Innlent

Vatnsflaumur og vísinda­rann­sóknir í Hval­firði

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. vísir

Jökulhlaupið úr Mýrdalsjökli er í rénum. Enn er hlaupvatn í ánni Skálm þó vatnshæðin hafi lækkað. Ástandið hefur bitnað helst á ferðamönnum á svæðinu. Við ræðum við jarðeðlisfræðing í beinni útsendingu í myndveri.

Forsætisráðherra Ísraels segir að Hezbollah samtökin muni gjalda fyrir loftárás sem gerð var á hernumið svæði Ísraels á Gólanhæðum. Tólf börn létust í árásinni.

Vísindarannsóknir eru hafnar í Hvalfirði með það fyrir augum að kanna möguleika til kolefnisförgunar. Markmiðið er ekki að græða pening með sölu kolefniseininga, heldur að skapa þekkingu sem gæti nýst til að milda áhrif loftslagsbreytinga.

Þá sjáum við frá kjördegi í Venesúela þar sem forsetakosningar fara fram og skoðum stærstu skeifu heims sem staðsett er í Laugardal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×