Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2024 13:38 Frá vettvangi í Kópavogi umrætt kvöld. Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. Það var um klukkan hálf ellefu föstudagskvöldið 21. júní að tvenn vinahjón á sextugsaldri voru á göngu á göngustíg nærri Lundi Kópavogsmegin í Fossvogsdal. Karlmaður kom aðvífandi á rafhlaupahjóli og ók hjólinu utan í annan eiginmanninn. Sá missti jafnvægið við höggið og voru hjónin á göngunni ekki sátt við aksturslag mannsins á rafhlaupahjólinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu brást maðurinn illa við athugasemdum vinahjónanna sem töldu hann hafa ekið ógætilega á göngustígnum. Maðurinn sem er þrítugur Íslendingur gekk í átt að annarri konunni sem hafði skammað manninn fyrir hegðun sína. Annar eiginmaðurinn, læknir á sextugsaldri, steig þá í veg fyrir manninn sem hann taldi ætla að ógna konunni. Þá tók maðurinn upp hníf. Læknirinn særðist alvarlega en hann fékk stungu bæði í hálsinn og magann. Það var honum til happs að önnur eiginkonan er hjúkrunarfræðingur og gat því brugðist við aðstæðum eins vel og kostur var áður en sjúkrabíla og lögreglu bar að garði. Var hann fluttur á sjúkrahús þar sem læknar töldu mikla mildi að maðurinn hefði komist lífs af. Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi hnífamaðurinn að flýja á hlaupum eftir að hafa stungið lækninn. Hinn eiginmaðurinn horfði á eftir hnífamanninum en greip svo rafhlaupahjólið og notaði til að elta hann uppi. Fór svo að hann hafði hnífamanninn undir en uppskar sár á höndum eftir hnífinn. Hann hélt hnífamanninum þar til lögregla mætti á svæðið. Hnífamaðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 21. ágúst. Héraðsdómur samþykkti kröfu lögreglunnar þess efnis en maðurinn kærði niðurstöðuna til Landsréttar. Rétturinn samþykkti niðurstöðu héraðsdóms um áframhaldandi varðhald. Lögreglumál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Það var um klukkan hálf ellefu föstudagskvöldið 21. júní að tvenn vinahjón á sextugsaldri voru á göngu á göngustíg nærri Lundi Kópavogsmegin í Fossvogsdal. Karlmaður kom aðvífandi á rafhlaupahjóli og ók hjólinu utan í annan eiginmanninn. Sá missti jafnvægið við höggið og voru hjónin á göngunni ekki sátt við aksturslag mannsins á rafhlaupahjólinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu brást maðurinn illa við athugasemdum vinahjónanna sem töldu hann hafa ekið ógætilega á göngustígnum. Maðurinn sem er þrítugur Íslendingur gekk í átt að annarri konunni sem hafði skammað manninn fyrir hegðun sína. Annar eiginmaðurinn, læknir á sextugsaldri, steig þá í veg fyrir manninn sem hann taldi ætla að ógna konunni. Þá tók maðurinn upp hníf. Læknirinn særðist alvarlega en hann fékk stungu bæði í hálsinn og magann. Það var honum til happs að önnur eiginkonan er hjúkrunarfræðingur og gat því brugðist við aðstæðum eins vel og kostur var áður en sjúkrabíla og lögreglu bar að garði. Var hann fluttur á sjúkrahús þar sem læknar töldu mikla mildi að maðurinn hefði komist lífs af. Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi hnífamaðurinn að flýja á hlaupum eftir að hafa stungið lækninn. Hinn eiginmaðurinn horfði á eftir hnífamanninum en greip svo rafhlaupahjólið og notaði til að elta hann uppi. Fór svo að hann hafði hnífamanninn undir en uppskar sár á höndum eftir hnífinn. Hann hélt hnífamanninum þar til lögregla mætti á svæðið. Hnífamaðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 21. ágúst. Héraðsdómur samþykkti kröfu lögreglunnar þess efnis en maðurinn kærði niðurstöðuna til Landsréttar. Rétturinn samþykkti niðurstöðu héraðsdóms um áframhaldandi varðhald.
Lögreglumál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05
Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56
Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33