Facebook kennslubók um kapítalisma Gunnar Smári Egilsson skrifar 31. júlí 2024 12:31 Fyrir tveimur dögum ýtti ég á hlekk hér á Facebook og horfði á Simone Biles á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum. Ég hef ekkert verið að fylgjast með leikunum og vildi vita hvernig Biles gengi, kannski fyrst og fremst vegna þess að saga hennar er áhugaverð, erfið æska, vímuefnasjúk móðir, hversu lágvaxin hún er (jafn stór og Sóley mín) og svo þessi magnaði kraftur sem virðist fara yfir þau mörk sem náttúran setti mannskepnunni. En hvað um það, eftir þetta hef ég fengið endalaust efni um Simone Biles inn á vegginn minn, nánast þriðja til fjórða hver færsla er um hana. Og eins og aðrir hér, sé ég æ minna frá mínum vinum sem ég kom hingað inn til að hitta og eiga samskipti við, æ meira af einhverjum furðusögum og vitleysu, eins og ég sé að blaða í gegnum National Enquirer, og allskyns sölumennsku, eins og ég sé staddur í einhverju túristahelvítinu. Ástæða þess að Facebook eltir takmarkaðan áhuga minn á Simone Biles er sú að fyrirtækið telur sig geta grætt á honum. Og það eru strax komnar kostaðar færslur um Biles á vegginn minn og líka þessar sem segja eitthvað eins og: Sjáið hreyfinguna sem Simone Biles framkvæmdi og lét mótherja hennar gefast upp. Á bak við er einhver síða sem reynir að með einhverjum hætti að græða á heimsókn minni. Facebook langstærsti umræðuvettvangurinn Facebook græðir ekki á áhuga mínum á að vita hvað Guðmundur Andri Thorsson er að hugsa og skrifa á Facebook eða Stína frænka að bardúsa. Það hefur ekki myndast kringum þau skipulagður business til að hafa fé af fólki sem sýnir þeim áhuga. Þess vegna sendir Facebook lágmarks upplýsingar um vini mína hér á Facebook en hámarks upplýsingar frá fyrirtækjum sem vilja hafa af mér fé. Facebook selur þessum fyrirtækjum aðgang að mér og hefur gert eigendur sína vellauðuga með því. Það sýnir náttúrlega hversu veikt samfélag okkar er og spillt að Facebook er einn helstu samskiptavettvangur okkar. Facebook er lang stærsti umræðuvettvangurinn á Íslandi. Samt er líklega öllum ljóst að hann er algjörlega óhæfur til að gegna því hlutverki. Ekki tæknilega, því það er í raun stórkostlegt að við getum verið hér saman og kastað á milli okkar hugrenningum, skoðunum, fréttum og fyndni. Og Ísland er svo smátt samfélag að það hefði verið áhugavert að sjá hvernig þetta stafræna samfélag myndi þróast, hvernig óformlegar kurteisisreglur hefðu myndast og náð að hemja og einangra það sem veldur truflun og hvernig ákvarðanir þeirra sem halda utan um grunnkerfið myndu styðja þessa þróun svo að Facebook gæti þjónað sem best samfélaginu og lýðræðinu, valdi og rödd hvers einstaklings til að tryggja að samfélagið millum okkar væri vettvangur jöfnuðar, réttlætis og mannvirðingar. Almenningur blóðmerar gróðapunga Facebook þróaðist ekki í þessa átt. Þvert á móti tóku þeir sem héldu utan um þennan vettvang ákvarðanir til að draga úr lýðræðislegri og samfélagslegri virkni. Ef fólk fann leið til að nýta þennan miðil þá steig Facebook á það, gerði því erfiðara fyrir. Ef einhver fékk hljómgrunn eða fiskisaga flaug, þá dró Facebook úr virkninni í von um að fólk neyddist til að kaupa aukna dreifingu. Hægt og bítandi hefur orðið erfiðara að eiga samskipti á Facebook vegna þess að hér ræður viðskiptavinurinn engu, en hluthafinn öllu. Facebook er í raun kennslubók um að kapítalisminn, þjóðskipulag þar sem auðvaldið er allsráðandi, er fasismi sem vinnur gegn lýðræðinu, samfélaginu og almenningi. Í alræði auðvaldsins erum við búfénaður, blóðmerar sem eru blóðmjólkaðar frá morgni til kvölds. Og á næturnar líka. Það sýnir ágætlega hversu rótgróið alræði auðvaldsins er orðið að stjórnmálastéttin, sem samkvæmt kenningunni ætti að nota ríkisvaldið til að verja hagsmuni almennings gagnvart auðvaldinu, hefur engar athugasemdir gert um hvernig Facebook hefur sveigt þennan vettvang frá þörfum almennings að þörfum hluthafana, hvernig fyrirtækið hefur sigað á okkur öllum verstu bröskurum heimsins. Stjórnmálastéttin hefur selt sig auðvaldinu svo rækilega að hún hefur látið sem að Facebook gæti haldið utan um umræðu samfélagsins og jafnvel bætt hana, siðað samtalið með því að draga úr vægi eitraðrar umræðu og ýtt undir það sem er gagnlegt og gott. Fávitahátturinn veður uppi Þetta er ein heimskulegasta hugmynd okkar daga, og er þá úr stórkostlegri heimsku að velja. Allir sjá og skynja hvernig hefur tekist til. Heimska, froða og fávitaháttur veður uppi og það er næstum ómögulegt að halda uppi vitrænni umræðu á Facebook. Þarna hæfir skel kjafti, stjórnmálastéttin er í dag mest eitthvert lið sem hefur engin tengsl við meginþorra almennings, elíta sem flýtur ofan á froðu, heimsku og fávitahætti og óttast ekkert frekar en vitræna umræðu. Facebook er í dag ágæt kennslubók um eyðileggingaráhrif kapítalismans og afhjúpar goðsagnir hans. Hagsmunir hluthafa og viðskiptavina fara ekki saman innan kapítalismans. Ef ríkisvaldið setur ekki strangar reglur á markaði stefnir kapítalisminn að einokun eða fákeppni til að hámarka arð hluthafa. Þetta leiðir til stöðnunar þar sem auðvaldið getur blóðmjólkað almenning. Þetta er ástandið á öllum mörkuðum á Íslandi: á húsnæðismarkaði, í olíusölu, tryggingum, bönkum, dagvöru, byggingarvörum ... öllu. Í óheftum kapítalisma kaupa stærri fyrirtækin upp samkeppni og nýta tök auðvaldsins á ríkisvaldinu til að setja reglur sem hefta samkeppni og draga úr líkum á að ný fyrirtæki geti orðið til, vaxið og ógnað þeim sem fyrir eru. Útvarpsrásir voru takmörkuð gæði Fyrir ekki svo löngu hefði verið ómögulegt fyrir Facebook að kaupa upp Instagram, WhatsApp og aðra samkeppni. Það eru ekki nema rúm fjörutíu ár síðan ríkisvaldið í Bandaríkjunum braut upp einokunarstöðu símafyrirtækja, hjó fyrirtæki niður sem var orðið of stórt og ráðandi á markaði. Ástæða þess að Facebook kemst upp með að byggja upp einokunarstöðu með því að kaupa upp samkeppni og hegða sér sem einokunarfyrirtæki á markaði er að auðvaldið hefur náð undir sig ríkisvaldinu í okkar heimshluta. Apple, Amazon, Meta, Microsoft og Google eru ekki afkvæmi tölvualdar og Internets heldur skilgetin afkvæmi alræðis auðvaldsins. Ef tæknibyltingin hefði orðið 1950-60 en ekki 1990-2000 hefði tæknin miklu fremur verið beisluð til að efla samfélag og lýðræði en raunin varð á hátindi nýfrjálshyggjunnar. Tökum dæmi. Þegar útvarpið varð til á fyrri hluta síðustu aldar og sjónvarpið upp úr miðri öld var dreifingin analóg (flaumræn) og burðargetan var takmörkuð. Dreifing útvarps og sjónvarps voru takmörkuð gæði. Af þeim sökum sá ríkisvaldið um útvarp og sjónvarp í mörgum löndum. Annars staðar var rásum deilt út til einkaaðila en þá með kvöðum um að þeir veittu almannaþjónustu. Frægasta dæmið um þetta er líklega 60 mínútur á CBS. Sá þáttur var búinn til til að uppfylla kvaðir um umfjöllun um samfélagsmál sem fylgdu útsendingarleyfinu. Þessi hugsun er horfin út úr ríkisvaldinu. Að almenningur stýri með hálftómri buddu sinni Þar ríkir nú sú trú að afskipti ríkisins af auðvaldinu skaði hagsmuni almennings með kröfum á auðvaldið og að auðvaldið sé það fyrirbrigði í samfélaginu sem best getur gætt hagsmuna almennings út frá því að hagsmunir almennings og hagsmunir hluthafa fyrirtækja á markaði fari ætíð saman. Því er haldið fram að almenningur geti mótað samfélagið með buddu sinni, hálftómri. Þótt þetta tengist ekki reynslu nokkurs manns heldur stjórnmálastéttin því fram, það fólk sem auðvaldið hefur leitt til valda innan ríkisvaldsins, að þessi ráðstöfun auranna sé öflugasta lýðræðistæki almennings og í gegnum þessa aura geti hann stýrt auðvaldinu, hinum ógnarríku, og látið það í raun þjóna sér. Hið rétt er að auðvaldið stýrir samfélaginu eins og úrkynjaður kommúnistaflokkur stýrði Sovétríkjunum síðustu áratugi þess. Og heldur völdum með völdunum. Þannig virka völd. Sá sem fer með alræðisvald þarf ekki að endurnýja hugmyndirnar sem réttlæta völdin. Hann þröngvar vilja sínum upp á samfélagið. Hann nota völdin til að láta úrsérgengnar réttlætingar lifa áfram, zombie hugmyndir um að auðvaldið sé einskonar samverkamaður lýðræðisins. Þegar það brýtur það í raun niður (lýðræðið var búið til til að hemja auðvaldið), um að auðvald leiði til samkeppni þegar það í raun leiðir til einokunar og um að hagsmunir auðvaldsins og almennings fari saman sem er álíka vitlaust og að halda því fram að þrællinn hafi alla sömu hagsmuni og þrælafangarinn, þrælasalinn og þrælahaldarinn. Auðvitað ætti að þjóðnýta Facebook Auðvitað eigum við að þjóðnýta Facebook eða banna. Og byggja þá upp nýjan samfélagsmiðil sem þjónar hagsmunum almennings og styður virkt lýðræði og eykur völd hvers og eins yfir sínu lífi. Ef fólk vill leyfa einkarekstur á grunnkerfum þarf að setja Facebook reglur sem fyrirtækið verður að hlíta. En til að geta gert þetta verðum við að hrekja auðvaldið frá ríkisvaldinu og endurheimta völd almennings á þessum framkvæmdaarmi lýðræðisins. Til þess dugar ekki bara að hafna Sjálfstæðisflokknum í kosningum heldur öllum auðvaldsflokkunum á Alþingi. Við þurfum að heyja nýja sjálfstæðisbaráttu til að ná valdinu í samfélaginu okkar af andstæðing almennings, auðvaldinu. Auðvaldið hefur sýnt að það er ófært um að reka atvinnurekstur án þess að níðast á samfélagi, náttúru, launafólki og viðskiptavinum. Í stað þess að bregðast við því, er stjórnmálastéttin á fullu við að opna fyrir auðvaldið svo það geti eyðilagt opinbera þjónustu. Og styrkja það til að eyðileggja enn frekar fjölmiðlun og almenna umræðu. Höfundur er fjölmiðlamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur dögum ýtti ég á hlekk hér á Facebook og horfði á Simone Biles á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum. Ég hef ekkert verið að fylgjast með leikunum og vildi vita hvernig Biles gengi, kannski fyrst og fremst vegna þess að saga hennar er áhugaverð, erfið æska, vímuefnasjúk móðir, hversu lágvaxin hún er (jafn stór og Sóley mín) og svo þessi magnaði kraftur sem virðist fara yfir þau mörk sem náttúran setti mannskepnunni. En hvað um það, eftir þetta hef ég fengið endalaust efni um Simone Biles inn á vegginn minn, nánast þriðja til fjórða hver færsla er um hana. Og eins og aðrir hér, sé ég æ minna frá mínum vinum sem ég kom hingað inn til að hitta og eiga samskipti við, æ meira af einhverjum furðusögum og vitleysu, eins og ég sé að blaða í gegnum National Enquirer, og allskyns sölumennsku, eins og ég sé staddur í einhverju túristahelvítinu. Ástæða þess að Facebook eltir takmarkaðan áhuga minn á Simone Biles er sú að fyrirtækið telur sig geta grætt á honum. Og það eru strax komnar kostaðar færslur um Biles á vegginn minn og líka þessar sem segja eitthvað eins og: Sjáið hreyfinguna sem Simone Biles framkvæmdi og lét mótherja hennar gefast upp. Á bak við er einhver síða sem reynir að með einhverjum hætti að græða á heimsókn minni. Facebook langstærsti umræðuvettvangurinn Facebook græðir ekki á áhuga mínum á að vita hvað Guðmundur Andri Thorsson er að hugsa og skrifa á Facebook eða Stína frænka að bardúsa. Það hefur ekki myndast kringum þau skipulagður business til að hafa fé af fólki sem sýnir þeim áhuga. Þess vegna sendir Facebook lágmarks upplýsingar um vini mína hér á Facebook en hámarks upplýsingar frá fyrirtækjum sem vilja hafa af mér fé. Facebook selur þessum fyrirtækjum aðgang að mér og hefur gert eigendur sína vellauðuga með því. Það sýnir náttúrlega hversu veikt samfélag okkar er og spillt að Facebook er einn helstu samskiptavettvangur okkar. Facebook er lang stærsti umræðuvettvangurinn á Íslandi. Samt er líklega öllum ljóst að hann er algjörlega óhæfur til að gegna því hlutverki. Ekki tæknilega, því það er í raun stórkostlegt að við getum verið hér saman og kastað á milli okkar hugrenningum, skoðunum, fréttum og fyndni. Og Ísland er svo smátt samfélag að það hefði verið áhugavert að sjá hvernig þetta stafræna samfélag myndi þróast, hvernig óformlegar kurteisisreglur hefðu myndast og náð að hemja og einangra það sem veldur truflun og hvernig ákvarðanir þeirra sem halda utan um grunnkerfið myndu styðja þessa þróun svo að Facebook gæti þjónað sem best samfélaginu og lýðræðinu, valdi og rödd hvers einstaklings til að tryggja að samfélagið millum okkar væri vettvangur jöfnuðar, réttlætis og mannvirðingar. Almenningur blóðmerar gróðapunga Facebook þróaðist ekki í þessa átt. Þvert á móti tóku þeir sem héldu utan um þennan vettvang ákvarðanir til að draga úr lýðræðislegri og samfélagslegri virkni. Ef fólk fann leið til að nýta þennan miðil þá steig Facebook á það, gerði því erfiðara fyrir. Ef einhver fékk hljómgrunn eða fiskisaga flaug, þá dró Facebook úr virkninni í von um að fólk neyddist til að kaupa aukna dreifingu. Hægt og bítandi hefur orðið erfiðara að eiga samskipti á Facebook vegna þess að hér ræður viðskiptavinurinn engu, en hluthafinn öllu. Facebook er í raun kennslubók um að kapítalisminn, þjóðskipulag þar sem auðvaldið er allsráðandi, er fasismi sem vinnur gegn lýðræðinu, samfélaginu og almenningi. Í alræði auðvaldsins erum við búfénaður, blóðmerar sem eru blóðmjólkaðar frá morgni til kvölds. Og á næturnar líka. Það sýnir ágætlega hversu rótgróið alræði auðvaldsins er orðið að stjórnmálastéttin, sem samkvæmt kenningunni ætti að nota ríkisvaldið til að verja hagsmuni almennings gagnvart auðvaldinu, hefur engar athugasemdir gert um hvernig Facebook hefur sveigt þennan vettvang frá þörfum almennings að þörfum hluthafana, hvernig fyrirtækið hefur sigað á okkur öllum verstu bröskurum heimsins. Stjórnmálastéttin hefur selt sig auðvaldinu svo rækilega að hún hefur látið sem að Facebook gæti haldið utan um umræðu samfélagsins og jafnvel bætt hana, siðað samtalið með því að draga úr vægi eitraðrar umræðu og ýtt undir það sem er gagnlegt og gott. Fávitahátturinn veður uppi Þetta er ein heimskulegasta hugmynd okkar daga, og er þá úr stórkostlegri heimsku að velja. Allir sjá og skynja hvernig hefur tekist til. Heimska, froða og fávitaháttur veður uppi og það er næstum ómögulegt að halda uppi vitrænni umræðu á Facebook. Þarna hæfir skel kjafti, stjórnmálastéttin er í dag mest eitthvert lið sem hefur engin tengsl við meginþorra almennings, elíta sem flýtur ofan á froðu, heimsku og fávitahætti og óttast ekkert frekar en vitræna umræðu. Facebook er í dag ágæt kennslubók um eyðileggingaráhrif kapítalismans og afhjúpar goðsagnir hans. Hagsmunir hluthafa og viðskiptavina fara ekki saman innan kapítalismans. Ef ríkisvaldið setur ekki strangar reglur á markaði stefnir kapítalisminn að einokun eða fákeppni til að hámarka arð hluthafa. Þetta leiðir til stöðnunar þar sem auðvaldið getur blóðmjólkað almenning. Þetta er ástandið á öllum mörkuðum á Íslandi: á húsnæðismarkaði, í olíusölu, tryggingum, bönkum, dagvöru, byggingarvörum ... öllu. Í óheftum kapítalisma kaupa stærri fyrirtækin upp samkeppni og nýta tök auðvaldsins á ríkisvaldinu til að setja reglur sem hefta samkeppni og draga úr líkum á að ný fyrirtæki geti orðið til, vaxið og ógnað þeim sem fyrir eru. Útvarpsrásir voru takmörkuð gæði Fyrir ekki svo löngu hefði verið ómögulegt fyrir Facebook að kaupa upp Instagram, WhatsApp og aðra samkeppni. Það eru ekki nema rúm fjörutíu ár síðan ríkisvaldið í Bandaríkjunum braut upp einokunarstöðu símafyrirtækja, hjó fyrirtæki niður sem var orðið of stórt og ráðandi á markaði. Ástæða þess að Facebook kemst upp með að byggja upp einokunarstöðu með því að kaupa upp samkeppni og hegða sér sem einokunarfyrirtæki á markaði er að auðvaldið hefur náð undir sig ríkisvaldinu í okkar heimshluta. Apple, Amazon, Meta, Microsoft og Google eru ekki afkvæmi tölvualdar og Internets heldur skilgetin afkvæmi alræðis auðvaldsins. Ef tæknibyltingin hefði orðið 1950-60 en ekki 1990-2000 hefði tæknin miklu fremur verið beisluð til að efla samfélag og lýðræði en raunin varð á hátindi nýfrjálshyggjunnar. Tökum dæmi. Þegar útvarpið varð til á fyrri hluta síðustu aldar og sjónvarpið upp úr miðri öld var dreifingin analóg (flaumræn) og burðargetan var takmörkuð. Dreifing útvarps og sjónvarps voru takmörkuð gæði. Af þeim sökum sá ríkisvaldið um útvarp og sjónvarp í mörgum löndum. Annars staðar var rásum deilt út til einkaaðila en þá með kvöðum um að þeir veittu almannaþjónustu. Frægasta dæmið um þetta er líklega 60 mínútur á CBS. Sá þáttur var búinn til til að uppfylla kvaðir um umfjöllun um samfélagsmál sem fylgdu útsendingarleyfinu. Þessi hugsun er horfin út úr ríkisvaldinu. Að almenningur stýri með hálftómri buddu sinni Þar ríkir nú sú trú að afskipti ríkisins af auðvaldinu skaði hagsmuni almennings með kröfum á auðvaldið og að auðvaldið sé það fyrirbrigði í samfélaginu sem best getur gætt hagsmuna almennings út frá því að hagsmunir almennings og hagsmunir hluthafa fyrirtækja á markaði fari ætíð saman. Því er haldið fram að almenningur geti mótað samfélagið með buddu sinni, hálftómri. Þótt þetta tengist ekki reynslu nokkurs manns heldur stjórnmálastéttin því fram, það fólk sem auðvaldið hefur leitt til valda innan ríkisvaldsins, að þessi ráðstöfun auranna sé öflugasta lýðræðistæki almennings og í gegnum þessa aura geti hann stýrt auðvaldinu, hinum ógnarríku, og látið það í raun þjóna sér. Hið rétt er að auðvaldið stýrir samfélaginu eins og úrkynjaður kommúnistaflokkur stýrði Sovétríkjunum síðustu áratugi þess. Og heldur völdum með völdunum. Þannig virka völd. Sá sem fer með alræðisvald þarf ekki að endurnýja hugmyndirnar sem réttlæta völdin. Hann þröngvar vilja sínum upp á samfélagið. Hann nota völdin til að láta úrsérgengnar réttlætingar lifa áfram, zombie hugmyndir um að auðvaldið sé einskonar samverkamaður lýðræðisins. Þegar það brýtur það í raun niður (lýðræðið var búið til til að hemja auðvaldið), um að auðvald leiði til samkeppni þegar það í raun leiðir til einokunar og um að hagsmunir auðvaldsins og almennings fari saman sem er álíka vitlaust og að halda því fram að þrællinn hafi alla sömu hagsmuni og þrælafangarinn, þrælasalinn og þrælahaldarinn. Auðvitað ætti að þjóðnýta Facebook Auðvitað eigum við að þjóðnýta Facebook eða banna. Og byggja þá upp nýjan samfélagsmiðil sem þjónar hagsmunum almennings og styður virkt lýðræði og eykur völd hvers og eins yfir sínu lífi. Ef fólk vill leyfa einkarekstur á grunnkerfum þarf að setja Facebook reglur sem fyrirtækið verður að hlíta. En til að geta gert þetta verðum við að hrekja auðvaldið frá ríkisvaldinu og endurheimta völd almennings á þessum framkvæmdaarmi lýðræðisins. Til þess dugar ekki bara að hafna Sjálfstæðisflokknum í kosningum heldur öllum auðvaldsflokkunum á Alþingi. Við þurfum að heyja nýja sjálfstæðisbaráttu til að ná valdinu í samfélaginu okkar af andstæðing almennings, auðvaldinu. Auðvaldið hefur sýnt að það er ófært um að reka atvinnurekstur án þess að níðast á samfélagi, náttúru, launafólki og viðskiptavinum. Í stað þess að bregðast við því, er stjórnmálastéttin á fullu við að opna fyrir auðvaldið svo það geti eyðilagt opinbera þjónustu. Og styrkja það til að eyðileggja enn frekar fjölmiðlun og almenna umræðu. Höfundur er fjölmiðlamaður.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun