Theódór Elmar óttast krossbandsslit: „Vona það besta en hræddur um það versta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2024 09:51 Theódór Elmar Bjarnason óttast að ferlinum sé lokið. Vísir/Anton Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður KR í Bestu deild karla, varð fyrir hnémeiðslum á æfingu hjá liðinu í vikunni. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru. 433.is greindi fyrst frá í morgun. Elmar varð fyrir hnjaski á æfingu á þriðjudag og hefur verið á hliðarlínunni síðan þar sem snerist upp á hnéð hans. Miklar bólgur eru í hnénu. „Það er ekkert staðfest í þessu fyrr en maður er búinn í myndatöku. Maður vonar það besta þó maður sé hræddur um það versta,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Ljóst sé að sé um krossbandsslit að ræða sé ferli hans lokið, en Theódór er 37 ára gamall. Hann segir vissulega óþægilegt að bíða tíðinda hvað þetta varðar en jafnaðargeðið skín þó í gegn. „Maður er enn að meðtaka þetta ef þetta skyldi vera endirinn á þessu öllu saman. En ef það er einhvern tíma jákvætt að meiðast er það þegar maður er alveg að fara að hætta í fótbolta. Þá er sú ákvörðun bara tekin fyrir mann í raun og veru,“ segir Theódór. Sé um tognun á hné að ræða yrði Elmar að líkindum frá í um tvær til fjórar vikur og gæti þá náð lokakafla tímabilsins. Komi það versta út úr myndatökunni er ferlinum lokið. „Ég vonast til að komast í myndatöku sem fyrst. Þá fær maður þetta staðfest og þá getur maður farið að plana út frá því, hvernig maður vill hafa þetta. Ég hef alltaf veirð þannig að ég er ekkert að stressa mig fyrr en hlutirnir koma í ljós,“ „Ef maður fær þær fréttir er það ekkert mál, og maður vinnur út frá því,“ segir Theódór Elmar. Elmar segir tímapunktinn þó slæman út frá stöðunni sem lið hans KR er í. Liðið hefur átt í miklum erfiðleikum og er aðeins þremur stigum frá botni Bestu deildarinnar. „Auðvitað er það alveg skelfilegt. Hundleiðinlegt að geta þá ekki verið inni á vellinum að hjálpa til. Ég hef fulla trú á mínum mönnum, með eða án mín, að þeir geti snúið þessu gengi við,“ segir Theódór Elmar. KR hefur aðeins unnið einn leik af síðustu 13 í Bestu deildinni. Næsti leikur er við KA að Meistaravöllum á mánudaginn kemur. Besta deild karla KR Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
433.is greindi fyrst frá í morgun. Elmar varð fyrir hnjaski á æfingu á þriðjudag og hefur verið á hliðarlínunni síðan þar sem snerist upp á hnéð hans. Miklar bólgur eru í hnénu. „Það er ekkert staðfest í þessu fyrr en maður er búinn í myndatöku. Maður vonar það besta þó maður sé hræddur um það versta,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Ljóst sé að sé um krossbandsslit að ræða sé ferli hans lokið, en Theódór er 37 ára gamall. Hann segir vissulega óþægilegt að bíða tíðinda hvað þetta varðar en jafnaðargeðið skín þó í gegn. „Maður er enn að meðtaka þetta ef þetta skyldi vera endirinn á þessu öllu saman. En ef það er einhvern tíma jákvætt að meiðast er það þegar maður er alveg að fara að hætta í fótbolta. Þá er sú ákvörðun bara tekin fyrir mann í raun og veru,“ segir Theódór. Sé um tognun á hné að ræða yrði Elmar að líkindum frá í um tvær til fjórar vikur og gæti þá náð lokakafla tímabilsins. Komi það versta út úr myndatökunni er ferlinum lokið. „Ég vonast til að komast í myndatöku sem fyrst. Þá fær maður þetta staðfest og þá getur maður farið að plana út frá því, hvernig maður vill hafa þetta. Ég hef alltaf veirð þannig að ég er ekkert að stressa mig fyrr en hlutirnir koma í ljós,“ „Ef maður fær þær fréttir er það ekkert mál, og maður vinnur út frá því,“ segir Theódór Elmar. Elmar segir tímapunktinn þó slæman út frá stöðunni sem lið hans KR er í. Liðið hefur átt í miklum erfiðleikum og er aðeins þremur stigum frá botni Bestu deildarinnar. „Auðvitað er það alveg skelfilegt. Hundleiðinlegt að geta þá ekki verið inni á vellinum að hjálpa til. Ég hef fulla trú á mínum mönnum, með eða án mín, að þeir geti snúið þessu gengi við,“ segir Theódór Elmar. KR hefur aðeins unnið einn leik af síðustu 13 í Bestu deildinni. Næsti leikur er við KA að Meistaravöllum á mánudaginn kemur.
Besta deild karla KR Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki