Streitulaus heimferð Egils frá Grikklandi breyttist í martröð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2024 16:00 Egill skrifaði grein í hið víðlesna gríska blað The Athens Voice. Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft er enn að draga dilk á eftir sér. Fjölmiðlamaður var sólarhring lengur heim frá Grikklandi til Íslands en lagt var upp með. Kerfisbilunin kom upp fyrir helgi og olli hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapaði sérstaklega öngþveiti á flugvöllum. Netöryggissérfræðingur tjáði fréttastofu að um væri að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára. Egill Helgason sjónvarpsmaður er meðal þeirra sem varð fyrir barðinu á biluninni. Egill er mikill unnandi Grikklands þar sem hann hefur verið reglulegur gestur. Hann hefur deilt myndum og frásögnum frá dvöl sinni í Grikklandi á Facebook undanfarnar vikur. Hann kann vel að meta gríska geitamjólk, sólarlagið, bláan sjóinn og notalegheit á ströndinni þar í landi. Egill og fjölskylda virðast hafa notið dvalarinnar til hins ítrasta og þegar kerfisbilunin kom upp tjáði Egill sig stuttlega á Facebook. „Jæja - þá kemst maður kannski ekki heim. En maður getur svosem lifað með þessu,“ sagði Egill og birti mynd af fallegu grísku landslagi við bláan sjóinn. Gríska draumnum lauk svo með heimferð þar sem allt virðist hafa gengið á afturfótunum. „Vegna kerfisbilunarinnar þá tók heimferðin sem hefði átt að taka fjórtán afar streitulausar klukkustundir yfir 36 streitumiklar klukkustundir,“ sagði Egill. Auka sólarhringur bættist sumsé við ferðalagið til Íslands þar sem enn einn heldur dapur sumardagurinn á suðvesturhorninu tók á móti fjölskyldunni eftir blíðviðrið á Grikklandi. Og til að bæta gráu ofan á svart týndist farangur fjölskyldunnar. Ferðalög Grikkland Íslendingar erlendis Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Kerfisbilunin kom upp fyrir helgi og olli hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapaði sérstaklega öngþveiti á flugvöllum. Netöryggissérfræðingur tjáði fréttastofu að um væri að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára. Egill Helgason sjónvarpsmaður er meðal þeirra sem varð fyrir barðinu á biluninni. Egill er mikill unnandi Grikklands þar sem hann hefur verið reglulegur gestur. Hann hefur deilt myndum og frásögnum frá dvöl sinni í Grikklandi á Facebook undanfarnar vikur. Hann kann vel að meta gríska geitamjólk, sólarlagið, bláan sjóinn og notalegheit á ströndinni þar í landi. Egill og fjölskylda virðast hafa notið dvalarinnar til hins ítrasta og þegar kerfisbilunin kom upp tjáði Egill sig stuttlega á Facebook. „Jæja - þá kemst maður kannski ekki heim. En maður getur svosem lifað með þessu,“ sagði Egill og birti mynd af fallegu grísku landslagi við bláan sjóinn. Gríska draumnum lauk svo með heimferð þar sem allt virðist hafa gengið á afturfótunum. „Vegna kerfisbilunarinnar þá tók heimferðin sem hefði átt að taka fjórtán afar streitulausar klukkustundir yfir 36 streitumiklar klukkustundir,“ sagði Egill. Auka sólarhringur bættist sumsé við ferðalagið til Íslands þar sem enn einn heldur dapur sumardagurinn á suðvesturhorninu tók á móti fjölskyldunni eftir blíðviðrið á Grikklandi. Og til að bæta gráu ofan á svart týndist farangur fjölskyldunnar.
Ferðalög Grikkland Íslendingar erlendis Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist