Framkvæmdastjóri Rey Cup: Landsliðskonur hjálpa við að lokka stórliðin Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. júlí 2024 14:02 Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir hjálpuðu Gunnhildi að lokka stórliðið Bayern Munchen að Rey Cup mótinu í sumar. stöð 2 sport Helena Ólafsdóttir hitaði upp að venju fyrir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna og fékk til sín góðan gest, Gunnhildi Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóra Rey Cup fótboltamótsins. Þær stöllur fóru vel yfir mótið sem fer fram núna um helgina í Laugardalnum, opnunarhátíðin verður í kvöld og spilað verður fram á sunnudag. Bayern München mætir þökk sé landsliðskonum Fjöldi erlendra liða tekur þátt líkt og undanfarin ár, má þar nefna stórlið á borð við West Ham, Arsenal, Brighton, Bayern Munchen og Nordsjælland. „Við leggjum mikið upp úr því að auglýsa mótið erlendis og ná til þessara liða. Það hefur verið mjög skemmtilegt að sjá hvað landsliðsfólkið er duglegt að hjálpa okkur. Við hefðum aldrei komist í samband við Bayern Munchen nema Cecilía og Glódís hjálpuðu okkur þar,“ sagði Gunnhildur. Skipulagsringulreið sem væri ómöguleg án öflugra sjálfboðaliða Yfir fjögur hundruð leikir fara fram á ellefu leikvöllum um helgina og rúmlega þúsund þátttakendur gista í skólum og félagsmiðstöðvum hverfisins. Mikil undirbúningsvinna hefur farið í skipulagningu mótsins og enn meiri vinna mun vera um helgina við að halda sjálft mótið. Þar leggjast allir Þróttarar á eitt. „Við erum með yfir 400 sjálfboðaliða á mótinu, gríðarlegur fjöldi og við stólum á að Þróttarasamfélagið komi sér saman til að þetta gangi upp. Þetta væri ekki hægt án þeirra og þetta sýnir hversu sterkt samfélagið er. Það er alltaf eitthvað sem mun koma upp og við þurfum að leysa í hvelli en ég er með mjög gott teymi með mér í þessu, það er góð samheldni í Þrótti og það róar mig mjög mikið.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð Þá var að endingu auðvitað farið yfir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna. Gunnhildur er fyrrum leikmaður Þróttar, á að baki 28 leiki í deild og bikar fyrir félagið á fremur stuttum ferli. Umferðin hefst með þremur leikjum í kvöld og lýkur með tveimur leikjum á föstudag, þar mætir fyrrum lið Gunnhildar Víkingi. 14. umferð Bestu deildar kvenna Miðvikudagur, 24. júlí, klukkan 18:00 FH-Stjarnan Tindastóll-Valur Keflavík-Þór/KA Föstudagur, 26. júlí, klukkan 18:00 Víkingur-Þróttur Breiðablik-Fylkir Allir leikir verða í beinni textalýsingu á Vísi og beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Umferðin öll verður svo gerð upp í Bestu Mörkunum strax eftir leik á föstudag. Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík ReyCup Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Þær stöllur fóru vel yfir mótið sem fer fram núna um helgina í Laugardalnum, opnunarhátíðin verður í kvöld og spilað verður fram á sunnudag. Bayern München mætir þökk sé landsliðskonum Fjöldi erlendra liða tekur þátt líkt og undanfarin ár, má þar nefna stórlið á borð við West Ham, Arsenal, Brighton, Bayern Munchen og Nordsjælland. „Við leggjum mikið upp úr því að auglýsa mótið erlendis og ná til þessara liða. Það hefur verið mjög skemmtilegt að sjá hvað landsliðsfólkið er duglegt að hjálpa okkur. Við hefðum aldrei komist í samband við Bayern Munchen nema Cecilía og Glódís hjálpuðu okkur þar,“ sagði Gunnhildur. Skipulagsringulreið sem væri ómöguleg án öflugra sjálfboðaliða Yfir fjögur hundruð leikir fara fram á ellefu leikvöllum um helgina og rúmlega þúsund þátttakendur gista í skólum og félagsmiðstöðvum hverfisins. Mikil undirbúningsvinna hefur farið í skipulagningu mótsins og enn meiri vinna mun vera um helgina við að halda sjálft mótið. Þar leggjast allir Þróttarar á eitt. „Við erum með yfir 400 sjálfboðaliða á mótinu, gríðarlegur fjöldi og við stólum á að Þróttarasamfélagið komi sér saman til að þetta gangi upp. Þetta væri ekki hægt án þeirra og þetta sýnir hversu sterkt samfélagið er. Það er alltaf eitthvað sem mun koma upp og við þurfum að leysa í hvelli en ég er með mjög gott teymi með mér í þessu, það er góð samheldni í Þrótti og það róar mig mjög mikið.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð Þá var að endingu auðvitað farið yfir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna. Gunnhildur er fyrrum leikmaður Þróttar, á að baki 28 leiki í deild og bikar fyrir félagið á fremur stuttum ferli. Umferðin hefst með þremur leikjum í kvöld og lýkur með tveimur leikjum á föstudag, þar mætir fyrrum lið Gunnhildar Víkingi. 14. umferð Bestu deildar kvenna Miðvikudagur, 24. júlí, klukkan 18:00 FH-Stjarnan Tindastóll-Valur Keflavík-Þór/KA Föstudagur, 26. júlí, klukkan 18:00 Víkingur-Þróttur Breiðablik-Fylkir Allir leikir verða í beinni textalýsingu á Vísi og beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Umferðin öll verður svo gerð upp í Bestu Mörkunum strax eftir leik á föstudag.
14. umferð Bestu deildar kvenna Miðvikudagur, 24. júlí, klukkan 18:00 FH-Stjarnan Tindastóll-Valur Keflavík-Þór/KA Föstudagur, 26. júlí, klukkan 18:00 Víkingur-Þróttur Breiðablik-Fylkir
Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík ReyCup Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira