Lærifaðir og liðsfélagi fordæmir svipubeitingu Dujardin Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2024 14:01 Hester og Dujardin hafa unnið til verðlauna á síðustu þremur Ólympíuleikum. Ben Birchall/PA Images via Getty Images Carl Hester, stjórnarmaður í alþjóðasambandi tamningamanna, lærifaðir Charlotte Dujardin og liðsfélagi hennar á síðustu þremur Ólympíuleikum hefur fordæmt þjálfunaraðferðir sem hún beitti. Hester gaf Dujardin starf á búgarði sínum árið 2007, kenndi henni og leiðbeindi í þjálfun hesta. Þau hafa síðan tekið þátt á þremur Ólympíuleikum saman og unnið til gull-, silfurs- og bronsverðlauna. Saman stefndu þau á keppni í París í sumar en Dujardin sagði sig frá eftir að nafnlaus ábending barst, fjögurra ára gamalt myndband þar sem hún sést lemja hest óhóflega með svipu. Hester hafði ekki tjáð sig opinberlega um málið fyrr en í gær og segist sjá eftir því. „Þetta endurspeglar á engan hátt hvernig ég þjálfa hesta eða kenni nemendum mínum, algjörlega óafsakanlegt. Ég skammast mín mikið og hefði átt að stíga fyrr fram og fordæma þetta,“ sagði Hester í viðtali við BBC. Hester og Dujardin hafa unnið saman í sautján ár. Steve Parsons/PA Images via Getty Images „Ég hef ekki hitt hana og veit að hennar mál eru mjög, mjög flókin eins og er. En hún er umkringd fólki sem vill hjálpa henni. Ég veit að hún gengst við brotinu og þetta var fyrir fjórum árum. Mistök sem verður að fyrirgefa. Ég hef þekkt Charlotte í sautján ár og aldrei séð þessa hlið af henni.“ Í stað hennar keppti Becky Moody með Hester á þriðjudaginn var. Moody er komin áfram í úrslit en Hester er á mörkunum og þarf að bíða og sjá hvernig fer hjá síðustu keppendum í dag. Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Sjá meira
Hester gaf Dujardin starf á búgarði sínum árið 2007, kenndi henni og leiðbeindi í þjálfun hesta. Þau hafa síðan tekið þátt á þremur Ólympíuleikum saman og unnið til gull-, silfurs- og bronsverðlauna. Saman stefndu þau á keppni í París í sumar en Dujardin sagði sig frá eftir að nafnlaus ábending barst, fjögurra ára gamalt myndband þar sem hún sést lemja hest óhóflega með svipu. Hester hafði ekki tjáð sig opinberlega um málið fyrr en í gær og segist sjá eftir því. „Þetta endurspeglar á engan hátt hvernig ég þjálfa hesta eða kenni nemendum mínum, algjörlega óafsakanlegt. Ég skammast mín mikið og hefði átt að stíga fyrr fram og fordæma þetta,“ sagði Hester í viðtali við BBC. Hester og Dujardin hafa unnið saman í sautján ár. Steve Parsons/PA Images via Getty Images „Ég hef ekki hitt hana og veit að hennar mál eru mjög, mjög flókin eins og er. En hún er umkringd fólki sem vill hjálpa henni. Ég veit að hún gengst við brotinu og þetta var fyrir fjórum árum. Mistök sem verður að fyrirgefa. Ég hef þekkt Charlotte í sautján ár og aldrei séð þessa hlið af henni.“ Í stað hennar keppti Becky Moody með Hester á þriðjudaginn var. Moody er komin áfram í úrslit en Hester er á mörkunum og þarf að bíða og sjá hvernig fer hjá síðustu keppendum í dag.
Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Sjá meira