Yfirmaður hernaðararms Hamas sagður hafa fallið í árás Ísraela Eiður Þór Árnason skrifar 1. ágúst 2024 09:20 Palestínumenn leituðu að líkum eftir árásina í Khan Younis á Gasa-ströndinni þann 13. júlí síðastliðinn. Ap/Jehad Alshrafi Mohammed Deif, yfirmaður hernaðararms Hamas féll í árás Ísraela fyrir tæplega þremur vikum. Þetta staðhæfir Ísraelsher í dag og segir Deif hafa farist í loftárás á húsnæði í útjaðri borgarinnar Khan Younis í suðurhluta Gaza þann 13. júlí. Hamas sagði Deif hafa lifað af umrædda árás en samtökin hafa enn ekki tjáð sig um yfirlýsingu Ísraelshers í dag. Meira en níutíu aðrir, þar á meðal óbreyttir borgarar á flótta í nærliggjandi tjöldum, létu lífið í árásinni, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa. Í yfirlýsingu segir ísraelski herinn að „eftir mat leyniþjónustunnar sé hægt að staðfesta að Mohammed Deif hafi verið drepinn í árásinni.“ AP-fréttaveitan greinir frá þessu en fregnirnar koma daginn eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas féll í loftárás í Tehran, höfuðborg Íran. Ísrael hefur verið kennt um þá árás en þarlend stjórnvöld ekki tekið ábyrgð á henni. Drápin á tveimur af æðstu leiðtogum Hamas er sagður vera sigur fyrir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sem hefur sagt að hann muni ekki binda enda á árásir á Gasa fyrr en Ísrael hafi eyðilagt hernaðargetu Hamas. Lítið hefur orðið ágengt í viðræðum Ísraels og Hamas um vopnahlé á Gasa en morðin eru talin geta orðið til þess að Hamas herði afstöðu sína í viðræðunum eða dragi sig út úr þeim. Stjórnvöld í Íran hafa heitið því að hefna fyrir dráp Haniyeh á íranskri grundu. Áhyggjur eru uppi um að árásirnar geti leitt til aukinnar stigmögnunar og frekari stríðsátaka í heimshlutanum. Meðal stofnanda hernaðararms Hamas Ísrael telur að Deif og Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas á Gasa séu höfuðpaurarnir á bak við árásina þann 7. október sem varð 1.200 Ísraelsmönnum af bana og hrundi af stað yfirstandandi stríði Ísraels og Hamas. Talið er að Sinwar haldi sig í felum á Gasa en ísraelsk stjórnvöld hafa gefið út að þau vilji hann feigan. Um 39.480 Palestínumenn hafa farist og meira en 91.100 særst í árásum Ísraelshers á Gasa síðastliðna tíu mánuði, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa. Á sama tíma eru yfir 80 prósent íbúa á svæðinu talin vera á flótta eða um 2,3 milljónir manna. Búa langflestir við bágbornar aðstæður í tjaldbúðum á suðvesturhorni Gasa með takmarkað aðgengi að fæðu og vatni. Deif var einn af stofnendum Qassam-herdeildanna, hernaðararms Hamas og stýrði þeim í áratugi. Undir stjórn hans gerðu þær tugi sjálfsmorðssprengjuárása á Ísraela í rútum og á kaffihúsum og skutu eldflaugum á Ísrael. Deif fór huldu höfði, kom aldrei fram opinberlega, náðist sjaldan á mynd en heyrðist einstaka sinnum í hjóðyfirlýsingum. Hann lifði af fjölda banatilræða af hendi Ísraels. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Drápið á Heniyeh vekur hörð viðbrögð og ótta um stigmögnun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir það skyldu stjórnvalda í Tehran að hefna drápsins á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas. Ísrael hafi lagt grundvöll að „harkalegum refsiaðgerðum“ með því að drepa Haniyeh. 31. júlí 2024 10:21 Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Hamas sagði Deif hafa lifað af umrædda árás en samtökin hafa enn ekki tjáð sig um yfirlýsingu Ísraelshers í dag. Meira en níutíu aðrir, þar á meðal óbreyttir borgarar á flótta í nærliggjandi tjöldum, létu lífið í árásinni, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa. Í yfirlýsingu segir ísraelski herinn að „eftir mat leyniþjónustunnar sé hægt að staðfesta að Mohammed Deif hafi verið drepinn í árásinni.“ AP-fréttaveitan greinir frá þessu en fregnirnar koma daginn eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas féll í loftárás í Tehran, höfuðborg Íran. Ísrael hefur verið kennt um þá árás en þarlend stjórnvöld ekki tekið ábyrgð á henni. Drápin á tveimur af æðstu leiðtogum Hamas er sagður vera sigur fyrir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sem hefur sagt að hann muni ekki binda enda á árásir á Gasa fyrr en Ísrael hafi eyðilagt hernaðargetu Hamas. Lítið hefur orðið ágengt í viðræðum Ísraels og Hamas um vopnahlé á Gasa en morðin eru talin geta orðið til þess að Hamas herði afstöðu sína í viðræðunum eða dragi sig út úr þeim. Stjórnvöld í Íran hafa heitið því að hefna fyrir dráp Haniyeh á íranskri grundu. Áhyggjur eru uppi um að árásirnar geti leitt til aukinnar stigmögnunar og frekari stríðsátaka í heimshlutanum. Meðal stofnanda hernaðararms Hamas Ísrael telur að Deif og Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas á Gasa séu höfuðpaurarnir á bak við árásina þann 7. október sem varð 1.200 Ísraelsmönnum af bana og hrundi af stað yfirstandandi stríði Ísraels og Hamas. Talið er að Sinwar haldi sig í felum á Gasa en ísraelsk stjórnvöld hafa gefið út að þau vilji hann feigan. Um 39.480 Palestínumenn hafa farist og meira en 91.100 særst í árásum Ísraelshers á Gasa síðastliðna tíu mánuði, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa. Á sama tíma eru yfir 80 prósent íbúa á svæðinu talin vera á flótta eða um 2,3 milljónir manna. Búa langflestir við bágbornar aðstæður í tjaldbúðum á suðvesturhorni Gasa með takmarkað aðgengi að fæðu og vatni. Deif var einn af stofnendum Qassam-herdeildanna, hernaðararms Hamas og stýrði þeim í áratugi. Undir stjórn hans gerðu þær tugi sjálfsmorðssprengjuárása á Ísraela í rútum og á kaffihúsum og skutu eldflaugum á Ísrael. Deif fór huldu höfði, kom aldrei fram opinberlega, náðist sjaldan á mynd en heyrðist einstaka sinnum í hjóðyfirlýsingum. Hann lifði af fjölda banatilræða af hendi Ísraels. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Drápið á Heniyeh vekur hörð viðbrögð og ótta um stigmögnun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir það skyldu stjórnvalda í Tehran að hefna drápsins á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas. Ísrael hafi lagt grundvöll að „harkalegum refsiaðgerðum“ með því að drepa Haniyeh. 31. júlí 2024 10:21 Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Drápið á Heniyeh vekur hörð viðbrögð og ótta um stigmögnun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir það skyldu stjórnvalda í Tehran að hefna drápsins á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas. Ísrael hafi lagt grundvöll að „harkalegum refsiaðgerðum“ með því að drepa Haniyeh. 31. júlí 2024 10:21
Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46