Fínn hvítur salli gerir íbúum Laugarneshverfis lífið leitt Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 16:23 Svavar, þarna reyndar að skoða veiðiflugur sem eru talsvert stærri en sallinn sem nú leggur undir sig hverfi Laugarness eins og sjá má á bílnum sem er við hliðina. Ekki dugir að skola steypurykið af með garðslöngu. Svavar Hávarðsson er íbúi í Laugarneshverfi og hann segir nánast allt hverfið undirlagt af steypuryki sem leggst yfir allt og á alla. „Þetta virðist allt á kafi, samkvæmt þessum þræði sem ég stofnaði,“ segir Svavar í samtali við blaðamann Vísis og vísar til þráðar sem hann stofnaði í hverfisgrúbbunni Laugarneshverfi á Facebook. „Og þetta virðist ná langt upp í hverfi. Ég held að það fjúki bara beint af hræinu af banka sem liggur þarna fyrir neðan okkur.“ Svavar segir að nú sé verið að brjóta húsið sem áður hýsti starfsemi Íslandsbanka niður og því fylgir óhemja af steypuryki. Fíngert rykið sest á allt og alla. Bílar íbúa eru þaktir af fíngerðum sallanum. „Ég veit ekki hvernig þetta er samsett, en þetta er fínn salli sem sest á hvað sem er. Í morgun þurfti að hafa töluvert fyrir því að sjá út um rúðuna á bílnum.“ Svavar lýsir því að ekki hafi dugað að skola sallann af með garðslöngu, þau fjölskyldan þurftu að fara með hann í hreinsun til að ná rykinu af. „Bankinn er ekki orðinn að neinu. Það er tveir turnar eftir og svo fýkur úr þessu. Leiðinlegt að vakna við þennan glaðning.“ Svavar segir að á Kirkjusandsreitnum hafi verið miklar framkvæmdir lengi, og þeir hafi verið fljótir að rífa niður bankann þegar þeir hófust handa við það. Svavar ásamt syni sínum Atla. Þeir vita svo sem ekkert hvað skal til bragðs taka, líklega fylgir þetta því að búa við hliðina á svæði þar sem niðurrif á sér stað. „Ég veit það ekki. Hvað getur maður gert? Þetta fylgir því að búa við hliðina á svona risareit í uppbyggingu. Ég hef ekki orðið fyrir neinu ónæði af þessu fyrr en núna en ég sé á þræðinum að þeir eru fjölmargir sem hafa haft að þessu ama.“ Svavar gerir ráð fyrir því að framkvæmdaaðilar hafi þurft leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og hann veltir því fyrir sér hvað sú stofnun segir um þetta. Hann hafði heyrt að það væri til að mynda aspest í þessu gamla húsi. En hvað sem því líður strókurinn af miðturninum sem enn stendur. „Þetta er ekki hollt neinu lakki, mér sýnist þetta geta skemmt út frá sér.“ Reykjavík Íslandsbanki Skipulag Tengdar fréttir Mygla og spilliefni hafi flækt framkvæmdirnar Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós. 26. júní 2024 22:30 Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. 16. apríl 2024 16:51 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
„Þetta virðist allt á kafi, samkvæmt þessum þræði sem ég stofnaði,“ segir Svavar í samtali við blaðamann Vísis og vísar til þráðar sem hann stofnaði í hverfisgrúbbunni Laugarneshverfi á Facebook. „Og þetta virðist ná langt upp í hverfi. Ég held að það fjúki bara beint af hræinu af banka sem liggur þarna fyrir neðan okkur.“ Svavar segir að nú sé verið að brjóta húsið sem áður hýsti starfsemi Íslandsbanka niður og því fylgir óhemja af steypuryki. Fíngert rykið sest á allt og alla. Bílar íbúa eru þaktir af fíngerðum sallanum. „Ég veit ekki hvernig þetta er samsett, en þetta er fínn salli sem sest á hvað sem er. Í morgun þurfti að hafa töluvert fyrir því að sjá út um rúðuna á bílnum.“ Svavar lýsir því að ekki hafi dugað að skola sallann af með garðslöngu, þau fjölskyldan þurftu að fara með hann í hreinsun til að ná rykinu af. „Bankinn er ekki orðinn að neinu. Það er tveir turnar eftir og svo fýkur úr þessu. Leiðinlegt að vakna við þennan glaðning.“ Svavar segir að á Kirkjusandsreitnum hafi verið miklar framkvæmdir lengi, og þeir hafi verið fljótir að rífa niður bankann þegar þeir hófust handa við það. Svavar ásamt syni sínum Atla. Þeir vita svo sem ekkert hvað skal til bragðs taka, líklega fylgir þetta því að búa við hliðina á svæði þar sem niðurrif á sér stað. „Ég veit það ekki. Hvað getur maður gert? Þetta fylgir því að búa við hliðina á svona risareit í uppbyggingu. Ég hef ekki orðið fyrir neinu ónæði af þessu fyrr en núna en ég sé á þræðinum að þeir eru fjölmargir sem hafa haft að þessu ama.“ Svavar gerir ráð fyrir því að framkvæmdaaðilar hafi þurft leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og hann veltir því fyrir sér hvað sú stofnun segir um þetta. Hann hafði heyrt að það væri til að mynda aspest í þessu gamla húsi. En hvað sem því líður strókurinn af miðturninum sem enn stendur. „Þetta er ekki hollt neinu lakki, mér sýnist þetta geta skemmt út frá sér.“
Reykjavík Íslandsbanki Skipulag Tengdar fréttir Mygla og spilliefni hafi flækt framkvæmdirnar Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós. 26. júní 2024 22:30 Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. 16. apríl 2024 16:51 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Mygla og spilliefni hafi flækt framkvæmdirnar Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós. 26. júní 2024 22:30
Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. 16. apríl 2024 16:51