Ósáttur við dómarann: „Hann var bara eitthvað illa fyrir kallaður greyið“ Arnar Skúli Atlason skrifar 30. júlí 2024 22:20 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var ekki sáttur við frammistöðu dómarans Guðmundar Páls Friðbertssonar í kvöld. vísir/diego Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA í Bestu deild kvenna var svekktur að leik loknum á móti Tindastóls í dag. Þar sem lið hans kastaði frá sér tveggja marka forystu og misstu unnin leik niður í jafntefli á lokamínútum leiksins, 3-3. „Ég er bara sár og svekktur og sérstaklega vonsvikinn fyrir hönd stelpnanna að hafa endað á því að kasta frá okkur tveimur stigum hér,“ sagði Jóhann eftir leik. Eftir að Þór/KA komst í 3-1 fór Jóhann að hreyfa við liði sínu sem breytti flæði liðsins. Honum fannst dómari leiksins heldur spjaldaglaður einnig. „Tindastóll gerir vel það sem þeir gera. Þær eru sterkar í föstum leikatriðum. Við réðum illa við það. Þær skora þrjú úr föstum leikatriðum í dag og með smá aðstoð ná þær í stig hérna í dag. Við vorum klaufar í seinni hálfleik. Við hefðum getað gert betur, skorað meira og alveg haldið skipulaginu betur þótt við hefðum verið að breyta hinu og þessu. Það var „loose cannon“ á flautunni,“ sagði Jóhann. „Við vorum svolítið spjaldahrædd. Þegar leikmennirnir okkar voru farnir að fá spjöld þá vildum við ekki fara að missa menn í bönn hér að óþörfu því þú vissir aldrei hvað var að fara að gerast þegar það komu návígi eða ekki návígi, þegar eitthvað gerist eða ekki gerist. Þannig við þurftum að breyta dálítið mikið hjá okkur en við náðum bara ekki að halda þetta út og bara vel gert hjá Tindastóli og til hamingju með stigið.“ Það var atburðarrás eftir leik þar sem Jóhann fékk rautt spjald eftir leik þegar hann ræddi við dómara að leik loknum sem var dregið til baka stuttu seinna því það var byggt á misskilningi. „Ég held að það hafi lýst leiknum ágætlega þessi atburðarrás. Hann sagðist hafa heyrt eitthvað sem enginn annar heyrði og gaf mér rautt og svo var hann bara leiðréttur af sínu samstarfsfólki og dró það baka. Ég veit ekki, hann var bara eitthvað illa fyrir kallaður greyið. Hann baðst afsökunar bæði á því og ef ég hann dæmdi eitthvað vitlaust, ég hef ekki séð myndband af þessu. Þetta var ótrúlegur dómur þessi vítaspyrnudómur. Þeir eins og við, dómaranir, eiga misjafna leiki og hann átti verulega misjafnan dag,“ sagði Jóhann að lokum. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Sjá meira
„Ég er bara sár og svekktur og sérstaklega vonsvikinn fyrir hönd stelpnanna að hafa endað á því að kasta frá okkur tveimur stigum hér,“ sagði Jóhann eftir leik. Eftir að Þór/KA komst í 3-1 fór Jóhann að hreyfa við liði sínu sem breytti flæði liðsins. Honum fannst dómari leiksins heldur spjaldaglaður einnig. „Tindastóll gerir vel það sem þeir gera. Þær eru sterkar í föstum leikatriðum. Við réðum illa við það. Þær skora þrjú úr föstum leikatriðum í dag og með smá aðstoð ná þær í stig hérna í dag. Við vorum klaufar í seinni hálfleik. Við hefðum getað gert betur, skorað meira og alveg haldið skipulaginu betur þótt við hefðum verið að breyta hinu og þessu. Það var „loose cannon“ á flautunni,“ sagði Jóhann. „Við vorum svolítið spjaldahrædd. Þegar leikmennirnir okkar voru farnir að fá spjöld þá vildum við ekki fara að missa menn í bönn hér að óþörfu því þú vissir aldrei hvað var að fara að gerast þegar það komu návígi eða ekki návígi, þegar eitthvað gerist eða ekki gerist. Þannig við þurftum að breyta dálítið mikið hjá okkur en við náðum bara ekki að halda þetta út og bara vel gert hjá Tindastóli og til hamingju með stigið.“ Það var atburðarrás eftir leik þar sem Jóhann fékk rautt spjald eftir leik þegar hann ræddi við dómara að leik loknum sem var dregið til baka stuttu seinna því það var byggt á misskilningi. „Ég held að það hafi lýst leiknum ágætlega þessi atburðarrás. Hann sagðist hafa heyrt eitthvað sem enginn annar heyrði og gaf mér rautt og svo var hann bara leiðréttur af sínu samstarfsfólki og dró það baka. Ég veit ekki, hann var bara eitthvað illa fyrir kallaður greyið. Hann baðst afsökunar bæði á því og ef ég hann dæmdi eitthvað vitlaust, ég hef ekki séð myndband af þessu. Þetta var ótrúlegur dómur þessi vítaspyrnudómur. Þeir eins og við, dómaranir, eiga misjafna leiki og hann átti verulega misjafnan dag,“ sagði Jóhann að lokum.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn