkjastjórnar hafa stjórnvöld í Svíþjóð, Frakklandi, Kanada og Jórdaníu hvatt borgarar sína til að yfirgefa landið. Í viðvörun Bandaríkjastjórnar segir að þeir sem fari ekki frá Líbanon ættu að gera ráðstafanir til þess að halda kyrru fyrir um hríð. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að ástandið á svæðinu gæti versnað hratt. Bretar ætla að senda liðsaauka til þess að hjálpa til við brottflutning fólks frá Líbanon en stjórnvöld hvetja borgara sína til þess að koma sér burt á meðan áætlunarflugferðir eru enn í boði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að það ætlaði að senda fleiri herskip og orrustuþotur til þess að hjálpa til við að verja Ísrael fyrir árásum Írana og bandamanna þeirra. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Sjá meira
Stjórnvöld í Teheran hafa hótað grimmilegum hefndum eftir að Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, var felldur þar á miðvikudag. Ísraelar hafa ekki gengist við drápinu en Íranir kenna þeim um það. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrr felldu Ísraelar Fuad Shukr, einn leiðtoga líbönsku Hezbollah-sveitanna í Beirút. Breska ríkisútvarpið BBC segir að líklegt sé talið að Hezbollah, sem er stutt af Írönum, gæti leikið lykilhlutverk í hefndaraðgerðunum sem aftur gæti kallað á harkaleg viðbrögð Ísraela. Vígamenn Hezbollah skutu eldflaugum á bæ í norðanverðu Ísrael í nótt en svo virðist sem að loftvarnarkerfi Ísraela hafi stöðvað þær. Senda liðsauka til svæðisins Nú vilja ýmis vestræn ríki að borgarar þeirra hafi sig á brott frá Líbanon áður en allt fer í bál og brand. Auk Bandaríkjastjórnar hafa stjórnvöld í Svíþjóð, Frakklandi, Kanada og Jórdaníu hvatt borgarar sína til að yfirgefa landið. Í viðvörun Bandaríkjastjórnar segir að þeir sem fari ekki frá Líbanon ættu að gera ráðstafanir til þess að halda kyrru fyrir um hríð. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að ástandið á svæðinu gæti versnað hratt. Bretar ætla að senda liðsaauka til þess að hjálpa til við brottflutning fólks frá Líbanon en stjórnvöld hvetja borgara sína til þess að koma sér burt á meðan áætlunarflugferðir eru enn í boði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að það ætlaði að senda fleiri herskip og orrustuþotur til þess að hjálpa til við að verja Ísrael fyrir árásum Írana og bandamanna þeirra.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Sjá meira
Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59