Mahomes með skýr skilaboð: „Tími til að spila betur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2024 07:01 Mahomes hefur fjórum sinnum spilað til úrslita í NFL og þrívegis farið með sigur af hólmi. Jamie Squire/Getty Images Patrick Mahomes, leikstjórnandi NFL-meistara Kansas City Chiefs hefur sent liðsfélögum sínum í sóknarlínu Chiefs skýr skilaboð fyrir komandi tímabil. Kansas City Chiefs hefur undanfarið tvö ár staðið uppi sem sigurvegari NFL-deildarinnar eftir frækna sigra í Ofurskálinni, úrslitaleik deildarinnar. Í sumar snerist allt um Travis Kelce, og kærustu hans Taylor Swift. Kelce var samningslaus en ákvað á endanum að framlengja við Chiefs og setja stefnuna á þriðja meistaratitilinn í röð. Kelce og Mahomes eru reynsluboltar liðsins, því má áætla að pressan sé mest á þeirra herðum á komandi tímabili. Mahomes ákvað því að tvínóna ekki við hlutina og koma sér beint að efninu þegar leikmenn liðsins sneru aftur til æfinga. „Tími til kominn til að verða betri. Þó svo við höfum sigrað í Ofurskálinni á síðustu leiktíð þá leið mér aldrei eins og við höfum spilað okkar besta leik, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Mahomes sem er á leið inn í sitt áttunda tímabil í deildinni, öll í búningi Chiefs. It's time for Patrick Mahomes and the Chiefs to begin the trek up the NFL mountain again in a quest for an historic three-peat.Kansas City's star QB has thrown down the proverbial gauntlet to himself — and his teammates.✍️ @ByNateTaylorhttps://t.co/XmYihlgAOi pic.twitter.com/lYcgvlyXh5— The Athletic (@TheAthletic) July 17, 2024 Mahomes vill að Chiefs verði það lið sem fái áhorfendur á fæti og eigi hverja stórbrotnu sóknina á fætur annarri. „Auðvitað var endir síðasta tímabils magnaður en ég held að mörgum okkar hafi fundist eins og við höfum ekki spilað fótboltann sem við viljum spila. Sóknarleikurinn var ekki nægilega skemmtilegur. Við erum að mestu með sama kjarna og ég veit hvernig þeim líður,“ sagði Mahomes að endingu. Ladies & gentlemen, WE’RE SO BACK. pic.twitter.com/V9CGKe1O0i— Kansas City Chiefs (@Chiefs) July 16, 2024 Það fer ekki á milli mála að vörn Chiefs vann titilinn á síðustu leiktíð en það er erfitt að kenna Mahomes um það. Hlauparar liðsins hlupu annað hvort rangar leiðir eða misstu sendingarnar frá Mahomes. Alls misstu hlauparar liðsins 25 sendingar sem þeir hefðu að öllum líkindum átt að grípa, fara þarf aftur til ársins 2012 til að finna lið sem missti fleiri bolta. Fari svo að Chiefs takist að laga sóknarleikinn hjá sér má reikna með að Mahomes, Kelce og félagar fari langt ef ekki alla leið í vetur. NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Kansas City Chiefs hefur undanfarið tvö ár staðið uppi sem sigurvegari NFL-deildarinnar eftir frækna sigra í Ofurskálinni, úrslitaleik deildarinnar. Í sumar snerist allt um Travis Kelce, og kærustu hans Taylor Swift. Kelce var samningslaus en ákvað á endanum að framlengja við Chiefs og setja stefnuna á þriðja meistaratitilinn í röð. Kelce og Mahomes eru reynsluboltar liðsins, því má áætla að pressan sé mest á þeirra herðum á komandi tímabili. Mahomes ákvað því að tvínóna ekki við hlutina og koma sér beint að efninu þegar leikmenn liðsins sneru aftur til æfinga. „Tími til kominn til að verða betri. Þó svo við höfum sigrað í Ofurskálinni á síðustu leiktíð þá leið mér aldrei eins og við höfum spilað okkar besta leik, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Mahomes sem er á leið inn í sitt áttunda tímabil í deildinni, öll í búningi Chiefs. It's time for Patrick Mahomes and the Chiefs to begin the trek up the NFL mountain again in a quest for an historic three-peat.Kansas City's star QB has thrown down the proverbial gauntlet to himself — and his teammates.✍️ @ByNateTaylorhttps://t.co/XmYihlgAOi pic.twitter.com/lYcgvlyXh5— The Athletic (@TheAthletic) July 17, 2024 Mahomes vill að Chiefs verði það lið sem fái áhorfendur á fæti og eigi hverja stórbrotnu sóknina á fætur annarri. „Auðvitað var endir síðasta tímabils magnaður en ég held að mörgum okkar hafi fundist eins og við höfum ekki spilað fótboltann sem við viljum spila. Sóknarleikurinn var ekki nægilega skemmtilegur. Við erum að mestu með sama kjarna og ég veit hvernig þeim líður,“ sagði Mahomes að endingu. Ladies & gentlemen, WE’RE SO BACK. pic.twitter.com/V9CGKe1O0i— Kansas City Chiefs (@Chiefs) July 16, 2024 Það fer ekki á milli mála að vörn Chiefs vann titilinn á síðustu leiktíð en það er erfitt að kenna Mahomes um það. Hlauparar liðsins hlupu annað hvort rangar leiðir eða misstu sendingarnar frá Mahomes. Alls misstu hlauparar liðsins 25 sendingar sem þeir hefðu að öllum líkindum átt að grípa, fara þarf aftur til ársins 2012 til að finna lið sem missti fleiri bolta. Fari svo að Chiefs takist að laga sóknarleikinn hjá sér má reikna með að Mahomes, Kelce og félagar fari langt ef ekki alla leið í vetur.
NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira