Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Jón Þór Stefánsson skrifar 23. júlí 2024 21:38 Bryndís Haraldsdóttir og Sigríður Á Andersen velta fyrir sér nafnabreytingu Mohamads Thors Jóhannessonar, sem áður bar eftirnafnið Kourani. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. „Ég held að af mörgu leyti séu lögin nú ágæt, og yfirleitt hefur mér frekar fundist þau of ströng ef eitthvað er,“ sagði Bryndís í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði fulla ástæðu til að skoða það hversu algengt það sé að erlendir ríkisborgarar óski eftir nafnabreytingum hér á landi, og hvernig það skilar sér til landsins þar sem viðkomandi er ríkisborgari. „Í þessu máli er um að ræða mann sem hefur brotið töluvert af sér og er dæmdur. Þá er þetta auðvitað eitthvað sem vekur upp spurningar og við þurfum að fara vel yfir,“ sagði Bryndís sem bætir við að mikilvægt sé í þessu máli, og ef önnur sambærileg mál komi upp, að viðkomandi sé með rétt auðkenni. Á meðal þess sem Bryndís velti fyrir sér er hvort að það verði gert að skilyrði að einstaklingur þurfi að vera íslenskur ríkisborgari til þess að breyta um nafn hér á landi. „Vegna þess að við vitum það að ef þú ert íslenskur ríkisborgari og þarft að breyta um nafn að næst þegar þú þarft að endurnýja vegabréf eða ökuskírteini eða önnur skilríki þá breytist nafnið með. En það er ekki þar með sagt að slík skilríki breytist ef þú ert ríkisborgari annars lands.“ Þekkt dæmi séu um það að dæmdir menn hafi breytt um nafn. „Maður hefur litið á það þannig að það sé þegar fólk hefur setið af sér og er að reyna að snúa við blaðinu og hefja nýtt líf. En við höfum ekki heyrt sögur eins og þessa áður, enda er hún alveg frá byrjun og til dagsins í dag stórfurðuleg með öllum hætti,“ segir Bryndís. Undanþágunni ætlað að vernda saklausa borgara - ekki öfugt Sigríður Á Andersen tekur í sama streng og Bryndís í færslu sem hún birti á Facebook í kvöld. Hún vísar til orða Soffíu Svanhildar- Felixdóttur, deildarstjóra hjá Þjóðskrá, sem minntist í viðtali við fréttastofu í dag á undanþáguatkvæði í mannanafnalögum sem heimilar kenninafnsbreytingu. Soffía sagði að það þyrftu að vera sterk rök fyrir slíkri beiðni. Í færslu sinni segir Sigríður að spurningar vakni um hverjar ástæður fyrir kenninafnsbreytingu geti verið, og bendir á að miðað við athugasemdir með lagaákvæðinu sé lagt til að það sé túlkað þrönt. „Það þýðir að færri en fleiri tilvik falli hér undir og að nokkuð þurfi til að koma svo undanþágan verði veitt. En vissulega geta málefnalegar ástæður legið að baki ósk um breytt kenninafn.“ Hún minnist á að talað sé um að þegar óalgengt kenninafn er „sérstaklega tengt þekktum afbrotamanni í hugum almennings“ þá sé gild ástæða fyrir nafnabreytingu. „Hér liggja augljóslega að baki hagsmunir manns sem ber sama kenninafn og þekktur glæpamaður. Undanþágunni er ætlað að vernda hinn saklausa borgara af samsömun við glæpamanninn. Ekki öfugt. Það hefur fráleitt verið ætlun löggjafans að vernda glæpamenn frá eigin kenninafni eða auðvelda þeim að fela brotaferil sinn á bak við nýtt nafn.“ Augljóslega verið að líkja eftir nafni forsetans Það kemur Sigríði á óvart að vísað sé til umrædds ákvæðis þegar rætt er um mál Mohamads Thors Jóhannessonar. „Auk formsins er breytingin að efni til öll hin fráleitasta með því að vera til þess fallinn að líkja eftir nafni og kenninafni forseta Íslands, honum augljóslega til ama,“ segir Sigríður. „Í mínum huga er undanþáguákvæði mannanafnalaganna skýrt. Fallist menn ekki á það af einhverjum ástæðum er augljóst að dómsmálaráðherra þarf að hafa frumkvæði að endurskoðun laga um mannanöfn að þessu leyti. Það getur ekki verið svo að dæmdir menn skipti um nafn eða kenninafn áður en þeir hafa lokið afplánun og jafnvel ekki síðar.“ Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Stjórnsýsla Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Ég held að af mörgu leyti séu lögin nú ágæt, og yfirleitt hefur mér frekar fundist þau of ströng ef eitthvað er,“ sagði Bryndís í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði fulla ástæðu til að skoða það hversu algengt það sé að erlendir ríkisborgarar óski eftir nafnabreytingum hér á landi, og hvernig það skilar sér til landsins þar sem viðkomandi er ríkisborgari. „Í þessu máli er um að ræða mann sem hefur brotið töluvert af sér og er dæmdur. Þá er þetta auðvitað eitthvað sem vekur upp spurningar og við þurfum að fara vel yfir,“ sagði Bryndís sem bætir við að mikilvægt sé í þessu máli, og ef önnur sambærileg mál komi upp, að viðkomandi sé með rétt auðkenni. Á meðal þess sem Bryndís velti fyrir sér er hvort að það verði gert að skilyrði að einstaklingur þurfi að vera íslenskur ríkisborgari til þess að breyta um nafn hér á landi. „Vegna þess að við vitum það að ef þú ert íslenskur ríkisborgari og þarft að breyta um nafn að næst þegar þú þarft að endurnýja vegabréf eða ökuskírteini eða önnur skilríki þá breytist nafnið með. En það er ekki þar með sagt að slík skilríki breytist ef þú ert ríkisborgari annars lands.“ Þekkt dæmi séu um það að dæmdir menn hafi breytt um nafn. „Maður hefur litið á það þannig að það sé þegar fólk hefur setið af sér og er að reyna að snúa við blaðinu og hefja nýtt líf. En við höfum ekki heyrt sögur eins og þessa áður, enda er hún alveg frá byrjun og til dagsins í dag stórfurðuleg með öllum hætti,“ segir Bryndís. Undanþágunni ætlað að vernda saklausa borgara - ekki öfugt Sigríður Á Andersen tekur í sama streng og Bryndís í færslu sem hún birti á Facebook í kvöld. Hún vísar til orða Soffíu Svanhildar- Felixdóttur, deildarstjóra hjá Þjóðskrá, sem minntist í viðtali við fréttastofu í dag á undanþáguatkvæði í mannanafnalögum sem heimilar kenninafnsbreytingu. Soffía sagði að það þyrftu að vera sterk rök fyrir slíkri beiðni. Í færslu sinni segir Sigríður að spurningar vakni um hverjar ástæður fyrir kenninafnsbreytingu geti verið, og bendir á að miðað við athugasemdir með lagaákvæðinu sé lagt til að það sé túlkað þrönt. „Það þýðir að færri en fleiri tilvik falli hér undir og að nokkuð þurfi til að koma svo undanþágan verði veitt. En vissulega geta málefnalegar ástæður legið að baki ósk um breytt kenninafn.“ Hún minnist á að talað sé um að þegar óalgengt kenninafn er „sérstaklega tengt þekktum afbrotamanni í hugum almennings“ þá sé gild ástæða fyrir nafnabreytingu. „Hér liggja augljóslega að baki hagsmunir manns sem ber sama kenninafn og þekktur glæpamaður. Undanþágunni er ætlað að vernda hinn saklausa borgara af samsömun við glæpamanninn. Ekki öfugt. Það hefur fráleitt verið ætlun löggjafans að vernda glæpamenn frá eigin kenninafni eða auðvelda þeim að fela brotaferil sinn á bak við nýtt nafn.“ Augljóslega verið að líkja eftir nafni forsetans Það kemur Sigríði á óvart að vísað sé til umrædds ákvæðis þegar rætt er um mál Mohamads Thors Jóhannessonar. „Auk formsins er breytingin að efni til öll hin fráleitasta með því að vera til þess fallinn að líkja eftir nafni og kenninafni forseta Íslands, honum augljóslega til ama,“ segir Sigríður. „Í mínum huga er undanþáguákvæði mannanafnalaganna skýrt. Fallist menn ekki á það af einhverjum ástæðum er augljóst að dómsmálaráðherra þarf að hafa frumkvæði að endurskoðun laga um mannanöfn að þessu leyti. Það getur ekki verið svo að dæmdir menn skipti um nafn eða kenninafn áður en þeir hafa lokið afplánun og jafnvel ekki síðar.“
Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Stjórnsýsla Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira