Króatar lentu í kröppum dansi gegn fyrrum lærisveinum Dags Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júlí 2024 13:35 Dagur Sigurðsson er þjálfari króatíska karalandsliðsins í handbolta. Marco Steinbrenner/DeFodi Images via Getty Images Króatíska karlalandsliðið í handbolta, undir stjórn Dags Sigurðssonar, lenti í kröppum dansi er liðið mætti Japan í fyrstu umferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum í dag. Dagur tók við króatíska liðinu fyrr á þessu ári, en hann var áður þjálfari japanska landsliðsins. Hann var því að mæta sínum fyrrverandi lærisveinum. Jafnræði ríkti með liðunum framan af leik og lengi vel varð munurinn ekki meiri en tvö mörk. Í stöðunni 13-13 tók japanska liðið þó öll völd og skoraði síðustu fimm mörk fyrri hálfleiksins og staðan var því 18-13, Japan í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Japanir héldu króatíska liðinu í skefjum lengi vel í síðari hálfleik og náði mest sex marka forskoti í stöðunni 23-17. Þá vöknuðu Króatar hins vegar loksins til lífsins og komust yfir í 25-24 þegar um átta mínútur voru til leiksloka. Lokamínúturnar voru svo vægast sagt spennandi. Liðin skiptust á að hafa forystuna og Króatar fengu tækifæri til að komast yfir þegar um mínúta var til leiksloka. Þeir misnotuðu hins vegar sókn sína og því gátu Japanir stolið sigrinum á síðustu sekúndum leiksins. Japanska liðið tók leikhlé þegar tæp hálf mínúta var eftir og staðan var jöfn, 29-29. Þeir fengu færi til að koma boltanum í netið, en klikkuðu, tóku frákastið og klikkuðu aftur. Króatar tóku á rás og náðu að koma boltanum í netið í þann mund sem tíminn rann út og niðurstaðan varð dramatískur 30-29 sigur Króatíu. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Fleiri fréttir „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sjá meira
Dagur tók við króatíska liðinu fyrr á þessu ári, en hann var áður þjálfari japanska landsliðsins. Hann var því að mæta sínum fyrrverandi lærisveinum. Jafnræði ríkti með liðunum framan af leik og lengi vel varð munurinn ekki meiri en tvö mörk. Í stöðunni 13-13 tók japanska liðið þó öll völd og skoraði síðustu fimm mörk fyrri hálfleiksins og staðan var því 18-13, Japan í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Japanir héldu króatíska liðinu í skefjum lengi vel í síðari hálfleik og náði mest sex marka forskoti í stöðunni 23-17. Þá vöknuðu Króatar hins vegar loksins til lífsins og komust yfir í 25-24 þegar um átta mínútur voru til leiksloka. Lokamínúturnar voru svo vægast sagt spennandi. Liðin skiptust á að hafa forystuna og Króatar fengu tækifæri til að komast yfir þegar um mínúta var til leiksloka. Þeir misnotuðu hins vegar sókn sína og því gátu Japanir stolið sigrinum á síðustu sekúndum leiksins. Japanska liðið tók leikhlé þegar tæp hálf mínúta var eftir og staðan var jöfn, 29-29. Þeir fengu færi til að koma boltanum í netið, en klikkuðu, tóku frákastið og klikkuðu aftur. Króatar tóku á rás og náðu að koma boltanum í netið í þann mund sem tíminn rann út og niðurstaðan varð dramatískur 30-29 sigur Króatíu.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Fleiri fréttir „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sjá meira