Lést af völdum sprengju sem var falin fyrir tveimur mánuðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. ágúst 2024 08:08 Útför Haniyeh fór fram í gær. AP/Vahid salemi Sprengjan sem varð Ismail Haniyeh að bana var smyglað inn á gestaíbúð þar sem hann dvaldi fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan. Hún var sett af stað úr fjarlægð þegar staðfesting fékkst á því að Haniyeh væri í íbúðinni. Frá þessu greinir New York Times og hefur eftir sjö heimildarmönnum, þeirra á meðal tveimur Írönum og bandarískum embættismanni. Gestaíbúðin er hluti af stærri byggingu sem kölluð er Neshat. Hún er staðsett í einu af fínni hverfum Tehran og er gætt af íranska byltingarverðinu. Sprengingin er sögð hafa skekið alla bygginguna og þá brotnuðu rúður auk þess sem hluti útveggjar hrundi. Haniye var látinn þegar komið var að og tilraunir til að bjarga lífverði hans báru ekki árangur. Breaking News: Ismail Haniyeh, the Hamas leader assassinated in Iran this week, was killed by a bomb smuggled into his guesthouse months ago, Middle Eastern officials said. https://t.co/O8sfQVjnNE— The New York Times (@nytimes) August 1, 2024 Haniyeh, sem var búsettur í Katar, hafði áður dvalið í íbúðinni en var að þessu sinni staddur í höfuðborginni til að vera viðstaddur innsetningarathöfn nýkjörins forseta. New York Times hefur eftir írönskum heimildarmönnum sínum að um sé að ræða verulegan álitshnekk fyrir öryggisþjónustur Íran og ekki síst byltingavörðin, sem notar bygginguna fyrir leynilega fundi og til að hýsa mikilvæga gesti á borð við Haniyeh. Aðrir heimildarmenn segja skipulagningu tilræðisins væntanlega hafa tekið mánuði og augljóst sé að vel hafi verið fylgst með byggingunni. Hamas og stjórnvöld í Íran segja Ísraela hafa staðið að baki drápinu á Haniyeh en Ísraelar hafa verið afar og undarlega þöglir um málið. David Barnea, yfirmaður Mossad, sagði hins vegar í janúar síðastliðnum að stofnunin myndi elta uppi alla leiðtoga Hamas í kjölfar árásanna 7. október 2023. Íran Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times og hefur eftir sjö heimildarmönnum, þeirra á meðal tveimur Írönum og bandarískum embættismanni. Gestaíbúðin er hluti af stærri byggingu sem kölluð er Neshat. Hún er staðsett í einu af fínni hverfum Tehran og er gætt af íranska byltingarverðinu. Sprengingin er sögð hafa skekið alla bygginguna og þá brotnuðu rúður auk þess sem hluti útveggjar hrundi. Haniye var látinn þegar komið var að og tilraunir til að bjarga lífverði hans báru ekki árangur. Breaking News: Ismail Haniyeh, the Hamas leader assassinated in Iran this week, was killed by a bomb smuggled into his guesthouse months ago, Middle Eastern officials said. https://t.co/O8sfQVjnNE— The New York Times (@nytimes) August 1, 2024 Haniyeh, sem var búsettur í Katar, hafði áður dvalið í íbúðinni en var að þessu sinni staddur í höfuðborginni til að vera viðstaddur innsetningarathöfn nýkjörins forseta. New York Times hefur eftir írönskum heimildarmönnum sínum að um sé að ræða verulegan álitshnekk fyrir öryggisþjónustur Íran og ekki síst byltingavörðin, sem notar bygginguna fyrir leynilega fundi og til að hýsa mikilvæga gesti á borð við Haniyeh. Aðrir heimildarmenn segja skipulagningu tilræðisins væntanlega hafa tekið mánuði og augljóst sé að vel hafi verið fylgst með byggingunni. Hamas og stjórnvöld í Íran segja Ísraela hafa staðið að baki drápinu á Haniyeh en Ísraelar hafa verið afar og undarlega þöglir um málið. David Barnea, yfirmaður Mossad, sagði hins vegar í janúar síðastliðnum að stofnunin myndi elta uppi alla leiðtoga Hamas í kjölfar árásanna 7. október 2023.
Íran Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira