Ekki frekari þjáningar takk! Ragnar Schram skrifar 2. ágúst 2024 14:00 Börn eru ekki ábyrg fyrir þeim átökum og ófriði sem nú skekja löndin fyrir botni Miðjarðarhafs. Samt þjást þau vegna ástandsins og djúp sár hafa myndast á sálir barnanna – sem dýpka enn. Ekki þarf að tíunda um öll þau ungu saklausu líf sem hafa týnst í þessu brjálæði öllu. SOS Barnaþorpin sjá fyrir fjölda munaðarlausra og yfirgefinna barna í þessum löndum og mörg þeirra eiga íslenska SOS foreldra sem greiða framfærslu barnanna og umönnun. Við höfum þegar þurft að flytja tugi þeirra barna sem við berum ábyrgð á frá Gaza á öruggari stað á Vesturbakkanum. Enn sjáum við þó fyrir börnum á Gaza og munum gera áfram. Vaxandi ólga á svæðinu síðustu daga hefur aukið líkurnar á því að börnin okkar í Líbanon þurfi líka að yfirgefa heimili sín til að fara á öruggari stað. Og börnin okkar í Ísrael búa sig undir lengri dvöl í neyðarskýlum en þau eru vön. SOS Barnaþorpin í Palestínu, Ísrael og Líbanon vinna saman að velferð barnanna og hafa aukið útgjöld til sálfræði- og áfallahjálpar fyrir börn undanfarnar vikur og mánuði. Mörgum börnunum líður mjög illa og þurfa mikla hjálp. Í ljósi þessa vilja SOS Barnaþorpin ítreka yfirlýsingu samtakanna frá því í október á síðasta ári og biðla m.a. til íslenskra stjórnvalda að beita þeim áhrifum sem þau geta: „Hækkandi tala látinna og yfirvofandi mannúðarkrísa krefjast þess af öllum hlutaðeigandi aðilum að taka tafarlaust, skref í átt að því að vernda almenna borgara og ljúka þessu stríði. Ekkert réttlætir dráp, árásir og ofbeldi gegn almennum borgurum. SOS Barnaþorpin kalla eftir vopnahléi tafarlaust." Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Börn eru ekki ábyrg fyrir þeim átökum og ófriði sem nú skekja löndin fyrir botni Miðjarðarhafs. Samt þjást þau vegna ástandsins og djúp sár hafa myndast á sálir barnanna – sem dýpka enn. Ekki þarf að tíunda um öll þau ungu saklausu líf sem hafa týnst í þessu brjálæði öllu. SOS Barnaþorpin sjá fyrir fjölda munaðarlausra og yfirgefinna barna í þessum löndum og mörg þeirra eiga íslenska SOS foreldra sem greiða framfærslu barnanna og umönnun. Við höfum þegar þurft að flytja tugi þeirra barna sem við berum ábyrgð á frá Gaza á öruggari stað á Vesturbakkanum. Enn sjáum við þó fyrir börnum á Gaza og munum gera áfram. Vaxandi ólga á svæðinu síðustu daga hefur aukið líkurnar á því að börnin okkar í Líbanon þurfi líka að yfirgefa heimili sín til að fara á öruggari stað. Og börnin okkar í Ísrael búa sig undir lengri dvöl í neyðarskýlum en þau eru vön. SOS Barnaþorpin í Palestínu, Ísrael og Líbanon vinna saman að velferð barnanna og hafa aukið útgjöld til sálfræði- og áfallahjálpar fyrir börn undanfarnar vikur og mánuði. Mörgum börnunum líður mjög illa og þurfa mikla hjálp. Í ljósi þessa vilja SOS Barnaþorpin ítreka yfirlýsingu samtakanna frá því í október á síðasta ári og biðla m.a. til íslenskra stjórnvalda að beita þeim áhrifum sem þau geta: „Hækkandi tala látinna og yfirvofandi mannúðarkrísa krefjast þess af öllum hlutaðeigandi aðilum að taka tafarlaust, skref í átt að því að vernda almenna borgara og ljúka þessu stríði. Ekkert réttlætir dráp, árásir og ofbeldi gegn almennum borgurum. SOS Barnaþorpin kalla eftir vopnahléi tafarlaust." Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar