Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2024 08:26 Hægriöfgamenn hafa látið öllum illum látum eftir hnífstunguárásina í Southport í vikunni. Myndin er frá Hartlepool þar sem þeir kveiktu meðal annars í bílum. AP/Owen Humphreys/PA Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. Lögreglan í Norðymbralandi segir að lögreglumenn hafi staðið frammi fyrir alvarlegri ofbeldisógn í óeirðunum. Þrír þeirra voru fluttir á sjúkrahús vegna sára sinna, einn var útskrifaður fljótlega. Bjórdósum og múrsteinum var grýtt í lögreglumenn fyrir utan mosku og kveikt var í bílum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átta óeirðarseggir voru handteknir eftir að þeir fóru ránshendi um lögreglustöð og kveikt var í ráðgjafarmiðstöð við hliðina á henni. Lögregla rannsakar hver stóð fyrir óeirðunum. BBC segir að frá skrílnum hafi heyrst niðrandi hróp um múslima og slagorð til stuðnings hægriöfgasamtökunum Enska varnarbandalagsins (EDL). Lewis Atkinson, þingmaður Verkamannaflokksins í Sunderland, sagði að fáni nýnasistaarms EDL hafi sést í uppþotunum í gær. Til ofbeldisfullra óeirða hefur komið á nokkrum stöðum, þar á meðal í Southport, London og Manchester, í kjölfar falskra fullyrðinga um hnífstunguárásina í Southport á mánudag þar sem sautján ára piltur stakk fjölda barna með þeim afleiðingum að þrjár ungar stúlkur létust. Lygum hefur verið dreift um að árásarmaðurinn sé hælisleitandi og múslimi. Hann fæddist hins vegar í Cardiff í Wales. Dómari ákvað að heimila nafngreiningu á árásarmanninum til þess að stemma stigu við upplýsingafalsi þrátt fyrir að bresk lög banni almennt að nöfn sakborninga undir lögaldri séu gerð opinber. BBC segist vita um að minnsta kosti þrjátíu fyrirhugaða mótmælafundi á vegum hægriöfgamanna vít og breytt um Bretland um helgina, þar á meðal í Southport. Hnífaárás í Southport Bretland Tengdar fréttir Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55 Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Lögreglan í Norðymbralandi segir að lögreglumenn hafi staðið frammi fyrir alvarlegri ofbeldisógn í óeirðunum. Þrír þeirra voru fluttir á sjúkrahús vegna sára sinna, einn var útskrifaður fljótlega. Bjórdósum og múrsteinum var grýtt í lögreglumenn fyrir utan mosku og kveikt var í bílum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átta óeirðarseggir voru handteknir eftir að þeir fóru ránshendi um lögreglustöð og kveikt var í ráðgjafarmiðstöð við hliðina á henni. Lögregla rannsakar hver stóð fyrir óeirðunum. BBC segir að frá skrílnum hafi heyrst niðrandi hróp um múslima og slagorð til stuðnings hægriöfgasamtökunum Enska varnarbandalagsins (EDL). Lewis Atkinson, þingmaður Verkamannaflokksins í Sunderland, sagði að fáni nýnasistaarms EDL hafi sést í uppþotunum í gær. Til ofbeldisfullra óeirða hefur komið á nokkrum stöðum, þar á meðal í Southport, London og Manchester, í kjölfar falskra fullyrðinga um hnífstunguárásina í Southport á mánudag þar sem sautján ára piltur stakk fjölda barna með þeim afleiðingum að þrjár ungar stúlkur létust. Lygum hefur verið dreift um að árásarmaðurinn sé hælisleitandi og múslimi. Hann fæddist hins vegar í Cardiff í Wales. Dómari ákvað að heimila nafngreiningu á árásarmanninum til þess að stemma stigu við upplýsingafalsi þrátt fyrir að bresk lög banni almennt að nöfn sakborninga undir lögaldri séu gerð opinber. BBC segist vita um að minnsta kosti þrjátíu fyrirhugaða mótmælafundi á vegum hægriöfgamanna vít og breytt um Bretland um helgina, þar á meðal í Southport.
Hnífaárás í Southport Bretland Tengdar fréttir Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55 Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55
Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45