Hinn 19 ára gamli Orri Steinn var eftirsóttur í sumar eftir frábæran endi á síðustu leiktíð þó svo að FCK hafi mistekist að verða Danmerkurmeistari þriðja árið í röð. Hann ákvað að vera áfram í Kaupmannahöfn og setur markið hátt en telur sig þó ekki geta brotið markamet Robert Skov frá 2018-19 þegar hann skoraði 29 mörk.
„Það eru nokkrir sem hafa sagt að ég ætti að eltast við metið hans Robert Skov en 29 mörk er aðeins of mikið. Eigum við ekki að segja 15-20 mörk?“ grínaðist íslenski framherjinn með í viðtali eftir 2-0 sigurinn á Lyngby.
Orri Steinn skoraði 15 mörk í öllum keppnum á síðustu leiktíð og gaf 8 stoðsendingar. Þar af skoraði hann sex mörk í níu leikjum í úrslitakeppni dönsku deildarinnar. Hann stefnir nú á að skora 15-20 mörk eingöngu í deildinni og ef marka má byrjunina á tímabilinu er það raunsætt markmið.
Orri Steinn á að baki 8 A-landsleiki og hefur skoraði í þeim 2 mörk.