Fengu veður af eldingum og þurftu að slaufa tónleikunum Máni Snær Þorláksson skrifar 19. júlí 2024 13:31 Hér sést Dave Grohl ræða við tónleikagesti. Þessi mynd er þó ekki tekin á tónleikunum sem hér um ræðir heldur á Hróarskeldu í Danmörku í sumar. EPA/HELLE ARENSBAK Hættulegt veður olli því að bandaríska hljómsveitin Foo Fighters neyddist til að slaufa tónleikum sínum fyrr en planið var. Hljómsveitin reyndi að spila í gegnum veðrið en að lokum var ákveðið að það gæti ekki gengið lengur. Tónleikarnir fóru fram á miðvikudaginn í New York í Bandaríkjunum. Í myndbandi frá tónleikunum heyrist Dave Grohl, söngvari Foo Fighters, segjast hafa verið að fá veður af því að það væri stormur með eldingum að nálgast. Búist væri við eldingum en Grohl sagði að þeir ætluðu að spila eins lengi og þeir gætu, þar til einhver myndi segja þeim að það væri ekki öruggt fyrir tónleikagesti. Fljótlega eftir það sagði Grohl að þeir ætli að spila eitt lag í viðbót og hætta svo. Planið væri að koma aftur ef það væri mögulegt. „Þið vitið að við munum gera það ef við getum það,“ sagði hann. Skömmu síðar neyddist hljómsveitin til að slaufa tónleikunum. Grohl sagði á sviðinu að þetta væri glötuð staða og að ef hann gæti gert eitthvað í henni þá myndi hann gera það. Þá hvatti hann tónleikagesti til að leita skjóls og passa upp á öryggi sitt í storminum. Aðrir tónleikar í kvöld Í yfirlýsingu sem hljómsveitin birti á samfélagsmiðlum í kjölfarið kemur fram að meðlimir sveitarinnar séu vonsviknir að hafa ekki fengið að klára tónleikana. Öryggi aðdáenda, starfsfólks og allra á svæðinu hafi verið í fyrsta sæti. „Við áttum ekki annarra kosta völ en að segja þessu lokið. Við erum þakklát fyrir hverja sekúndu sem við fengum að spila fyrir ykkur og hlökkum til að sjá ykkur aftur,“ segir í yfirlýsingunni. Í lokin segir að það gæti verið jafn fljótlega og næsta föstudag, það er að segja í dag. Hljómsveitin heldur einmitt aðra tónleika á sama stað í kvöld. Ekki kemur þó fram hvort miðahafar fyrri tónleikana fái að mæta á þá sem eru í kvöld. Í athugasemdum veltir fólk því fyrir sér hvort hljómsveitin ætli að endurgreiða fólki fyrir miðana og kvartað er yfir óljósum upplýsingum. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Tónleikarnir fóru fram á miðvikudaginn í New York í Bandaríkjunum. Í myndbandi frá tónleikunum heyrist Dave Grohl, söngvari Foo Fighters, segjast hafa verið að fá veður af því að það væri stormur með eldingum að nálgast. Búist væri við eldingum en Grohl sagði að þeir ætluðu að spila eins lengi og þeir gætu, þar til einhver myndi segja þeim að það væri ekki öruggt fyrir tónleikagesti. Fljótlega eftir það sagði Grohl að þeir ætli að spila eitt lag í viðbót og hætta svo. Planið væri að koma aftur ef það væri mögulegt. „Þið vitið að við munum gera það ef við getum það,“ sagði hann. Skömmu síðar neyddist hljómsveitin til að slaufa tónleikunum. Grohl sagði á sviðinu að þetta væri glötuð staða og að ef hann gæti gert eitthvað í henni þá myndi hann gera það. Þá hvatti hann tónleikagesti til að leita skjóls og passa upp á öryggi sitt í storminum. Aðrir tónleikar í kvöld Í yfirlýsingu sem hljómsveitin birti á samfélagsmiðlum í kjölfarið kemur fram að meðlimir sveitarinnar séu vonsviknir að hafa ekki fengið að klára tónleikana. Öryggi aðdáenda, starfsfólks og allra á svæðinu hafi verið í fyrsta sæti. „Við áttum ekki annarra kosta völ en að segja þessu lokið. Við erum þakklát fyrir hverja sekúndu sem við fengum að spila fyrir ykkur og hlökkum til að sjá ykkur aftur,“ segir í yfirlýsingunni. Í lokin segir að það gæti verið jafn fljótlega og næsta föstudag, það er að segja í dag. Hljómsveitin heldur einmitt aðra tónleika á sama stað í kvöld. Ekki kemur þó fram hvort miðahafar fyrri tónleikana fái að mæta á þá sem eru í kvöld. Í athugasemdum veltir fólk því fyrir sér hvort hljómsveitin ætli að endurgreiða fólki fyrir miðana og kvartað er yfir óljósum upplýsingum.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira