Framkvæmdastjóri Rey Cup: Landsliðskonur hjálpa við að lokka stórliðin Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. júlí 2024 14:02 Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir hjálpuðu Gunnhildi að lokka stórliðið Bayern Munchen að Rey Cup mótinu í sumar. stöð 2 sport Helena Ólafsdóttir hitaði upp að venju fyrir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna og fékk til sín góðan gest, Gunnhildi Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóra Rey Cup fótboltamótsins. Þær stöllur fóru vel yfir mótið sem fer fram núna um helgina í Laugardalnum, opnunarhátíðin verður í kvöld og spilað verður fram á sunnudag. Bayern München mætir þökk sé landsliðskonum Fjöldi erlendra liða tekur þátt líkt og undanfarin ár, má þar nefna stórlið á borð við West Ham, Arsenal, Brighton, Bayern Munchen og Nordsjælland. „Við leggjum mikið upp úr því að auglýsa mótið erlendis og ná til þessara liða. Það hefur verið mjög skemmtilegt að sjá hvað landsliðsfólkið er duglegt að hjálpa okkur. Við hefðum aldrei komist í samband við Bayern Munchen nema Cecilía og Glódís hjálpuðu okkur þar,“ sagði Gunnhildur. Skipulagsringulreið sem væri ómöguleg án öflugra sjálfboðaliða Yfir fjögur hundruð leikir fara fram á ellefu leikvöllum um helgina og rúmlega þúsund þátttakendur gista í skólum og félagsmiðstöðvum hverfisins. Mikil undirbúningsvinna hefur farið í skipulagningu mótsins og enn meiri vinna mun vera um helgina við að halda sjálft mótið. Þar leggjast allir Þróttarar á eitt. „Við erum með yfir 400 sjálfboðaliða á mótinu, gríðarlegur fjöldi og við stólum á að Þróttarasamfélagið komi sér saman til að þetta gangi upp. Þetta væri ekki hægt án þeirra og þetta sýnir hversu sterkt samfélagið er. Það er alltaf eitthvað sem mun koma upp og við þurfum að leysa í hvelli en ég er með mjög gott teymi með mér í þessu, það er góð samheldni í Þrótti og það róar mig mjög mikið.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð Þá var að endingu auðvitað farið yfir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna. Gunnhildur er fyrrum leikmaður Þróttar, á að baki 28 leiki í deild og bikar fyrir félagið á fremur stuttum ferli. Umferðin hefst með þremur leikjum í kvöld og lýkur með tveimur leikjum á föstudag, þar mætir fyrrum lið Gunnhildar Víkingi. 14. umferð Bestu deildar kvenna Miðvikudagur, 24. júlí, klukkan 18:00 FH-Stjarnan Tindastóll-Valur Keflavík-Þór/KA Föstudagur, 26. júlí, klukkan 18:00 Víkingur-Þróttur Breiðablik-Fylkir Allir leikir verða í beinni textalýsingu á Vísi og beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Umferðin öll verður svo gerð upp í Bestu Mörkunum strax eftir leik á föstudag. Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík ReyCup Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Þær stöllur fóru vel yfir mótið sem fer fram núna um helgina í Laugardalnum, opnunarhátíðin verður í kvöld og spilað verður fram á sunnudag. Bayern München mætir þökk sé landsliðskonum Fjöldi erlendra liða tekur þátt líkt og undanfarin ár, má þar nefna stórlið á borð við West Ham, Arsenal, Brighton, Bayern Munchen og Nordsjælland. „Við leggjum mikið upp úr því að auglýsa mótið erlendis og ná til þessara liða. Það hefur verið mjög skemmtilegt að sjá hvað landsliðsfólkið er duglegt að hjálpa okkur. Við hefðum aldrei komist í samband við Bayern Munchen nema Cecilía og Glódís hjálpuðu okkur þar,“ sagði Gunnhildur. Skipulagsringulreið sem væri ómöguleg án öflugra sjálfboðaliða Yfir fjögur hundruð leikir fara fram á ellefu leikvöllum um helgina og rúmlega þúsund þátttakendur gista í skólum og félagsmiðstöðvum hverfisins. Mikil undirbúningsvinna hefur farið í skipulagningu mótsins og enn meiri vinna mun vera um helgina við að halda sjálft mótið. Þar leggjast allir Þróttarar á eitt. „Við erum með yfir 400 sjálfboðaliða á mótinu, gríðarlegur fjöldi og við stólum á að Þróttarasamfélagið komi sér saman til að þetta gangi upp. Þetta væri ekki hægt án þeirra og þetta sýnir hversu sterkt samfélagið er. Það er alltaf eitthvað sem mun koma upp og við þurfum að leysa í hvelli en ég er með mjög gott teymi með mér í þessu, það er góð samheldni í Þrótti og það róar mig mjög mikið.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð Þá var að endingu auðvitað farið yfir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna. Gunnhildur er fyrrum leikmaður Þróttar, á að baki 28 leiki í deild og bikar fyrir félagið á fremur stuttum ferli. Umferðin hefst með þremur leikjum í kvöld og lýkur með tveimur leikjum á föstudag, þar mætir fyrrum lið Gunnhildar Víkingi. 14. umferð Bestu deildar kvenna Miðvikudagur, 24. júlí, klukkan 18:00 FH-Stjarnan Tindastóll-Valur Keflavík-Þór/KA Föstudagur, 26. júlí, klukkan 18:00 Víkingur-Þróttur Breiðablik-Fylkir Allir leikir verða í beinni textalýsingu á Vísi og beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Umferðin öll verður svo gerð upp í Bestu Mörkunum strax eftir leik á föstudag.
14. umferð Bestu deildar kvenna Miðvikudagur, 24. júlí, klukkan 18:00 FH-Stjarnan Tindastóll-Valur Keflavík-Þór/KA Föstudagur, 26. júlí, klukkan 18:00 Víkingur-Þróttur Breiðablik-Fylkir
Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík ReyCup Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira