Segir málið hið sérkennilegasta og krefst svara Ritstjórn skrifar 26. júlí 2024 10:35 Guðrún bíður eftir svörum frá Þjóðskrá um nafnabreytinguna. vísir Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir gögnum frá Þjóðskrá vegna nafnabreytingar Mohammad Kourini sem fékk nafni sínu breytt í Mohamad Th. Jóhannesson. Hún væntir svara frá stofnuninni og ítrekar að sveigjanleiki í lögum um nafnabreytingar sé ekki ætlaður að auðvelda brotamönnum að fela sig í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir málið hið sérkennilegasta en Mohamad var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og önnur brot. „Já mér finnst þetta kalla á viðbrögð. Mér finnst dapurlegt að sjá að einstaklingar, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar, ætli að misnota þau kerfi, lög og reglur sem við höfum sammælst um hér,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir og bætir við að hér á landi hafi ríkt nokkuð frjálsleg stefna þegar kemur að breytingu á mannanöfnum eða kenninöfnum. Ríkar ástæður þurfi að vera að baki Þá telur hún fulla ástæðu til að skoða nánar hvernig unnið sé eftir þessum lögum. „Það er alveg skýrt að við erum með ákvæði í lögunum sem heimila fólki að skipta um kenninafn ef ríkar ástæður eru þar að baki. Hins vegar höfum við verið ströng í túlkun okkar á því ákvæði, hvernig ber að gera það.“ Og hefur Guðrún þegar óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um hvernig þau beita þessu undanþáguákvæði. „Og ég vænti svara frá þeim í þá veruna og þegar ég hef fengið þau svör þá get ég fyrst tekið ákvörðun um hvort ég telji ástæðu til að annað hvort gera breytingar á lögunum eða gera breytingar á því vinnufyrirkomulagi sem þarna er viðhaft.“ Ekki tilgangur laganna „Ég vil ítreka að þessi sveigjanleiki sem íslensk stjórnvöld veita landsmönnum, að hafa tækifæri til að skipta um nafn, hann var aldrei hugsaður til þess að dæmdir afbrotamenn gætu nýtt sér þessa möguleika til þess að fela sig einhvern veginn undir öðrum formerkjum hér í samfélaginu.“ Mannanöfn Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. 23. júlí 2024 21:38 Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. 23. júlí 2024 12:07 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir málið hið sérkennilegasta en Mohamad var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og önnur brot. „Já mér finnst þetta kalla á viðbrögð. Mér finnst dapurlegt að sjá að einstaklingar, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar, ætli að misnota þau kerfi, lög og reglur sem við höfum sammælst um hér,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir og bætir við að hér á landi hafi ríkt nokkuð frjálsleg stefna þegar kemur að breytingu á mannanöfnum eða kenninöfnum. Ríkar ástæður þurfi að vera að baki Þá telur hún fulla ástæðu til að skoða nánar hvernig unnið sé eftir þessum lögum. „Það er alveg skýrt að við erum með ákvæði í lögunum sem heimila fólki að skipta um kenninafn ef ríkar ástæður eru þar að baki. Hins vegar höfum við verið ströng í túlkun okkar á því ákvæði, hvernig ber að gera það.“ Og hefur Guðrún þegar óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um hvernig þau beita þessu undanþáguákvæði. „Og ég vænti svara frá þeim í þá veruna og þegar ég hef fengið þau svör þá get ég fyrst tekið ákvörðun um hvort ég telji ástæðu til að annað hvort gera breytingar á lögunum eða gera breytingar á því vinnufyrirkomulagi sem þarna er viðhaft.“ Ekki tilgangur laganna „Ég vil ítreka að þessi sveigjanleiki sem íslensk stjórnvöld veita landsmönnum, að hafa tækifæri til að skipta um nafn, hann var aldrei hugsaður til þess að dæmdir afbrotamenn gætu nýtt sér þessa möguleika til þess að fela sig einhvern veginn undir öðrum formerkjum hér í samfélaginu.“
Mannanöfn Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. 23. júlí 2024 21:38 Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. 23. júlí 2024 12:07 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. 23. júlí 2024 21:38
Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. 23. júlí 2024 12:07