„Verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júlí 2024 23:30 Fyrirliðinn Höskuldur hefur leikið 32 Evrópuleiki og skorað í þeim 9 mörk. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir Blika klára í bátana fyrir leik kvöldsins í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar komust 2-0 yfir ytra gegn Tikvesh frá Makedóníu en misstu leikinn niður í 3-2 tap. Breiðablik mætir Tikvesh í síðari leik liðanna annað kvöld, fimmtudag. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og er jafnframt sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Það var algjör óþarfi að missa þetta forskot, vorum búnir að spila flottan leik framan af. Bregðumst ekki vel við þegar við fáum þetta fyrsta högg, sem var þetta mark. Missum tökin og frumkvæðið í þeim leik,“ sagði Höskuldur um fyrri leik liðanna. „Það er lærdómur fyrir þennan leik, meðvitaðir um að þetta er fínt lið sem getur refsað, góðir í skyndisóknum og með ákveðin einstaklingsgæði,“ bætti hann við áður en hann ræddi leik liðanna sem fram fer annað kvöld. „Fyrst og fremst þá erum við á Kópavogsvelli, ætlum að taka frumkvæðið og hafa tök á leiknum frá fyrstu mínútu. Viljum spila af þessari ákefð sem við getum skrúfað upp hér á Kópavogsvelli og lið ráða illa við.“ Breiðablik er mjög reynt lið þegar kemur að Evrópukeppnum og komst alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hvernig nýtist það liðinu og leikmönnum þess? „Það verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár. Væri svekkjandi að tala um reynslu og ætla að nýta hana en detta út í fyrstu umferð.“ „Staðan er sú að við erum undir í þessu einvígi en erum með sjálftraust og fullvissir um það að við getum klárað einvígið í 90 mínútum hér á Kópavogsvelli. Auðvitað skiptir reynslan máli ef þú beitir henni rétt, það verður ekkert auðveldara þó sért reynslumeiri. Veist bara að allir leikir eru drulluerfiðir í þessum Evrópuverkefnum og það er öðruvísi spennustig.“ „Það er líka þannig hinum megin, þurfum fyrst og fremst að beisla spennustigið og ásetja okkur að keyra yfir þá.“ Klippa: „Verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár“ Hvernig getur Breiðablik unnið leik morgundagsins? „Bæði með því að reyna halda heilum 90 mínútum – eins mikið og maður getur – af þeim tökum og yfirburðum sem við höfðum í raun og veru, og hafa stjórn. Í öllum leikjum þá koma slæm augnablik og „mómentum“ breytist, þurfum að vera betri í að láta það ekki hafa slæm áhrif á okkur.“ „Þetta voru níu mínútur í síðasta leik, það var nóg fyrir þá til að komast í 3-2. Höfum verið flottir í því, sérstaklega í Evrópu, að komast í gegnum kafla þegar það blæs á móti. Blanda af því að sýna heilsteyptari frammistöðu í 90 mínútur og stöðva slæma kaflann,“ sagði Höskuldur að endingu. Leikur morgundagsins hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Sjá meira
Breiðablik mætir Tikvesh í síðari leik liðanna annað kvöld, fimmtudag. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og er jafnframt sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Það var algjör óþarfi að missa þetta forskot, vorum búnir að spila flottan leik framan af. Bregðumst ekki vel við þegar við fáum þetta fyrsta högg, sem var þetta mark. Missum tökin og frumkvæðið í þeim leik,“ sagði Höskuldur um fyrri leik liðanna. „Það er lærdómur fyrir þennan leik, meðvitaðir um að þetta er fínt lið sem getur refsað, góðir í skyndisóknum og með ákveðin einstaklingsgæði,“ bætti hann við áður en hann ræddi leik liðanna sem fram fer annað kvöld. „Fyrst og fremst þá erum við á Kópavogsvelli, ætlum að taka frumkvæðið og hafa tök á leiknum frá fyrstu mínútu. Viljum spila af þessari ákefð sem við getum skrúfað upp hér á Kópavogsvelli og lið ráða illa við.“ Breiðablik er mjög reynt lið þegar kemur að Evrópukeppnum og komst alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hvernig nýtist það liðinu og leikmönnum þess? „Það verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár. Væri svekkjandi að tala um reynslu og ætla að nýta hana en detta út í fyrstu umferð.“ „Staðan er sú að við erum undir í þessu einvígi en erum með sjálftraust og fullvissir um það að við getum klárað einvígið í 90 mínútum hér á Kópavogsvelli. Auðvitað skiptir reynslan máli ef þú beitir henni rétt, það verður ekkert auðveldara þó sért reynslumeiri. Veist bara að allir leikir eru drulluerfiðir í þessum Evrópuverkefnum og það er öðruvísi spennustig.“ „Það er líka þannig hinum megin, þurfum fyrst og fremst að beisla spennustigið og ásetja okkur að keyra yfir þá.“ Klippa: „Verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár“ Hvernig getur Breiðablik unnið leik morgundagsins? „Bæði með því að reyna halda heilum 90 mínútum – eins mikið og maður getur – af þeim tökum og yfirburðum sem við höfðum í raun og veru, og hafa stjórn. Í öllum leikjum þá koma slæm augnablik og „mómentum“ breytist, þurfum að vera betri í að láta það ekki hafa slæm áhrif á okkur.“ „Þetta voru níu mínútur í síðasta leik, það var nóg fyrir þá til að komast í 3-2. Höfum verið flottir í því, sérstaklega í Evrópu, að komast í gegnum kafla þegar það blæs á móti. Blanda af því að sýna heilsteyptari frammistöðu í 90 mínútur og stöðva slæma kaflann,“ sagði Höskuldur að endingu. Leikur morgundagsins hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Sjá meira