Framkvæmdastjóri Rey Cup: Landsliðskonur hjálpa við að lokka stórliðin Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. júlí 2024 14:02 Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir hjálpuðu Gunnhildi að lokka stórliðið Bayern Munchen að Rey Cup mótinu í sumar. stöð 2 sport Helena Ólafsdóttir hitaði upp að venju fyrir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna og fékk til sín góðan gest, Gunnhildi Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóra Rey Cup fótboltamótsins. Þær stöllur fóru vel yfir mótið sem fer fram núna um helgina í Laugardalnum, opnunarhátíðin verður í kvöld og spilað verður fram á sunnudag. Bayern München mætir þökk sé landsliðskonum Fjöldi erlendra liða tekur þátt líkt og undanfarin ár, má þar nefna stórlið á borð við West Ham, Arsenal, Brighton, Bayern Munchen og Nordsjælland. „Við leggjum mikið upp úr því að auglýsa mótið erlendis og ná til þessara liða. Það hefur verið mjög skemmtilegt að sjá hvað landsliðsfólkið er duglegt að hjálpa okkur. Við hefðum aldrei komist í samband við Bayern Munchen nema Cecilía og Glódís hjálpuðu okkur þar,“ sagði Gunnhildur. Skipulagsringulreið sem væri ómöguleg án öflugra sjálfboðaliða Yfir fjögur hundruð leikir fara fram á ellefu leikvöllum um helgina og rúmlega þúsund þátttakendur gista í skólum og félagsmiðstöðvum hverfisins. Mikil undirbúningsvinna hefur farið í skipulagningu mótsins og enn meiri vinna mun vera um helgina við að halda sjálft mótið. Þar leggjast allir Þróttarar á eitt. „Við erum með yfir 400 sjálfboðaliða á mótinu, gríðarlegur fjöldi og við stólum á að Þróttarasamfélagið komi sér saman til að þetta gangi upp. Þetta væri ekki hægt án þeirra og þetta sýnir hversu sterkt samfélagið er. Það er alltaf eitthvað sem mun koma upp og við þurfum að leysa í hvelli en ég er með mjög gott teymi með mér í þessu, það er góð samheldni í Þrótti og það róar mig mjög mikið.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð Þá var að endingu auðvitað farið yfir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna. Gunnhildur er fyrrum leikmaður Þróttar, á að baki 28 leiki í deild og bikar fyrir félagið á fremur stuttum ferli. Umferðin hefst með þremur leikjum í kvöld og lýkur með tveimur leikjum á föstudag, þar mætir fyrrum lið Gunnhildar Víkingi. 14. umferð Bestu deildar kvenna Miðvikudagur, 24. júlí, klukkan 18:00 FH-Stjarnan Tindastóll-Valur Keflavík-Þór/KA Föstudagur, 26. júlí, klukkan 18:00 Víkingur-Þróttur Breiðablik-Fylkir Allir leikir verða í beinni textalýsingu á Vísi og beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Umferðin öll verður svo gerð upp í Bestu Mörkunum strax eftir leik á föstudag. Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík ReyCup Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Þær stöllur fóru vel yfir mótið sem fer fram núna um helgina í Laugardalnum, opnunarhátíðin verður í kvöld og spilað verður fram á sunnudag. Bayern München mætir þökk sé landsliðskonum Fjöldi erlendra liða tekur þátt líkt og undanfarin ár, má þar nefna stórlið á borð við West Ham, Arsenal, Brighton, Bayern Munchen og Nordsjælland. „Við leggjum mikið upp úr því að auglýsa mótið erlendis og ná til þessara liða. Það hefur verið mjög skemmtilegt að sjá hvað landsliðsfólkið er duglegt að hjálpa okkur. Við hefðum aldrei komist í samband við Bayern Munchen nema Cecilía og Glódís hjálpuðu okkur þar,“ sagði Gunnhildur. Skipulagsringulreið sem væri ómöguleg án öflugra sjálfboðaliða Yfir fjögur hundruð leikir fara fram á ellefu leikvöllum um helgina og rúmlega þúsund þátttakendur gista í skólum og félagsmiðstöðvum hverfisins. Mikil undirbúningsvinna hefur farið í skipulagningu mótsins og enn meiri vinna mun vera um helgina við að halda sjálft mótið. Þar leggjast allir Þróttarar á eitt. „Við erum með yfir 400 sjálfboðaliða á mótinu, gríðarlegur fjöldi og við stólum á að Þróttarasamfélagið komi sér saman til að þetta gangi upp. Þetta væri ekki hægt án þeirra og þetta sýnir hversu sterkt samfélagið er. Það er alltaf eitthvað sem mun koma upp og við þurfum að leysa í hvelli en ég er með mjög gott teymi með mér í þessu, það er góð samheldni í Þrótti og það róar mig mjög mikið.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð Þá var að endingu auðvitað farið yfir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna. Gunnhildur er fyrrum leikmaður Þróttar, á að baki 28 leiki í deild og bikar fyrir félagið á fremur stuttum ferli. Umferðin hefst með þremur leikjum í kvöld og lýkur með tveimur leikjum á föstudag, þar mætir fyrrum lið Gunnhildar Víkingi. 14. umferð Bestu deildar kvenna Miðvikudagur, 24. júlí, klukkan 18:00 FH-Stjarnan Tindastóll-Valur Keflavík-Þór/KA Föstudagur, 26. júlí, klukkan 18:00 Víkingur-Þróttur Breiðablik-Fylkir Allir leikir verða í beinni textalýsingu á Vísi og beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Umferðin öll verður svo gerð upp í Bestu Mörkunum strax eftir leik á föstudag.
14. umferð Bestu deildar kvenna Miðvikudagur, 24. júlí, klukkan 18:00 FH-Stjarnan Tindastóll-Valur Keflavík-Þór/KA Föstudagur, 26. júlí, klukkan 18:00 Víkingur-Þróttur Breiðablik-Fylkir
Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík ReyCup Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti