„Verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júlí 2024 23:30 Fyrirliðinn Höskuldur hefur leikið 32 Evrópuleiki og skorað í þeim 9 mörk. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir Blika klára í bátana fyrir leik kvöldsins í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar komust 2-0 yfir ytra gegn Tikvesh frá Makedóníu en misstu leikinn niður í 3-2 tap. Breiðablik mætir Tikvesh í síðari leik liðanna annað kvöld, fimmtudag. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og er jafnframt sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Það var algjör óþarfi að missa þetta forskot, vorum búnir að spila flottan leik framan af. Bregðumst ekki vel við þegar við fáum þetta fyrsta högg, sem var þetta mark. Missum tökin og frumkvæðið í þeim leik,“ sagði Höskuldur um fyrri leik liðanna. „Það er lærdómur fyrir þennan leik, meðvitaðir um að þetta er fínt lið sem getur refsað, góðir í skyndisóknum og með ákveðin einstaklingsgæði,“ bætti hann við áður en hann ræddi leik liðanna sem fram fer annað kvöld. „Fyrst og fremst þá erum við á Kópavogsvelli, ætlum að taka frumkvæðið og hafa tök á leiknum frá fyrstu mínútu. Viljum spila af þessari ákefð sem við getum skrúfað upp hér á Kópavogsvelli og lið ráða illa við.“ Breiðablik er mjög reynt lið þegar kemur að Evrópukeppnum og komst alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hvernig nýtist það liðinu og leikmönnum þess? „Það verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár. Væri svekkjandi að tala um reynslu og ætla að nýta hana en detta út í fyrstu umferð.“ „Staðan er sú að við erum undir í þessu einvígi en erum með sjálftraust og fullvissir um það að við getum klárað einvígið í 90 mínútum hér á Kópavogsvelli. Auðvitað skiptir reynslan máli ef þú beitir henni rétt, það verður ekkert auðveldara þó sért reynslumeiri. Veist bara að allir leikir eru drulluerfiðir í þessum Evrópuverkefnum og það er öðruvísi spennustig.“ „Það er líka þannig hinum megin, þurfum fyrst og fremst að beisla spennustigið og ásetja okkur að keyra yfir þá.“ Klippa: „Verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár“ Hvernig getur Breiðablik unnið leik morgundagsins? „Bæði með því að reyna halda heilum 90 mínútum – eins mikið og maður getur – af þeim tökum og yfirburðum sem við höfðum í raun og veru, og hafa stjórn. Í öllum leikjum þá koma slæm augnablik og „mómentum“ breytist, þurfum að vera betri í að láta það ekki hafa slæm áhrif á okkur.“ „Þetta voru níu mínútur í síðasta leik, það var nóg fyrir þá til að komast í 3-2. Höfum verið flottir í því, sérstaklega í Evrópu, að komast í gegnum kafla þegar það blæs á móti. Blanda af því að sýna heilsteyptari frammistöðu í 90 mínútur og stöðva slæma kaflann,“ sagði Höskuldur að endingu. Leikur morgundagsins hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Sjá meira
Breiðablik mætir Tikvesh í síðari leik liðanna annað kvöld, fimmtudag. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og er jafnframt sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Það var algjör óþarfi að missa þetta forskot, vorum búnir að spila flottan leik framan af. Bregðumst ekki vel við þegar við fáum þetta fyrsta högg, sem var þetta mark. Missum tökin og frumkvæðið í þeim leik,“ sagði Höskuldur um fyrri leik liðanna. „Það er lærdómur fyrir þennan leik, meðvitaðir um að þetta er fínt lið sem getur refsað, góðir í skyndisóknum og með ákveðin einstaklingsgæði,“ bætti hann við áður en hann ræddi leik liðanna sem fram fer annað kvöld. „Fyrst og fremst þá erum við á Kópavogsvelli, ætlum að taka frumkvæðið og hafa tök á leiknum frá fyrstu mínútu. Viljum spila af þessari ákefð sem við getum skrúfað upp hér á Kópavogsvelli og lið ráða illa við.“ Breiðablik er mjög reynt lið þegar kemur að Evrópukeppnum og komst alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hvernig nýtist það liðinu og leikmönnum þess? „Það verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár. Væri svekkjandi að tala um reynslu og ætla að nýta hana en detta út í fyrstu umferð.“ „Staðan er sú að við erum undir í þessu einvígi en erum með sjálftraust og fullvissir um það að við getum klárað einvígið í 90 mínútum hér á Kópavogsvelli. Auðvitað skiptir reynslan máli ef þú beitir henni rétt, það verður ekkert auðveldara þó sért reynslumeiri. Veist bara að allir leikir eru drulluerfiðir í þessum Evrópuverkefnum og það er öðruvísi spennustig.“ „Það er líka þannig hinum megin, þurfum fyrst og fremst að beisla spennustigið og ásetja okkur að keyra yfir þá.“ Klippa: „Verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár“ Hvernig getur Breiðablik unnið leik morgundagsins? „Bæði með því að reyna halda heilum 90 mínútum – eins mikið og maður getur – af þeim tökum og yfirburðum sem við höfðum í raun og veru, og hafa stjórn. Í öllum leikjum þá koma slæm augnablik og „mómentum“ breytist, þurfum að vera betri í að láta það ekki hafa slæm áhrif á okkur.“ „Þetta voru níu mínútur í síðasta leik, það var nóg fyrir þá til að komast í 3-2. Höfum verið flottir í því, sérstaklega í Evrópu, að komast í gegnum kafla þegar það blæs á móti. Blanda af því að sýna heilsteyptari frammistöðu í 90 mínútur og stöðva slæma kaflann,“ sagði Höskuldur að endingu. Leikur morgundagsins hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Sjá meira