„Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. júlí 2024 09:09 Friðjón Friðjónsson segir sigurlíkur Demókrataflokksins munu aukast eftir ákvörðun Biden. Vísir Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og varaþingmaður er sannfærður um að Kamala Harris varaforsetaefni Demókrataflokksins taki við sem forsetaefni flokksins nú þegar Joe Biden hefur dregið sig úr leik. „Ég bjóst við að Biden myndi hanga lengur á þessu en hann gerði. Vegna þess að allur hans stjórnmálaferill hefur einkennst af þrautseigju og þrjósku,“ segir Friðjón en hann ræddi ákvörðun Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka í Bítinu. Hvað þýðir þetta? „Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata. Hún er þegar búin að fá stuðningsyfirlýsinar frá mjög mörgum þingmönnum og fyrirmönnum í Demókrataflokknum,“ segir Friðjón. Hann bendir á að í gærkvöldi hafi fimm hundruð landsfundarfulltrúar þegar lýst yfir stuðningi við hana. Harris þurfi tvö þúsund stuðningsyfirlýsingar til að tryggja útnefninguna. „Þannig að við megum búast við að þetta klárist ekki seinna en á morgun, held ég.“ Aðspurður hvort Harris mælist með sérlega mikinn stuðning bandarísku þjóðarinnar svarar Friðjón neitandi. „Hún mælist í skoðanakönnunum aðeins betri en Biden, gagnvart Trump, síðustu daga sérstaklega. En maður sér það strax að það er komið nýtt líf í Demókrata,“ segir Friðjón. Hann segir að að eftir að Biden tilkynnti að hann hygðist stíga til hliðar og fram að miðnætti í gær hafi safnast fimmtíu milljónir Bandaríkjadala í ActBlue sjóð Demókrata, eða tæpir sjö milljarðar króna. Það sé metupphæð. Þá segir hann vendingarnar ekki auka líkurnar á að Donald Trump fari með sigur í kosningunum. „Ég held að ef Biden hefði verið áfram í framboði væru yfirgnæfandi líkur á að Trump myndi sigra. Vegna þess að Biden gerði ekki bara mistök, hann er orðinn svo gamall að það sáu það allir að þeir treystu honum ekki til þess að valda starfinu. Það er engin leið að koma til baka og sannfæra fólk um að hann sé ekki of gamall til að valda starfinu. Þannig að líkur Demókrata aukast og batna við þetta.“ Aðspurður hvort honum þykir líklegt að Demókrataflokkurinn taki algjöra U-beygju og velji annan frambjóðanda, George Clooney eða Michelle Obama til dæmis, telur hann það nánast ómögulegt. Hann bendir á að í Biden-Harris kosningasjóðnum séu þegar tæplega hundrað milljónir dala. „Hún á að geta gengið í þann sjóð þó að sumir lögfræðingar segja að þetta sé Biden-Harris sjóðurinn en ekki Harris-einhver annar sjóðurinn.“ Flestir telji þó að hún sé sú eina sem geti gengið beint í þann sjóð. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
„Ég bjóst við að Biden myndi hanga lengur á þessu en hann gerði. Vegna þess að allur hans stjórnmálaferill hefur einkennst af þrautseigju og þrjósku,“ segir Friðjón en hann ræddi ákvörðun Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka í Bítinu. Hvað þýðir þetta? „Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata. Hún er þegar búin að fá stuðningsyfirlýsinar frá mjög mörgum þingmönnum og fyrirmönnum í Demókrataflokknum,“ segir Friðjón. Hann bendir á að í gærkvöldi hafi fimm hundruð landsfundarfulltrúar þegar lýst yfir stuðningi við hana. Harris þurfi tvö þúsund stuðningsyfirlýsingar til að tryggja útnefninguna. „Þannig að við megum búast við að þetta klárist ekki seinna en á morgun, held ég.“ Aðspurður hvort Harris mælist með sérlega mikinn stuðning bandarísku þjóðarinnar svarar Friðjón neitandi. „Hún mælist í skoðanakönnunum aðeins betri en Biden, gagnvart Trump, síðustu daga sérstaklega. En maður sér það strax að það er komið nýtt líf í Demókrata,“ segir Friðjón. Hann segir að að eftir að Biden tilkynnti að hann hygðist stíga til hliðar og fram að miðnætti í gær hafi safnast fimmtíu milljónir Bandaríkjadala í ActBlue sjóð Demókrata, eða tæpir sjö milljarðar króna. Það sé metupphæð. Þá segir hann vendingarnar ekki auka líkurnar á að Donald Trump fari með sigur í kosningunum. „Ég held að ef Biden hefði verið áfram í framboði væru yfirgnæfandi líkur á að Trump myndi sigra. Vegna þess að Biden gerði ekki bara mistök, hann er orðinn svo gamall að það sáu það allir að þeir treystu honum ekki til þess að valda starfinu. Það er engin leið að koma til baka og sannfæra fólk um að hann sé ekki of gamall til að valda starfinu. Þannig að líkur Demókrata aukast og batna við þetta.“ Aðspurður hvort honum þykir líklegt að Demókrataflokkurinn taki algjöra U-beygju og velji annan frambjóðanda, George Clooney eða Michelle Obama til dæmis, telur hann það nánast ómögulegt. Hann bendir á að í Biden-Harris kosningasjóðnum séu þegar tæplega hundrað milljónir dala. „Hún á að geta gengið í þann sjóð þó að sumir lögfræðingar segja að þetta sé Biden-Harris sjóðurinn en ekki Harris-einhver annar sjóðurinn.“ Flestir telji þó að hún sé sú eina sem geti gengið beint í þann sjóð.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira