„Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð“ Jón Þór Stefánsson skrifar 1. ágúst 2024 11:12 Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari. vísir/vilhelm Helgi Magnús Gunnarsson vararríkissaksóknari segist hafa látið út úr sér orð sem hann hefði betur látið ósögð. Þrátt fyrir það segir hann að ekkert sem hann hafi sagt hafi kastað rýrð á störf hans hjá embættinu. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Helga sem hefst á orðunum: „Í mínum huga eru Arnarfjörður og Dýrafjörður nafli alheimsins. Það finnst a.m.k. sveitadurginum mér sem líklega hefði nú mátt skóla betur í mannlegum samskiptum.“ „Er klárlega mannlegur. Kannski um of – eða hvað? Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð. En gerðum hlutum verður ekki breytt. Þegar öllu á botninn er hvolft þá er ekkert sem ég hef sagt sem kastar rýrð á störf mín sem vararríkissaksóknari.“ Í morgun fjallaði Vísir um mörg ummæli og „læk“ Helga á samfélagsmiðlum sem hafa vakið eftirtekt. Nánar má lesa um það hér. Stendur enn á sínu Í færslu Helga minnist hann á nokkur ummæli sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir, en segist þó enn standa á sinni skoðun. „Ég stend fastur á því að það sé mannlegt að ljúga sér til bjargar þegar neyðin er mikil,“ segir Helgi og vísar þar með til ummæla sem hann viðhafði árið 2022 þegar mikil umræða hafði skapast um hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar. „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“ skrifaði Helgi Magnús þá á Facebook og deildi frétt um málið. Í kjölfarið var hann áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Nú segist Helgi Magnús enn standa fastur á því að í dómsmálum eigi báðar raddir að fá að heyrast og að opinberir starfsmenn séu ekki án alls tjáningarfrelsis. „Enn fastar stend ég á því að við þurfum að standa vörð um íslenskt samfélag og gildi þess. Hefði ég mátt orða hlutina öðruvísi? Já mögulega.“ Helgi segist glaður áminna sjálfan sig, en hann sér ekki tilefni til að slík áminning komi frá yfirmanni hans eða dómsmálaráðherra. En líkt og greint hefur verið frá hefur Sigríður ríkissaksóknari síðan lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi verður leystur frá störfum tímabundið og taki hegðun hans til skoðunar. „Það er lífsins gangur að viðurkenna lestina sína, vinna í þeim og halda áfram. Meira getur enginn einstaklingur gert. Tek mitt á mig.“ Dómsmál Tjáningarfrelsi Mannréttindi Stjórnsýsla Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Helga sem hefst á orðunum: „Í mínum huga eru Arnarfjörður og Dýrafjörður nafli alheimsins. Það finnst a.m.k. sveitadurginum mér sem líklega hefði nú mátt skóla betur í mannlegum samskiptum.“ „Er klárlega mannlegur. Kannski um of – eða hvað? Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð. En gerðum hlutum verður ekki breytt. Þegar öllu á botninn er hvolft þá er ekkert sem ég hef sagt sem kastar rýrð á störf mín sem vararríkissaksóknari.“ Í morgun fjallaði Vísir um mörg ummæli og „læk“ Helga á samfélagsmiðlum sem hafa vakið eftirtekt. Nánar má lesa um það hér. Stendur enn á sínu Í færslu Helga minnist hann á nokkur ummæli sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir, en segist þó enn standa á sinni skoðun. „Ég stend fastur á því að það sé mannlegt að ljúga sér til bjargar þegar neyðin er mikil,“ segir Helgi og vísar þar með til ummæla sem hann viðhafði árið 2022 þegar mikil umræða hafði skapast um hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar. „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“ skrifaði Helgi Magnús þá á Facebook og deildi frétt um málið. Í kjölfarið var hann áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Nú segist Helgi Magnús enn standa fastur á því að í dómsmálum eigi báðar raddir að fá að heyrast og að opinberir starfsmenn séu ekki án alls tjáningarfrelsis. „Enn fastar stend ég á því að við þurfum að standa vörð um íslenskt samfélag og gildi þess. Hefði ég mátt orða hlutina öðruvísi? Já mögulega.“ Helgi segist glaður áminna sjálfan sig, en hann sér ekki tilefni til að slík áminning komi frá yfirmanni hans eða dómsmálaráðherra. En líkt og greint hefur verið frá hefur Sigríður ríkissaksóknari síðan lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi verður leystur frá störfum tímabundið og taki hegðun hans til skoðunar. „Það er lífsins gangur að viðurkenna lestina sína, vinna í þeim og halda áfram. Meira getur enginn einstaklingur gert. Tek mitt á mig.“
Dómsmál Tjáningarfrelsi Mannréttindi Stjórnsýsla Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira