„Það er erfitt að brjóta okkur niður“ Hinrik Wöhler skrifar 26. júlí 2024 21:30 Ásta Eir Árnadóttir skoraði sitt fyrsta mark í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Vilhelm Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði eina mark leiksins þegar liðið sigraði Fylki á heimavelli í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Þrátt fyrir sigur fannst Ástu frammistaðan ekki upp á marga fiska. „Þetta var ekkert spes, mér fannst við eiga fína spilkafla í fyrri hálfleik en frekar „sloppy“. Oft á tíðum lélegar sendingar og við þurftum að hlaupa að þeim. Mjög gott þó að klára þetta,“ sagði Ásta Eir eftir leikinn. Blikar voru með góð tök á leiknum og sóttu mikið að marki Fylkis. Þær náðu þó aðeins einu sinni að koma boltanum fram hjá Tinnu Brá Magnúsdóttur í marki Fylkis. „Við vorum að komast inn í teiginn en það vantaði aðeins sjálfstraust eða eitthvað til þess að skjóta á markið og reyna á markmanninn. Við ætluðum bara að rekja hann inn en ég held að þessar sem voru þarna frammi vita best hvernig eigi að klára þetta. Við vorum ekki alveg að opna þær nægilega vel. Mér fannst þó aldrei nein hætta, þær fengu ekki færi þó þær lágu aðeins á okkur í lokin. Vorum góðar til baka og engin opin færi frá þeim,“ sagði Ásta um sóknarleik liðsins. Þetta er fimmti leikurinn í röð sem Breiðablik sigrar og hafa haldið hreinu í þeim öllum. Ásta er að vonum sátt með varnarleikinn í undanförnum leikjum. „Mjög gott, við erum að færa vel og erum þéttar, það er erfitt að brjóta okkur niður. Við erum sáttar með að halda markinu hreinu, svo lengi sem við skorum.“ Eftir stuttan darraðardans í vítateignum fór skot Ástu í markið í upphafi leiks. Hún var ekki í miklum vafa um að markið væri hennar þegar hún var spurð. „Ég ætla rétt að vona það, ég setti hann á nær. Kannski smá viðkoma en það var mjög gott að skora,“ sagði Ásta Eir glettin á svip að lokum. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira
„Þetta var ekkert spes, mér fannst við eiga fína spilkafla í fyrri hálfleik en frekar „sloppy“. Oft á tíðum lélegar sendingar og við þurftum að hlaupa að þeim. Mjög gott þó að klára þetta,“ sagði Ásta Eir eftir leikinn. Blikar voru með góð tök á leiknum og sóttu mikið að marki Fylkis. Þær náðu þó aðeins einu sinni að koma boltanum fram hjá Tinnu Brá Magnúsdóttur í marki Fylkis. „Við vorum að komast inn í teiginn en það vantaði aðeins sjálfstraust eða eitthvað til þess að skjóta á markið og reyna á markmanninn. Við ætluðum bara að rekja hann inn en ég held að þessar sem voru þarna frammi vita best hvernig eigi að klára þetta. Við vorum ekki alveg að opna þær nægilega vel. Mér fannst þó aldrei nein hætta, þær fengu ekki færi þó þær lágu aðeins á okkur í lokin. Vorum góðar til baka og engin opin færi frá þeim,“ sagði Ásta um sóknarleik liðsins. Þetta er fimmti leikurinn í röð sem Breiðablik sigrar og hafa haldið hreinu í þeim öllum. Ásta er að vonum sátt með varnarleikinn í undanförnum leikjum. „Mjög gott, við erum að færa vel og erum þéttar, það er erfitt að brjóta okkur niður. Við erum sáttar með að halda markinu hreinu, svo lengi sem við skorum.“ Eftir stuttan darraðardans í vítateignum fór skot Ástu í markið í upphafi leiks. Hún var ekki í miklum vafa um að markið væri hennar þegar hún var spurð. „Ég ætla rétt að vona það, ég setti hann á nær. Kannski smá viðkoma en það var mjög gott að skora,“ sagði Ásta Eir glettin á svip að lokum.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira