Sjálfstæðisflokkurinn í „meiriháttar vandræðum“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. ágúst 2024 12:05 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stöðuna alvarlega í Valhöll. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn er í „meiriháttar vandræðum“ að sögn Eiríks Bergmanns prófessors í stjórnmálafræði. Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í fyrradag, nemur stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn 17,2 prósentum en hann hefur aldrei mælst minni. Eiríkur segir flokkinn á fallanda fæti í fylgi og að staðan hljóti að teljast alvarleg í Valhöll. Það hjálpi ekki að formaður flokksins njóti lítilla vinsælda meðal landsmanna. „Formaður Sjálfstæðisflokksins er langóvinsælasti ráðherra landsins og óvinsældir hans eru mun meiri heldur en Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft að þola áður,“ segir Eiríkur. Áfram dala Vinstri grænir Áfram heldur fylgi Vinstri grænna að dala en í niðurstöðum þjóðarpúls mælast þeir með 3,5 prósenta fylgi en það er hálfs prósentustigs minnkun frá fyrri könnun. Sósíalistar mælast með 4,7 prósenta fylgi sem dugar ekki fyrir þingmanni en er þó marktækt meira en Vinstri grænir. Samfylkingin mælist enn stærst flokka með 27,6 prósent fylgi en Miðflokkurinn með 14,6 prósent sem hefur þrefaldað fylgi sitt frá því í kosningunum 2021. Eiríkur segir þessar tölur vera til marks um að þreyta sé komin í stjórnarsamstarfið. Kosningabarátta í vændum Eiríkur bendir á að miðað við niðurstöður Þjóðarpúls væru Vinstri grænir í afar slæmri stöðu ef gengið yrði til kosninga í dag. „Stóru fréttirnar eru líka að Vinstri grænir eru að þurrkast út af þingi, mælast nú ítrekað undir þröskuldi. Það er flokkur í alvarlegri tilvistarhættu, gæti hreinlega þurrkast út. Sósíalistar mælast núna marktækt yfir Vinstri grænum. Það er munur sem hlýtur að vera mjög erfiður fyrir Vinstri græna sem teljast til kjarnaflokks í íslenskum stjórnmálum,“ segir hann. Aðspurður segir hann engan vita hvort ríkisstjórnin haldi út yfirstandandi kjörtímabil en að um leið og þing kemur saman eftir sumarfrí byrji upptaktur nýrrar kosningabaráttu. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Eiríkur segir flokkinn á fallanda fæti í fylgi og að staðan hljóti að teljast alvarleg í Valhöll. Það hjálpi ekki að formaður flokksins njóti lítilla vinsælda meðal landsmanna. „Formaður Sjálfstæðisflokksins er langóvinsælasti ráðherra landsins og óvinsældir hans eru mun meiri heldur en Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft að þola áður,“ segir Eiríkur. Áfram dala Vinstri grænir Áfram heldur fylgi Vinstri grænna að dala en í niðurstöðum þjóðarpúls mælast þeir með 3,5 prósenta fylgi en það er hálfs prósentustigs minnkun frá fyrri könnun. Sósíalistar mælast með 4,7 prósenta fylgi sem dugar ekki fyrir þingmanni en er þó marktækt meira en Vinstri grænir. Samfylkingin mælist enn stærst flokka með 27,6 prósent fylgi en Miðflokkurinn með 14,6 prósent sem hefur þrefaldað fylgi sitt frá því í kosningunum 2021. Eiríkur segir þessar tölur vera til marks um að þreyta sé komin í stjórnarsamstarfið. Kosningabarátta í vændum Eiríkur bendir á að miðað við niðurstöður Þjóðarpúls væru Vinstri grænir í afar slæmri stöðu ef gengið yrði til kosninga í dag. „Stóru fréttirnar eru líka að Vinstri grænir eru að þurrkast út af þingi, mælast nú ítrekað undir þröskuldi. Það er flokkur í alvarlegri tilvistarhættu, gæti hreinlega þurrkast út. Sósíalistar mælast núna marktækt yfir Vinstri grænum. Það er munur sem hlýtur að vera mjög erfiður fyrir Vinstri græna sem teljast til kjarnaflokks í íslenskum stjórnmálum,“ segir hann. Aðspurður segir hann engan vita hvort ríkisstjórnin haldi út yfirstandandi kjörtímabil en að um leið og þing kemur saman eftir sumarfrí byrji upptaktur nýrrar kosningabaráttu.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira