Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2024 15:52 Bebe King, Alice Dasilva Aguiar og Elsie Dot Stancombe voru allar á dansnámskeiði við tónlist Taylors Swift þegar sautján ára piltur réðst á þær vopnaður hnífi. Þær létust af sárum sínum. Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. Fimm börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að sautján ára piltur réðst á þau vopnaður hníf. Börnin voru þátttakendur á dansnámskeiði með Taylor Swift þema. Yfirkennari við Marshside grunnskólann þar sem Bebe gekk í skóla segir sorgina mikla eftir að einn efnilegasti nemandi og skærasta stjarna skólans er horfin svo sviplega á braut. Lögregluþjónn tekur við blómvendi til að leggja við vettvang hryllilegrar hnífaárásar í Southport í gær.Getty/Christopher Furlong „Skólasamfélagið syrgir saman og stendur með öðrum íbúum í Southport. Blessuð sé minning Bebe,“ segir Natasha Sandland yfirkennari. Jennifer Sephton, yfirkennari við Farnborough Road grunnskólann, lýsir Elsie sem umhyggjusamri stúlku og vinur allra sem urðu á vegi hennar. Hún hafi verið ástríkur og jákvæður hluti af dásamlegu samfélagi í skólanum alveg síðan hún mætti fyrsta daginn á háhesti á öxlum föður síns. Alice Dasilva var fædd á Englandi en af portúgölskum og venesúelskum uppruna. Lögreglumenn við vettvang árásarinnar í Southport við ána Mersey á norðvestanverðu Englandi.AP/James Speakman/PA „Haltu áfram að brosa og dansa eins og þú elskar að gera prinsessan okkar. Einsog við höfum svo oft sagt þér þá ertu prinsessan okkar og engin getur breytt því. Við elskum þig, hetjuna okkar. Mamma og pabbi,“ sagði í færslu frá fjölskyldu Alice á samfélagsmiðlum. Dansnámskeiðið var skipulagt af Leanne Lucas sem er önnur hinna fullorðnu sem liggur þungt haldinn eftir árásina. Hún hefur verið hyllt fyrir hugrekki þegar hnífamaðurinn mætti á staðinn. Þá hefur íbúa á svæðinu verið lýst sem hetju fyrir að hafa gripið inn í. Tónlistarkonan Taylor Swift hefur sagt atburðinn hörmulega hvíla þungt á henni. Sautján ára piltur er í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp. Hann var fæddur í Cardiff en á ættir að rekja til Rúanda. Fyrrverandi nágrannar hafa lýst fjölskyldunni sem venjulegri og börnunum sömuleiðis. Hnífaárás í Southport Bretland England Tengdar fréttir Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. 30. júlí 2024 08:00 Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Fimm börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að sautján ára piltur réðst á þau vopnaður hníf. Börnin voru þátttakendur á dansnámskeiði með Taylor Swift þema. Yfirkennari við Marshside grunnskólann þar sem Bebe gekk í skóla segir sorgina mikla eftir að einn efnilegasti nemandi og skærasta stjarna skólans er horfin svo sviplega á braut. Lögregluþjónn tekur við blómvendi til að leggja við vettvang hryllilegrar hnífaárásar í Southport í gær.Getty/Christopher Furlong „Skólasamfélagið syrgir saman og stendur með öðrum íbúum í Southport. Blessuð sé minning Bebe,“ segir Natasha Sandland yfirkennari. Jennifer Sephton, yfirkennari við Farnborough Road grunnskólann, lýsir Elsie sem umhyggjusamri stúlku og vinur allra sem urðu á vegi hennar. Hún hafi verið ástríkur og jákvæður hluti af dásamlegu samfélagi í skólanum alveg síðan hún mætti fyrsta daginn á háhesti á öxlum föður síns. Alice Dasilva var fædd á Englandi en af portúgölskum og venesúelskum uppruna. Lögreglumenn við vettvang árásarinnar í Southport við ána Mersey á norðvestanverðu Englandi.AP/James Speakman/PA „Haltu áfram að brosa og dansa eins og þú elskar að gera prinsessan okkar. Einsog við höfum svo oft sagt þér þá ertu prinsessan okkar og engin getur breytt því. Við elskum þig, hetjuna okkar. Mamma og pabbi,“ sagði í færslu frá fjölskyldu Alice á samfélagsmiðlum. Dansnámskeiðið var skipulagt af Leanne Lucas sem er önnur hinna fullorðnu sem liggur þungt haldinn eftir árásina. Hún hefur verið hyllt fyrir hugrekki þegar hnífamaðurinn mætti á staðinn. Þá hefur íbúa á svæðinu verið lýst sem hetju fyrir að hafa gripið inn í. Tónlistarkonan Taylor Swift hefur sagt atburðinn hörmulega hvíla þungt á henni. Sautján ára piltur er í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp. Hann var fæddur í Cardiff en á ættir að rekja til Rúanda. Fyrrverandi nágrannar hafa lýst fjölskyldunni sem venjulegri og börnunum sömuleiðis.
Hnífaárás í Southport Bretland England Tengdar fréttir Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. 30. júlí 2024 08:00 Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15
Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. 30. júlí 2024 08:00
Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38