Auðveld ákvörðun fyrst konan var klár í slaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júlí 2024 08:00 Ægir Jarl er fluttur til Köben. Vísir/Bjarni Ægir Jarl Jónasson hefur yfirgefið KR og er fluttur búferlum til Kaupmannahafnar þar sem hann bætist við Íslendinganýlendu þar í borg. Hann hefur lengi dreymt um að spila fótbolta erlendis. „Maður er búinn að stefna að þessu síðan maður var lítill krakki. Þetta er það sem mann dreymir um. Það er bara frábært að fá tækifæri til að spila fótbolta úti,“ segir Ægir Jarl um skiptin til AB sem leikur í þriðju efstu deild í Danaveldi. Íslendingatenging félagsins er rík þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson var nýverið ráðinn þjálfari liðsins og Ágúst Eðvald Hlynsson er leikmaður þess. Þá er stefnan sett hátt hjá þessu sögufræga félagi. „Þetta er bara sterk deild, hörkudeild og risaklúbbur sem er í smá lægð. Þeir ætla upp og það er spennandi verkefni að taka þátt í einhverju svona. Að hjálpa þeim að negla sér upp um deildir er spennandi,“ segir Ægir. Ægir fer til Danmerkur frá KR í Bestu deildinni. Hann kveður með söknuði eftir fimm ár í Vesturbænum. „Auðvitað er erfitt að skilja við KR. Ég er búinn að eignast fullt frábærum vinum og þykir mjög vænt um KR. Ég þakklátur þeim fyrir tímann sem ég var hjá þeim. Það var einn titill á fyrsta árinu og ég á þeim mikið að þakka. Það verður ákveðinn söknuður þar,“ segir Ægir. Ægir flytur utan með kærustu sínu og barni og þarf í mörg horn að líta. „Þetta var spurning um fjölskylduna, ég er með konu og barn, það var spurning hvort þau væru klár í þetta líka. Það spilaði stórt hlutverk. Þegar allir voru klárir var þetta auðveld ákvörðun,“ Það voru sem sagt fundarhöld á heimilinu? „Það þurfti aðeins að sannfæra hana en hún er spennt fyrir þessu líka. Þetta verður bara frábært,“ segir Ægir sem segir meira en að segja það að flytja erlendis. „Þetta er búið að vera mikið maus og í mörg horn að líta. Það verður gott að komast út og geta einbeitt sér að verkefninu,“ segir Ægir Jarl. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Danski boltinn KR Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira
„Maður er búinn að stefna að þessu síðan maður var lítill krakki. Þetta er það sem mann dreymir um. Það er bara frábært að fá tækifæri til að spila fótbolta úti,“ segir Ægir Jarl um skiptin til AB sem leikur í þriðju efstu deild í Danaveldi. Íslendingatenging félagsins er rík þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson var nýverið ráðinn þjálfari liðsins og Ágúst Eðvald Hlynsson er leikmaður þess. Þá er stefnan sett hátt hjá þessu sögufræga félagi. „Þetta er bara sterk deild, hörkudeild og risaklúbbur sem er í smá lægð. Þeir ætla upp og það er spennandi verkefni að taka þátt í einhverju svona. Að hjálpa þeim að negla sér upp um deildir er spennandi,“ segir Ægir. Ægir fer til Danmerkur frá KR í Bestu deildinni. Hann kveður með söknuði eftir fimm ár í Vesturbænum. „Auðvitað er erfitt að skilja við KR. Ég er búinn að eignast fullt frábærum vinum og þykir mjög vænt um KR. Ég þakklátur þeim fyrir tímann sem ég var hjá þeim. Það var einn titill á fyrsta árinu og ég á þeim mikið að þakka. Það verður ákveðinn söknuður þar,“ segir Ægir. Ægir flytur utan með kærustu sínu og barni og þarf í mörg horn að líta. „Þetta var spurning um fjölskylduna, ég er með konu og barn, það var spurning hvort þau væru klár í þetta líka. Það spilaði stórt hlutverk. Þegar allir voru klárir var þetta auðveld ákvörðun,“ Það voru sem sagt fundarhöld á heimilinu? „Það þurfti aðeins að sannfæra hana en hún er spennt fyrir þessu líka. Þetta verður bara frábært,“ segir Ægir sem segir meira en að segja það að flytja erlendis. „Þetta er búið að vera mikið maus og í mörg horn að líta. Það verður gott að komast út og geta einbeitt sér að verkefninu,“ segir Ægir Jarl. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Danski boltinn KR Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira