Útskýrir ummælin um barnlausar kattarkonur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júlí 2024 09:28 JD Vance segir að Demókrataflokkurinn reki ófjölskylduvæna stefnu sem hvetji til barnleysis. AP Varaforsetaefni Donalds Trump hefur gripið til varna fyrir ummæli sem hann lét falla 2021, um að Demókrataflokkurinn samanstandi af „barnlausum kattarkonum sem lifa í eymd.“ Hann segir Demókrataflokkinn reka ófjölskylduvæna stefnu, og líta barneignir hornauga. Ummælin lét hann falla í viðtali við Tucker Carlson árið 2021, en myndband þar sem hann lætur ummælin falla hefur farið á verulegt flug á samfélagsmiðlum síðustu daga. Í viðtalinu sagði hann að þessar kattarkonur vildu gera alla aðra óhamingjusama vegna eigin óánægju með líf sitt og val. Ummælin hafa víða vakið upp hörð viðbrögð. Demókrataflokkurinn ófjölskylduvænn „Þetta er augljóslega kaldhæðnisleg athugasemd. Fólk er að einblína of mikið á kaldhæðnina en ekki það sem ég raunverulega átti við,“ sagði Vance í viðtali við Megyn Kelly á föstudaginn. „Ég stend ennþá við kjarnann í því sem ég sagði,“ sagði hann. Kveðst hann ekki hafa verið að gagnrýna barnlaust fólk, heldur Demókrataflokkinn, sem hann segir reka ófjölskylduvæna og óbarnvæna stefnu. J.D Vance er varaforsetaefni Donalds Trump.Getty „Það sem ég átti við, er að þegar maður eignast börn, verður faðir eða móðir, ég held það hafi verulega mikil áhrif á lífsviðhorfin sem maður hefur,“ sagði Vance. „Samfélagið okkar er farið að líta barneignir hornauga, það er það sem ég er að segja,“ sagði Vance, sem á þrjú börn sjálfur. Barnlaust fólk fararbroddi Demókrataflokksins Í upphaflega viðtalinu árið 2021, þar sem hann lét ummælin falla, gerði hann athugasemdir við það að sumir pólitískir leiðtogar ættu ekki börn, til dæmis Kamala Harris. Harris er stjúpmóðir tveggja barna en á ekki börn sjálf. „Ég óska Harris, stjúpbörnum hennar og allri hennar fjölskyldu alls hins besta. Ég er ekki að segja að hún sé ómerkilegri en aðrir sem eiga börn. Punkturinn í því sem ég er að segja er að hennar flokkur hefur rekið mjög óbarnvæna stefnu við stjórnvölin,“ sagði Vance. Þá ítrekaði Vance að gagnrýnin beindist ekki gegn fólki sem getur ekki eignast börn af líffræðilegum eða öðrum læknisfræðilegum ástæðum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ 18. júlí 2024 06:47 Hver er J.D. Vance? Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. 16. júlí 2024 11:15 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Ummælin lét hann falla í viðtali við Tucker Carlson árið 2021, en myndband þar sem hann lætur ummælin falla hefur farið á verulegt flug á samfélagsmiðlum síðustu daga. Í viðtalinu sagði hann að þessar kattarkonur vildu gera alla aðra óhamingjusama vegna eigin óánægju með líf sitt og val. Ummælin hafa víða vakið upp hörð viðbrögð. Demókrataflokkurinn ófjölskylduvænn „Þetta er augljóslega kaldhæðnisleg athugasemd. Fólk er að einblína of mikið á kaldhæðnina en ekki það sem ég raunverulega átti við,“ sagði Vance í viðtali við Megyn Kelly á föstudaginn. „Ég stend ennþá við kjarnann í því sem ég sagði,“ sagði hann. Kveðst hann ekki hafa verið að gagnrýna barnlaust fólk, heldur Demókrataflokkinn, sem hann segir reka ófjölskylduvæna og óbarnvæna stefnu. J.D Vance er varaforsetaefni Donalds Trump.Getty „Það sem ég átti við, er að þegar maður eignast börn, verður faðir eða móðir, ég held það hafi verulega mikil áhrif á lífsviðhorfin sem maður hefur,“ sagði Vance. „Samfélagið okkar er farið að líta barneignir hornauga, það er það sem ég er að segja,“ sagði Vance, sem á þrjú börn sjálfur. Barnlaust fólk fararbroddi Demókrataflokksins Í upphaflega viðtalinu árið 2021, þar sem hann lét ummælin falla, gerði hann athugasemdir við það að sumir pólitískir leiðtogar ættu ekki börn, til dæmis Kamala Harris. Harris er stjúpmóðir tveggja barna en á ekki börn sjálf. „Ég óska Harris, stjúpbörnum hennar og allri hennar fjölskyldu alls hins besta. Ég er ekki að segja að hún sé ómerkilegri en aðrir sem eiga börn. Punkturinn í því sem ég er að segja er að hennar flokkur hefur rekið mjög óbarnvæna stefnu við stjórnvölin,“ sagði Vance. Þá ítrekaði Vance að gagnrýnin beindist ekki gegn fólki sem getur ekki eignast börn af líffræðilegum eða öðrum læknisfræðilegum ástæðum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ 18. júlí 2024 06:47 Hver er J.D. Vance? Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. 16. júlí 2024 11:15 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ 18. júlí 2024 06:47
Hver er J.D. Vance? Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. 16. júlí 2024 11:15