Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. ágúst 2024 06:55 Trump og Harris fara nú hratt yfir og freista þess að ná til sem flestra kjósenda. AP Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. Um var að ræða pallborð stjórnað af Rachel Scott, þingfréttaritara ABC News, Harris Faulkner, þáttastjórnanda hjá Fox News, og Kadiu Goba, sem fjallar um stjórnmál fyrir Semafor. Trump mætti klukkustund of seint og hóf svo leika á því að ráðast gegn Scott, eftir að hún spurði forsetann fyrrverandi að því af hverju svartir kjósendur ættu að treysta honum í ljósi þess að hann hefði ítrekað viðhaft móðgandi ummæli um svarta. „Í fyrsta lagi þá held ég að ég hafi aldrei verið spurður spurningar á svona hræðilegan hátt,“ svaraði Trump og spurði síðan sjálfur hvort Scott ynni fyrir „falsfréttastöðina“ ABC News. Sagðist Trump hafa gert margt fyrir svarta í Bandaríkjunum, meira en nokkur annar forseti síðan Abraham Lincoln, og að þetta væri dónaleg byrjun á samtalinu. Scott spurði Trump seinna út í staðhæfingar Repúblikana að Harris hefði aðeins verið valin sem varaforsetaefni Biden til að fylla fjölbreytileikakvóta. „Er hún indversk eða er hún svört?“ svaraði Trump. „Ég virði bæði en hún gerir það augljóslega ekki því hún var indversk alla leið en svo allt í einu snérist hún og varð svartur einstaklingur.“ Harris, sem á indverska móður og svartan föður, svaraði Trump á kosningafundi í Texas og sagði um að ræða „sömu gömlu sýninguna“. „Og leyfið mér bara að segja; bandaríska þjóðin á betra skilið. Bandaríkjamenn verðskulda leiðtoga sem segir sannleikann. Leiðtoga sem svarar ekki með andúð og reiði þegar staðreyndir eru bornar upp við hann. Við verðskuldum leiðtoga sem skilur að það að við erum ólík sundrar okkur ekki, heldur er það styrkur okkar.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Um var að ræða pallborð stjórnað af Rachel Scott, þingfréttaritara ABC News, Harris Faulkner, þáttastjórnanda hjá Fox News, og Kadiu Goba, sem fjallar um stjórnmál fyrir Semafor. Trump mætti klukkustund of seint og hóf svo leika á því að ráðast gegn Scott, eftir að hún spurði forsetann fyrrverandi að því af hverju svartir kjósendur ættu að treysta honum í ljósi þess að hann hefði ítrekað viðhaft móðgandi ummæli um svarta. „Í fyrsta lagi þá held ég að ég hafi aldrei verið spurður spurningar á svona hræðilegan hátt,“ svaraði Trump og spurði síðan sjálfur hvort Scott ynni fyrir „falsfréttastöðina“ ABC News. Sagðist Trump hafa gert margt fyrir svarta í Bandaríkjunum, meira en nokkur annar forseti síðan Abraham Lincoln, og að þetta væri dónaleg byrjun á samtalinu. Scott spurði Trump seinna út í staðhæfingar Repúblikana að Harris hefði aðeins verið valin sem varaforsetaefni Biden til að fylla fjölbreytileikakvóta. „Er hún indversk eða er hún svört?“ svaraði Trump. „Ég virði bæði en hún gerir það augljóslega ekki því hún var indversk alla leið en svo allt í einu snérist hún og varð svartur einstaklingur.“ Harris, sem á indverska móður og svartan föður, svaraði Trump á kosningafundi í Texas og sagði um að ræða „sömu gömlu sýninguna“. „Og leyfið mér bara að segja; bandaríska þjóðin á betra skilið. Bandaríkjamenn verðskulda leiðtoga sem segir sannleikann. Leiðtoga sem svarar ekki með andúð og reiði þegar staðreyndir eru bornar upp við hann. Við verðskuldum leiðtoga sem skilur að það að við erum ólík sundrar okkur ekki, heldur er það styrkur okkar.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira