Frétti á eftir samstarfsfólki að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júlí 2024 15:59 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. vísir/vilhelm/arnar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún sé embætti sínu vaxin. Helgi Magnús og fjölskylda hafa sætt þrálátum hótunum af hálfu Mohamad Thor Jóhannessonar, áður Kourani, undanfarin ár. Kourani var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot. Helgi sagði á dögunum Kourani ýkt dæmi en verið væri að flytja inn kúltúr í stórum stíl sem væri frábrugðin því sem Íslendingar ættu að venjast. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Helgi Magnús. Þau ummæli eru meðal þeirra sem stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hefur kært Helga Magnús fyrir. Helgi Magnús er í sumarfríi eins og margir Íslendingar. Honum barst tölvupóstur frá Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og yfirmanni sínum um tíu mínútur fyrir tólf í dag þar sem hann var upplýstur um að Sigríður hefði óskað eftir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að Helgi yrði leystur frá störfum tímabundið vegna málsins. Sigríður sendi starfsmönnum ríkissaksóknara tölvupóst nokkrum mínútum síðar til að upplýsa þá um stöðuna. Helgi sá póstinn frá Sigríði ekki fyrr en klukkustund eftir að hann var sendur og því við búið að einhverjir samstarfsmenn hafi fengið fregnirnar á undan Helga. „Ég hef þar af leiðandi verið upplýstur um þetta um klukkustund eftir að samstarfsfólk mitt var meðvitað um þetta. Það er ekki einungis rangt heldur einnig brot á trúnaðarskyldu Sigríðar Friðjónsdóttur gagnvart mér sem undirmanni sínum,“ segir Helgi Magnús. Tekur ábyrgð á orðum sínum Sigríður var skipuð ríkissaksóknari vorið 2011 og Helgi Magnús vararíkissaksóknari sama haust. Því hafa því verið samstarfsmenn hjá embættinu og æðstu koppar í búri undanfarin þrettán ár. Hann er allt annað en sáttur við viðbrögð yfirmanns síns. „Við erum öll mannleg. Sem betur fer vil ég meina og greinilega í ljósi þessarar stöðu sem ég er kominn í - þá líka því miður. Ég get og hef í gegnum tíðina tekið ýmislegt á kassann, en eftir að hafa til fjölda ára þurft að sitja undir hótunum sem snúa meðal annars að lífi barna minna og ekki fengið neinn stuðning frá embætti Ríkissaksóknara í þeim efnum, tjáði ég mig opinberlega,“ segir Helgi Magnús. „Hefði ég mátt sleppa því? Já? Er það tilefni til þess að ég verði leystur undan störfum? Nei. Frekar tel ég tilefni til að Ríkissaksóknari líti sér nær og hugsi leiðir til að veita starfsfólki embættisins stuðning í stöðum sem þessum. Ég tek ábyrgð á orðum mínum en ég er fullfær um að valda starfi mínu. Það er spurning hvort yfirmaður minn sé fær um hið sama.“ Reykjavík Mál Mohamad Kourani Lögreglumál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi Maðurinn sem er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í Valshverfinu hefur staðið í hótunum við fjölda aðila síðustu ár. Vararíkissaksóknari, sem er eitt af fórnarlömbum mannsins, spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi. 12. mars 2024 21:01 Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. 24. júlí 2024 11:21 Gerir ættar- og meint hagsmunatengsl Odds að umtalsefni Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir ættar- og meint hagsmunatengsl Odds Ástráðssonar lögmanns að umtalsefni í færslu á Facebook, þar sem hann bregst við gagnrýni Odds. 20. júlí 2024 11:27 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Helgi Magnús og fjölskylda hafa sætt þrálátum hótunum af hálfu Mohamad Thor Jóhannessonar, áður Kourani, undanfarin ár. Kourani var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot. Helgi sagði á dögunum Kourani ýkt dæmi en verið væri að flytja inn kúltúr í stórum stíl sem væri frábrugðin því sem Íslendingar ættu að venjast. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Helgi Magnús. Þau ummæli eru meðal þeirra sem stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hefur kært Helga Magnús fyrir. Helgi Magnús er í sumarfríi eins og margir Íslendingar. Honum barst tölvupóstur frá Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og yfirmanni sínum um tíu mínútur fyrir tólf í dag þar sem hann var upplýstur um að Sigríður hefði óskað eftir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að Helgi yrði leystur frá störfum tímabundið vegna málsins. Sigríður sendi starfsmönnum ríkissaksóknara tölvupóst nokkrum mínútum síðar til að upplýsa þá um stöðuna. Helgi sá póstinn frá Sigríði ekki fyrr en klukkustund eftir að hann var sendur og því við búið að einhverjir samstarfsmenn hafi fengið fregnirnar á undan Helga. „Ég hef þar af leiðandi verið upplýstur um þetta um klukkustund eftir að samstarfsfólk mitt var meðvitað um þetta. Það er ekki einungis rangt heldur einnig brot á trúnaðarskyldu Sigríðar Friðjónsdóttur gagnvart mér sem undirmanni sínum,“ segir Helgi Magnús. Tekur ábyrgð á orðum sínum Sigríður var skipuð ríkissaksóknari vorið 2011 og Helgi Magnús vararíkissaksóknari sama haust. Því hafa því verið samstarfsmenn hjá embættinu og æðstu koppar í búri undanfarin þrettán ár. Hann er allt annað en sáttur við viðbrögð yfirmanns síns. „Við erum öll mannleg. Sem betur fer vil ég meina og greinilega í ljósi þessarar stöðu sem ég er kominn í - þá líka því miður. Ég get og hef í gegnum tíðina tekið ýmislegt á kassann, en eftir að hafa til fjölda ára þurft að sitja undir hótunum sem snúa meðal annars að lífi barna minna og ekki fengið neinn stuðning frá embætti Ríkissaksóknara í þeim efnum, tjáði ég mig opinberlega,“ segir Helgi Magnús. „Hefði ég mátt sleppa því? Já? Er það tilefni til þess að ég verði leystur undan störfum? Nei. Frekar tel ég tilefni til að Ríkissaksóknari líti sér nær og hugsi leiðir til að veita starfsfólki embættisins stuðning í stöðum sem þessum. Ég tek ábyrgð á orðum mínum en ég er fullfær um að valda starfi mínu. Það er spurning hvort yfirmaður minn sé fær um hið sama.“
Reykjavík Mál Mohamad Kourani Lögreglumál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi Maðurinn sem er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í Valshverfinu hefur staðið í hótunum við fjölda aðila síðustu ár. Vararíkissaksóknari, sem er eitt af fórnarlömbum mannsins, spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi. 12. mars 2024 21:01 Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. 24. júlí 2024 11:21 Gerir ættar- og meint hagsmunatengsl Odds að umtalsefni Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir ættar- og meint hagsmunatengsl Odds Ástráðssonar lögmanns að umtalsefni í færslu á Facebook, þar sem hann bregst við gagnrýni Odds. 20. júlí 2024 11:27 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi Maðurinn sem er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í Valshverfinu hefur staðið í hótunum við fjölda aðila síðustu ár. Vararíkissaksóknari, sem er eitt af fórnarlömbum mannsins, spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi. 12. mars 2024 21:01
Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. 24. júlí 2024 11:21
Gerir ættar- og meint hagsmunatengsl Odds að umtalsefni Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir ættar- og meint hagsmunatengsl Odds Ástráðssonar lögmanns að umtalsefni í færslu á Facebook, þar sem hann bregst við gagnrýni Odds. 20. júlí 2024 11:27
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent