Þjóðhátíð í Eyjum fagnar 150 ára afmæli Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 07:31 Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið fastur liður í menningarlífi Vestmannaeyinga síðan árið 1874. Þessi árlega hátíð, sem á rætur sínar að rekja til 1000 ára afmæli Íslands, er nú einn af helstu menningarviðburðum landsins og þúsundir Íslendingar sækja ár hvert. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið haldin í ágústmánuði síðan árið 1916, að undanskildu 2020 og 2021 vegna heimsfaraldursins. Í bók Brynleifs Tobíassonar, Þjóðhátíð 1874, má finna fallega lýsingu á hátíðarhöldunum. Fram kemur að Þjóðhátíð eyjaskeggia væri haldin í Herjólfsdal, þar sem Herjólfur, fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja, reisti sér bæ. Dalurinn, sem er á þrjá vegu luktur hamrafjöllum, 600-700 feta háum, er eins og náttúrulegt leiksvið fyrir hátíðina. Höfundur segir m.a.: ,,Hinn 2. ágúst 1874 voru saman komin í dalnum um 400 manns. Tjöld voru reist þar yfir vistum, fólk kom til að snæða og drekka kaffi, sumir tóku að dansa, en aðrir hófu söng, og sátu menn þar við góða skemmtun fram undir miðnætti. Veður var bjart og logn í dalnum, og fór hátíðin fram með góðri gleði og bestu reglu.” Frá þessum fyrstu hátíðarhöldum hefur Þjóðhátíð í Eyjum vaxið og dafnað og stendur hátíðin í þrjá daga og inniheldur fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af tónleikum, leiksýningum, íþróttaviðburðum og fjölskylduskemmtun. Brekkusöngurinn er einn af hápunktum hátíðarinnar en þá safnast Eyjamenn og gestir saman í söng og kveikja í bálkesti sem lýsir upp dalinn. Þjóðhátíðarlag er samið fyrir hverja hátíð og telja margir að það sé einn af lykilþáttunum í að skapa þjóðhátíðarstemmninguna. Hefðin skapaðist árið 1933 en þá orti Árni Guðmundsson úr Eyjum kvæðið Setjumst hér að sumbli og Oddgeir Kristjánsson samdi lag við textann. Oddgeir hélt svo áfram að semja þjóðhátíðarlögin nánast óslitið þar til að hann féll frá árið 1966 en þeir Árni í Eyjum, Ási í Bæ og Loftur Guðmundsson skiptust á að semja textana. Frá árinu 1969 hafa tæplega 50 manns komið að lagasmíðum og textaskrifum þjóðhátíðarlaganna. Þjóðhátíðarlagið fyrir árið 2024 heitir Töfrar og er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og Klöru Elíasdóttur, sungið af tónlistarkonunni Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur. Íþróttafélögin í Vestmannaeyjum hafa haft veg og vanda af hátíðinni. Árið 1916 fór fram fyrsta Þórsþjóðhátíðin og seinna meir fóru Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélagið Týr að halda hátíðina til skiptis. Týr á oddatölu og Þór á sléttri tölu. Eins og gefur að skilja, þá lögðu félögin mikinn metnað í að gera Þjóðhátíðina sem veglegasta og mikil samkeppni á milli þeirra. Í árslok 1996 voru Þór og Týr sameinuð í ÍBV og frá árinu 1997 hefur ÍBV staðið fyrir Þjóðhátíð í Herjólfsdal. Þúsundir sjálfboðaliða bera þjóðhátíðina uppi og eiga þeir allir miklar þakkir skildar. Þjóðhátíð í Eyjum er því ekki aðeins hátíð fyrir Eyjamenn, heldur fyrir allt Ísland. Hún er tákn um samstöðu og gleði, og minnir okkur á mikilvægi þess að halda í hefðirnar okkar og njóta þeirra saman. Með hverju ári styrkist þessi einstaka hátíð og heldur áfram að vera ljósið í menningarlífi Vestmannaeyja. Eins og fram kemur í Þjóðhátíðarlagi ársins: ,, Það eru töfrar inni í Herjólfsdal, ég skil hjartað alltaf eftir þar”. Þá efast ég ekki um að margir munu upplifa mikla töfra í Vestmannaeyjum núna um helgina. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Dögg Alfreðsdóttir Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið fastur liður í menningarlífi Vestmannaeyinga síðan árið 1874. Þessi árlega hátíð, sem á rætur sínar að rekja til 1000 ára afmæli Íslands, er nú einn af helstu menningarviðburðum landsins og þúsundir Íslendingar sækja ár hvert. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið haldin í ágústmánuði síðan árið 1916, að undanskildu 2020 og 2021 vegna heimsfaraldursins. Í bók Brynleifs Tobíassonar, Þjóðhátíð 1874, má finna fallega lýsingu á hátíðarhöldunum. Fram kemur að Þjóðhátíð eyjaskeggia væri haldin í Herjólfsdal, þar sem Herjólfur, fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja, reisti sér bæ. Dalurinn, sem er á þrjá vegu luktur hamrafjöllum, 600-700 feta háum, er eins og náttúrulegt leiksvið fyrir hátíðina. Höfundur segir m.a.: ,,Hinn 2. ágúst 1874 voru saman komin í dalnum um 400 manns. Tjöld voru reist þar yfir vistum, fólk kom til að snæða og drekka kaffi, sumir tóku að dansa, en aðrir hófu söng, og sátu menn þar við góða skemmtun fram undir miðnætti. Veður var bjart og logn í dalnum, og fór hátíðin fram með góðri gleði og bestu reglu.” Frá þessum fyrstu hátíðarhöldum hefur Þjóðhátíð í Eyjum vaxið og dafnað og stendur hátíðin í þrjá daga og inniheldur fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af tónleikum, leiksýningum, íþróttaviðburðum og fjölskylduskemmtun. Brekkusöngurinn er einn af hápunktum hátíðarinnar en þá safnast Eyjamenn og gestir saman í söng og kveikja í bálkesti sem lýsir upp dalinn. Þjóðhátíðarlag er samið fyrir hverja hátíð og telja margir að það sé einn af lykilþáttunum í að skapa þjóðhátíðarstemmninguna. Hefðin skapaðist árið 1933 en þá orti Árni Guðmundsson úr Eyjum kvæðið Setjumst hér að sumbli og Oddgeir Kristjánsson samdi lag við textann. Oddgeir hélt svo áfram að semja þjóðhátíðarlögin nánast óslitið þar til að hann féll frá árið 1966 en þeir Árni í Eyjum, Ási í Bæ og Loftur Guðmundsson skiptust á að semja textana. Frá árinu 1969 hafa tæplega 50 manns komið að lagasmíðum og textaskrifum þjóðhátíðarlaganna. Þjóðhátíðarlagið fyrir árið 2024 heitir Töfrar og er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og Klöru Elíasdóttur, sungið af tónlistarkonunni Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur. Íþróttafélögin í Vestmannaeyjum hafa haft veg og vanda af hátíðinni. Árið 1916 fór fram fyrsta Þórsþjóðhátíðin og seinna meir fóru Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélagið Týr að halda hátíðina til skiptis. Týr á oddatölu og Þór á sléttri tölu. Eins og gefur að skilja, þá lögðu félögin mikinn metnað í að gera Þjóðhátíðina sem veglegasta og mikil samkeppni á milli þeirra. Í árslok 1996 voru Þór og Týr sameinuð í ÍBV og frá árinu 1997 hefur ÍBV staðið fyrir Þjóðhátíð í Herjólfsdal. Þúsundir sjálfboðaliða bera þjóðhátíðina uppi og eiga þeir allir miklar þakkir skildar. Þjóðhátíð í Eyjum er því ekki aðeins hátíð fyrir Eyjamenn, heldur fyrir allt Ísland. Hún er tákn um samstöðu og gleði, og minnir okkur á mikilvægi þess að halda í hefðirnar okkar og njóta þeirra saman. Með hverju ári styrkist þessi einstaka hátíð og heldur áfram að vera ljósið í menningarlífi Vestmannaeyja. Eins og fram kemur í Þjóðhátíðarlagi ársins: ,, Það eru töfrar inni í Herjólfsdal, ég skil hjartað alltaf eftir þar”. Þá efast ég ekki um að margir munu upplifa mikla töfra í Vestmannaeyjum núna um helgina. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun