Glútenlaust nesti - djöfulsins lúxus! Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 27. júlí 2024 08:00 Við tökum með okkur nesti ef við förum í heimsókn, í matarboð, í fermingarveislu, í útskriftarveislu, jarðarför, út að borða eða í sund. Það er ekkert bakarí, fáir veitingastaðir sem vilja skilja og leggja sig fram og stundum eru hillurnar í búðunum tómar. Það er engin ostaslaufa eða snúður. Það er ekkert hægt að grípa með eitthvað einfalt og fljótlegt. Ekki þegar maður er með selíak* á Íslandi. En fólk á glútenlausu fæði verður alveg jafn svangt og annað fólk. Og það er mikilvægt að vera boðið að borðinu og það sé eitthvað næs fyrir alla. Verðið á glútenlausum vörum eru 200-500% dýrari en sambærilegar vörur og ríkið tekur engan þátt í kostnaði fyrir barn með sjálfsofnæmissjúkdóminn selíak. Af hverju? Vitiði hvað það kostar að vera alltaf með nesti? Eða hvað það tekur langan tíma? Þessi litli græni poki með 100gr af glútenlausu kexi kostar 659kr í Nettó. Tveir pakkar eru á 1318kr - 200gr. Þetta er glútenlaust kex. Grissini úr heilhveiti frá Anglamark, 120 gr. kostar 389 kr í Nettó. Tveir pakkar af því kosta 778kr - 240gr. Þetta er kex með glúteni. GLÚTENLAUST KEX ER HELMINGI DÝRARA EN VENJULEGT KEX. Auðvitað er hægt að segja að maður eigi ekkert að vera að kaupa þessar unnu vörur. En matur er félagslegt fyrirbæri og það er líka dýrt að borða hreint fæði í öll mál. Þess vegna borðar fólk með lítið á milli handanna pakkamat. En glútenlaus pakkamatur er lúxusvara. Ert þú eða barnið þitt á glútenlausu fæði og ert alltaf með nesti? Ertu með selíak? Mig langar að heyra frá þér. Ég ætla nefnilega að breyta heiminum. Sendu mér línu: glutenlaust@gmail.com *Selíak sjúkdómurinn er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem eina meðferðin er glútenlaust fæði ævilangt. Talið er að um 1% fólks á jörðinni sé með selíak en sumsstaðar eru hlutfallið hærra. Það eru þá um 3820 Íslendingar, sem þó eru margir án greiningar eða með ranga greiningu. Þá eru ótaldir þeir sem eru á glútenlausu fæði af öðrum ástæðum. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Við tökum með okkur nesti ef við förum í heimsókn, í matarboð, í fermingarveislu, í útskriftarveislu, jarðarför, út að borða eða í sund. Það er ekkert bakarí, fáir veitingastaðir sem vilja skilja og leggja sig fram og stundum eru hillurnar í búðunum tómar. Það er engin ostaslaufa eða snúður. Það er ekkert hægt að grípa með eitthvað einfalt og fljótlegt. Ekki þegar maður er með selíak* á Íslandi. En fólk á glútenlausu fæði verður alveg jafn svangt og annað fólk. Og það er mikilvægt að vera boðið að borðinu og það sé eitthvað næs fyrir alla. Verðið á glútenlausum vörum eru 200-500% dýrari en sambærilegar vörur og ríkið tekur engan þátt í kostnaði fyrir barn með sjálfsofnæmissjúkdóminn selíak. Af hverju? Vitiði hvað það kostar að vera alltaf með nesti? Eða hvað það tekur langan tíma? Þessi litli græni poki með 100gr af glútenlausu kexi kostar 659kr í Nettó. Tveir pakkar eru á 1318kr - 200gr. Þetta er glútenlaust kex. Grissini úr heilhveiti frá Anglamark, 120 gr. kostar 389 kr í Nettó. Tveir pakkar af því kosta 778kr - 240gr. Þetta er kex með glúteni. GLÚTENLAUST KEX ER HELMINGI DÝRARA EN VENJULEGT KEX. Auðvitað er hægt að segja að maður eigi ekkert að vera að kaupa þessar unnu vörur. En matur er félagslegt fyrirbæri og það er líka dýrt að borða hreint fæði í öll mál. Þess vegna borðar fólk með lítið á milli handanna pakkamat. En glútenlaus pakkamatur er lúxusvara. Ert þú eða barnið þitt á glútenlausu fæði og ert alltaf með nesti? Ertu með selíak? Mig langar að heyra frá þér. Ég ætla nefnilega að breyta heiminum. Sendu mér línu: glutenlaust@gmail.com *Selíak sjúkdómurinn er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem eina meðferðin er glútenlaust fæði ævilangt. Talið er að um 1% fólks á jörðinni sé með selíak en sumsstaðar eru hlutfallið hærra. Það eru þá um 3820 Íslendingar, sem þó eru margir án greiningar eða með ranga greiningu. Þá eru ótaldir þeir sem eru á glútenlausu fæði af öðrum ástæðum. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun